Verið ekki hrædd við "dauð atkvæði" ...

Fólk hefur oft sagt við okkur í Alþýðufylkingunni, að atkvæði greidd okkur séu í rauninni stuðningur við íhaldið vegna þess að þau hljóti að falla dauð. Nú er í fyrsta lagi ekki hægt að gefa sér að þau falli dauð. Í öðru lagi er ekki hægt að gefa sér hvernig okkar kjósendur mundu kjósa ef þeir kysu okkur ekki.

En í þriðja lagi: atkvæðamesti flokkurinn græðir vissulega á atkvæðum sem ekki skila þingsæti. Og það hefur vissulega verið íhaldið hingað til -- þangað til núna -- en ef eitthvað er að marka kannanir eru það VG sem mundu óbeint græða á ónýttum atkvæðum Alþýðufylkingarinnar í þetta sinn!

Þannig að: þið sem styðjið Alþýðufylkinguna í hjarta ykkar en viljið ekki ógna VG -- verið óhrædd að kjósa Alþýðufylkinguna!


mbl.is VG með tæp 30% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband