Gleymda nýlendan

Það er ein einasta alvöru nýlenda eftir í Afríku í dag. Það er Vestur-Sahara. Víðfeðmt land og mjög stjálbýlt, sem Spánverjar yfirgáfu á 7. áratugnum -- og Hassan Marokkókóngur sendi her sinn umsvifalaust inn til að hertaka það. Marokkó hefur hrakið Sahrawi-menn út í eyðimörkina og ofsótt þá. Fyllt þéttbýlissvæði af landtökufólki. Lætur greipar sópa um náttúruauðlindirnar, ekki síst gjöful fiskimið og auðugar fosfat-námur. Það er meira að segja íslenskt útgerðarfélag sem gerir út á hestamakríl, og kannski fleira, undan ströndum Vestur-Sahara. Borga Marokkómönnum fyrir rányrkju á auðlindum Sahrawi-manna. Svei þeim.


mbl.is IKEA í miðri milliríkjadeilu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband