Víkurkirkjugarður og hótelin

Það er verið að breyta Landssímahúsinu í enn eitt helvítis hótelið. Nú er fyrir slíkur sægur hótela að helmingur þeirra mun fara á hausinn næst þegar kemur kreppa í löndunum sem ferðamennirnir koma frá. Þetta mun ekki endast -- það er vitað, þótt uppbygging skyndigróðans haldi áfram eins og enginn sé morgundagurinn -- bókstaflega.

En Landssímahúsið er spes. Vegna Víkurkirkjugarðs. Grein Þóris Stephensen í Fréttablaðinu í gær var þörf og vel hægt að taka undir flest í henni, eða kannski allt.

Táknrænt séð, þá er greinilega verið að fara yfir einhver mörk, einhver tilfinningaleg mörk, þegar bein forfeðranna fá ekki einu sinni að liggja í friði fyrir hótelfarsóttinni. Hvar er okkar heima, ef ekki þar sem bein forfeðra okkar eru grafin?

En burtséð frá því táknræna, þá er þarna verið að raska sögulegri og menningarlegri sameign okkar. Það er ekki gert í sátt við fólkið. Það er ekki gert af góðum ástæðum eða í smekklegum tilgangi, heldur er tilgangurinn að byggja enn eitt óþurftarhótelið.

Auðvitað á að breyta um stefnu. Það er auðvelt að gera Fógetagarðinn/Víkurkirkjugarð að stað þar sem fólk getur notið sögu og menningar, fortíðar og samtíðar. Ef einhver stjórnmálamaður hefur í sér döngun til þess. Döngun til þess að segja að nú sé komið nóg, einhvers staðar verði þessu að linna, ferðamenn séu fínir en við hin ætlum samt að halda áfram að búa í þessu landi og fá að ráða því, að það verði hægt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Vésteinn - sem og aðrir gestir, þínir !

Vel: sem skynsamlega, að orði komizt.

Afleiðingar Kapítalismans - í sinni ógeðfelldustu mynd.

Líkt: og margvísleg skemmdarverk, Kommúnisma 20. aldarinnar, víðs vegar.

Einhverjar - viðurstyggilegustu eyðileggingar stefnur, venjulegs mannlífs, í gervallri veraldar sögunni.

Með beztu kveðjum: sem oftar - af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.4.2016 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband