Chimurenga

Þriðja Chimurenga, það er heitið á þessari þriðju lotu zimbabwískrar sjálfstæðisbaráttu. Fyrsta Chimurenga var uppreisn gegn nýlenduherrunum á árunum 1896-1897, önnur Chimurenga var sjálfstæðisbaráttan 1966-1980, sem lauk með sigri Mugabes og flokks hans, ZANU-PF. Mugabe er klassískt dæmi um að hæfileikaríkir skæruliðaleiðtogar verða ekki endilega hæfileikaríkir þjóðhöfðingjar.

Hugmyndin með þriðja Chimurenga er í sjálfu sér góð: Landlausir bláfátækir bændur fái jarðnæði til að búa á, í gegn um eignaupptöku stórlandeigenda, fámenns hóps (mestmegnis hvítra) manna sem ráða yfir besta ræktarlandi í Zimbabwe. Fyrir utan hugmyndina held ég að fátt sé gott. Í fyrsta lagi er framkvæmdin, hvað skal segja, framkvæmd á óþarflega grófan hátt. Í öðru lagi eru landlausu bændurnir flestir af sama ættbálki og Mugabe sjálfur og hann þannig öðrum þræði að styrkja eigin bakland. Í þriðja lagi er rekstrinum breytt frá vélvæddum búgarðarekstri í frumstæðan rekstur smábænda, í staðinn fyrir að yfirtaka einfaldlega búgarðana og reka þá sem samyrkjubú. Niðurstaðan er að afkösin verða mun minni.

Hugmynd sem er í sjálfu sér góð, útfærð á hörmulegan hátt. Hljómar þetta kunnuglega?


mbl.is Jarðir hvítra bænda í Simbabve teknar með valdi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband