Aldeilis raunsæið

Heldur Björgvin G. Sigurðsson að mikið sé eftir af "mannorði og trúverðugleika" hans "sem stjórnmálamanns" eftir viðdvöl hans sem viðskiptaráðherra?

Hann má að vísu eiga það að hann rak um síðir stjórn Fjármálaeftirlitsins og sagði af sér ráðherradómi sjálfur áður en nokkur annar ráðherra gerði það. Það dugir hins vegar ekki til að gera hann að trúverðugum stjórnmálamanni!


mbl.is Björgvin G.: „Ný vídd í nafnlausu níði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Hann hætti nú bara til að getað komið aftur síðar. Svo segir mér hugur að honum finnist hann hafa staðið sig með ágætum og hafi í raun verið fórnarlamb aðstæðna.

Aumingja Björgvin.

Halla Rut , 6.9.2009 kl. 23:55

2 identicon

Axarsköftin á ég mín engum skal þau kenna...

axel gudmundsson (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 00:07

3 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Fórnarlamb aðstæðna, það mætti segja mér það. Ég er fórnarlamb aðstæðna. Hann var ráðherra. Eða er ábyrgðin kannski hjá Ingibjörgu Sólrúnu, að hafa sett hann í verkefni sem hann réði ekki við? Hvað segir það þá um trúverðugleika hans sem stjórnmálamanns?

Vésteinn Valgarðsson, 7.9.2009 kl. 01:14

4 identicon

Ég efast ekki um að hann mun 'einhenda' sér í það mikilvæga verkefni að skerða tjáningarfrelsi og deyða hið frjálsa internet, þó hann hafi kannski sofið soldið á vaktinni fyrir okkur almenning fyrir hrunið.

Georg O. Well (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 07:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband