Erkiflokkur spillingarinnar

Það er þarft að fá hér enn eina áminninguna um það, skömmu fyrir kosingar, hvað Framsóknarflokkurinn er spilltur. Að hann hefur ekki annan sýnilegan tilgang en að koma sínu eigin fólki á spena hjá ríkinu eða skammta því bestu bitana úr ríkisbúrinu.

Er þessi flokkur séríslenskt fyrirbæri eða þrífast svona gróteskir spillingarflokkar víðar í þeim heimshluta sem kennir sjálfan sig stundum við siðmenninguna?

Hvenær kemur sú kosning, að íslenskir kjósendur þurrki Framsókn út?

(Einhvers staðar verða samt vondir að vera, gæti einhver sagt. Er kannski öruggara að einangra þá í þessum flokki heldur en að tvístra þeim?)


mbl.is Finnur í Panama-skjölunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. apríl 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband