Ofbeldi og skrílslæti

Sumir eru meira á móti mótmælum gegn spillingu og fáveldi heldur en þeir eru á móti spillingunni og fáveldinu sem mótmælin beinast gegn.

Sumir kalla það skrílslæti þegar fólk hendir eggjum í grjótvegg, og ofbeldi þegar einhver kastar snjóbolta í Jón Ásgeir. Hvað á að kalla það þegar verður farið að kasta grjóti eða handsprengjum? Eru hagkerfi og mannorð landsmanna ekki nóg, þarf að gjaldfella tungumálið líka? Ef hægrimönnum verður að ósk sinni, ríkisstjórnin heldur velli og spillingin ríkir áfram, eiga þeir sjálfir eftir að þurfa að nota þessi orð áður en veturinn er úti, gegn þeim sem gefast upp á að biðja valdið kurteislega um miskunn.

Úlfur, úlfur!
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Löggan, með puttann á púlsinum: Fækka lögmönnum á efnahagsbrotadeild.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband