Auðvaldsskipulagið er komið í þrot!

Þið megið alveg láta þetta berast:

 

Auðvaldsskipulagið er komið í þrot!
Rauður vettvangur heldur opinn fund í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, fimmtudaginn 16. október klukkan 20:00.

Undanfarið hafa margir reynt að breiða yfir raunverulegar orsakir kreppunnar, en þar rekst hvað á annars horn. Um leið og bankakapítalistarnir hafa reynt að firra sig ábyrgð og talað um að orsakirnar séu úti í heimi, segja þeir ekki að alþjóðlegt eðli kreppunnar vísar til þess að orsakirnar liggja í sjálfu innsta eðli auðvaldsskipulagsins. Um leið hafa íslenskir bankar og kapítalistar fjárfest af geysilegri græðgi og ævintýramennsku og komið okkur öllum í klandur.

Græðgin er innbyggð í auðvaldsskipulagið og hún ræður ferðinni. „Frjálshyggjan“ hefur mótað auðvaldskerfið í aldarfjórðung og það tók ekki lengri tíma að keyra það í þrot. Líklega eru ekki öll kurl komin til grafar ennþá.

Ætlum við að treysta þessum öflum fyrir fjöreggi okkar á ný? Eða er kominn tími til að almenningur grípi í taumana og breyti leikreglum samfélagsins eftir sínum forsendum?

Þetta og fleira verður til umræðu á fundi Rauðs vettvangs fimmtudag 16. október kl. 20, að Njálsgötu 87. Láttu sjá þig!

-- Rauður vettvangur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband