Ódrengilegur klofningur

Um daginn hófust mótmæli gegn þjóðfélagsástandinu. Til að byrja með voru þau daglega á Austurvelli, og svo var ákveðið að hafa þau á hverjum laugardegi kl. 15. Hópurinn sem mætti þarna til að byrja með ákvað að skipuleggja sig, og úr varð hópurinn Nýir tímar. Fyrir mótmælin nú í fyrradag tók einn félaganna í hópnum, Kolfinna Baldvinsdóttir, upp á því upp á sitt einsdæmi, að breyta plönunum og boða til kyndilgöngu að Ráðherrabústaðnum kl. 16 í stað mótmælafundarins á Austurvelli kl. 15. Hörður Torfason, sem haft hafði forystu í hópnum, hafði samband við hana til að leita skýringa og samstarfs, en hún vildi ekkert af honum vita og ekkert samstarf eiga. Hvers vegna?

Það var ágæt mæting á Austurvöll, kannski nálægt þúsund manns eða rúmlega það (mín ágiskun). Kolfinna og hennar fólk var áberandi og agiteruðu mjög fyrir sinni göngu. Rétt fyrir kl. 16 dreif að mikinn mannfjölda, sem bersýnilega hafði skilið fréttaskúbb Kolfinni og félaga þannig að fyrri fundinum hefði verið aflýst. Margir urðu undrandi og óánægðir með að frétta af þessum blekkingaleik. Þátttaka í göngunni var þó mikil, líklega talsvert meiri mannfjöldi en í mótmælafundinum. Meðal þátttakenda voru málsmetandi manneskjur í Samfylkingunni, t.a.m. Dagur B. Eggertsson.

Kolfinna segir að Hörður & Co. hafi ekki einkarétt á mótmælum. Það er ódýr leið hjá henni til að sýkna sjálfa sig af því að hafa svikið hann, splittað hreyfingunni og spillt fyrir. Annað hvort er Samfylkingin við það að klofna, eða þá að hún leikur tveim skjöldum -- ellegar þá að Jón Baldvin ætlar sé rað endurreisa Alþýðuflokkinn. Ég skal ekki segja hvað er rétt, en óstaðfestar heimildir herma að hið síðastnefnda sé tilfellið. Það kemur bara í ljós.

Lesið færslu Birgittu Jónsdóttur og ræðu Guðmundar Gunnarssonar frá Austurvelli.


mbl.is Rjúfum þögn ráðamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þótt Jóni Baldvini mæltist vel, skyldi maður vara sig á pópularistum, sérstaklega á tímum sem þessum.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband