Fjögurra ára áætlun Alþýðufylkingarinnar

Í kosningabaráttunni 2013 báru okkur margir á brýn, að stefnuskráin væri of almennt orðuð og ekki nógu konkret. Vera má að það sé rétt -- en markmiðið á sínum tíma var að stefnuskráin væri bæði stutt og hún gæfi tóninn fyrir stefnuna, frekar en að vera mjög ítarleg. Jæja, nú er hún komin, skráin sem svarar spurningunum sem brunnu á vörum ykkar, kæru landsmenn:

4 ára áætlun

Alþýðufylkingarinnar


mbl.is Alþýðufylkingin gefur út stefnuskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvers vegna vill Alþýðufylkingin ekki afnema verðtryggingu?

Guðmundur Ásgeirsson, 7.9.2016 kl. 22:28

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Það er ekki það að við "viljum ekki" afnema verðtrygginguna; það mætti frekar segja að besta leiðin til þess að afnema hana sé að byrja á því að félagsvæða fjármálakerfið og afnema vexti af húsnæðislánum. Þá er greiðari leið til að afnema verðtrygginguna.

Vextirnir eru nefnilega aðalatriðið. Ef þeir eru afnumdir er verðtryggingin pappírstígrisdýr. En ef verðtryggingin er bara afnumin, án þess að afnema vexti, sitjum við eftir sem áður í skuldasúpu.

Vésteinn Valgarðsson, 7.9.2016 kl. 22:50

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll. Ég skrifaði athugasemd undir færsluna á vef Alþýðingarinnar og sé að þú hefur svarað henni. Þér er vonandi sama þó ég haldi þeirri umræðu áfram hér, en þar sagðirðu:

"Það eru vextirnir sem (a) blása upp lánið umfram verðbólguna og (b) ýta undir verðbólgu með þörfinni fyrir hagvöxt. Ef vextirnir hverfa úr jöfnunni, þá er verðtryggingin sem slík ekki nema skugginn af sjálfri sér."

Þessi fullyrðing er efnislega röng. Það er nefninlega verðtryggingin sem blæs út peningamagn í umferð sem er meginorsök verðbólgu, sem blæs svo aftur út lánin sem blæs peningamagnið út enn meira og býr til enn meiri verðbólgu, í sannkölluðum vítahring dauðans.

Ég geng út frá því að Alþýðufylkingin sé sammála því að verðbólga sé almennt slæm. Er það ekki rétt ályktað hjá mér?

Varðandi hitt sem þú nefnir, um að afnema vexti, þá er ég ekkert ósammála því, helst vildi ég afnema bæði verðtryggingu og vexti. Það er samt misskilningur að vextir valdi verðbólgu, því það er offramleiðsla á peningum sem veldur verðbólgu. Vextir valda ekki aukningu peningamagns í umferð, en það gerir verðtrygging hinsvegar, og í því felst skaðsemi hennar.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.9.2016 kl. 23:24

4 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Þetta virkar auðvitað hvað á annað. Verðtryggingin ein og sér tryggir lánveitanda að hann fái borgað sama og hann lánaði. Vextirnir stækka þá upphæð. En vegna þess að það þarf að borga vexti af lánunum, þá þarf "kakan" líka að stækka -- það þarf meiri og meiri hagvöxt til að standa undir vöxtunum. Við viljum alveg losna við verðtrygginguna, en leiðin þangað liggur í gegn um félagsvæðingu fjármálakerfisins.

Vésteinn Valgarðsson, 8.9.2016 kl. 10:21

5 Smámynd: FORNLEIFUR

Hvað varð um fimm ára áætlanirnar?

FORNLEIFUR, 8.9.2016 kl. 18:26

6 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Kjörtímabilið á Íslandi er fjögur ár. Fattarðu?

Vésteinn Valgarðsson, 8.9.2016 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband