Landsala

Ég veit ekki hvað er hægt að kalla þetta annað en landsölu. Nema kannski landráð. Alla vega eru það gríðarleg vonbrigði ef meirihluti VG-þingmanna samþykkir þessa samninga. Ekki það að ég geri mér óraunhæft bjartsýnar vonir um VG, heldur að þessu bjóst ég nú ekki við þegar ég kaus í vor. Nú ríður á að styðja þau sem spyrna á móti -- a.m.k. Lilju, Guðfríði og Ögmund -- og krefjast þess að þessi ógeðslegi samningur verði felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ég mun ekki taka þátt í að borga þessar skuldir. Það kemur bara ekki til greina.


mbl.is Valtur meirihluti í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Sammála hverju einasta orði hjá þér Vésteinn.

Ætli sé ekki best að íslenskir sósíalistar fari að ræða saman af fullri alvöru? 

Jóhannes Ragnarsson, 9.6.2009 kl. 21:51

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ég held það sé kominn tími til þess.

Vésteinn Valgarðsson, 9.6.2009 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband