Takk Hannes, takk Björgólfur

Íslendingur var staddur á Strikinu í Kaupmannahöfn nýverið, og missti þar íslenskan 5000 króna seðil úr vasa sínum. Þegar hann beygði sig til að taka hann upp sagði danskur lögreglumaður sem þar stóð hjá: "Gott að þú tekur upp ruslið eftir þig á götunni."

- - - - - - - - - - 

Það voru ekki "Íslendingar" sem fjárfestu í útlöndum og flugu beint á andlitið ofan í flórinn.

Það var alþjóðlegt fjármálaauðvald. Ríkisfang einstakra manna skiptir engu máli.

Alþjóðlegt fjármálaauðvald kom okkur í þessa kreppu. Það er við auðvaldið að sakast, ekki þjóðina. Ég hafna því að vera, sem óbreyttur borgari þessa lands, gerður ábyrgur fyrir svona erkiklúðri fámennrar elítu sem enginn kaus. Við eigum hvorki að vera stolt af þeim né skammast okkar fyrir þá. Þeir eru ekki hluti af "okkur" vegna þess að það sem þeir gerðu gerðu þeir ekki sem Íslendinga rheldur sem kapítalistar.


mbl.is Hlegið að óhamingju Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband