24.10.2016 | 21:46
Lítið að marka þessa mælingu
Ókei, ég vil ekki vera leiðinlegur við fólk sem er að vinna sjálfboðavinnu fyrir göfugan málstað, en ég verð samt að segja þetta: Umhverfissinnaðir kjósendur ættu ekki að fara eftir þessari mælingu þegar þeir gera upp hug sinn.
Ég ætla að láta duga að fjalla um skor Vinstri-grænna hér. Jafnvel hin fjálglegasta umhverfisstefna verður ómarktæk í höndum flokks sem er ómarktækur. Eða hvað kallar fólk það að tala fyrir umhverfisvernd út um annað munnvikið, en um hagvöxt út um hitt? Krafan um hagvöxt er ein stærsta ógnin við umhverfið - því hagvöxtur verður mestur þegar menn skeyta minnst um mengun og rányrkju. Og til hvers? Til að geta staðið undir arðgreiðslum til hluthafa og vaxtagreiðslum til lánardrottna.
Olíuleit á Drekasvæðinu er stórmál og VG sleppa ekkert undan því að hafa hleypt því dýri út úr búrinu. En það er fleira. Man einhver eftir stóriðjunni á Bakka, í kjördæmi Steingríms Joð? Man einhver eftir evrumerkjunum í augum Steingríms Joð, þegar hann talaði fyrir rafmagnssæstreng til Skotlands? Þið áttið ykkur á því hvað sæstrengur gerir. Hann hækkar verðið á innanlandsmarkaði upp á sama plan og á meginlandinu. Þar sem það er víða fimmfalt hærra en hér. Hærra verð = meiri gróði af seldu rafmagni = mun meiri þrýstingur á að virkja meira! - Þótt ekki sé nema til þess að borga sjálfan strenginn!
Umhverfisstefna Vinstri-grænna er mikið plagg og vel unnið. Það er synd að þau noti það ekki til annars en að slá ryki í augu kjósenda. Látið ekki plata ykkur með eftirlíkingum, kjósið frekar Alþýðufylkinguna.
![]() |
Ekki að skoða gamla flokkapólitík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.10.2016 | 13:29
Þorið að berjast og þorið að sigra
Leikskólakennarar (og fleiri uppeldir- og umönnunarstétir) þurfa að fylgja fordæmi framhaldsskólakennara og berjast fyrir sínu. Það er mjög ólíklegt að ástandið batni að ráði nema þannig. Fylgið fordæminu og gefið okkur hinum nýtt fordæmi sem við getum fylgt.
![]() |
Samstaða meðal leikskólakennara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.10.2016 | 00:45
Það yrði skrítin vinstristjórn
Hvernig er hægt að kalla það vinstristjórn, ef það er ekki einn einasti vinstriflokkur með í henni?
![]() |
Ræða mögulega vinstri stjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |