Ég gef kost á mér í forvali VG 6. febrúar

Ég gef kost á mér í forvali VG í Reykjavík, sem fram fer 6. febrúar næstkomandi. Ég er sósíalisti og nokkur aðal áherslumál mín eru að verja þá verst settu fyrir afleiðingum kreppunnar -- ekki síst þá borgarbúa sem eiga við geðræna erfiðleika að stríða, að höggva á samkrull borgarinnar við verktakaauðvaldið sem lætur miðbæinn grotna niður, og að strætó verði gjaldfrjáls fyrir alla.

Til að geta kosið í forvalinu þarf að vera skráður í flokkinn ekki seinna en á miðvikudaginn, 27. janúar, vera orðinn fullra 16 ára og eiga lögheimili í Reykjavík. Það er einföld aðgerð: Maður fer á Vg.is, þar er hnappur hægra megin á síðunni, þar sem stendur "Ganga til liðs við VG" og þið útfyllið það. Það tekur svona eina og hálfa mínútu. Þá eruð þið komin í flokkinn og getið tekið þátt í forvalinu 6. febrúar næstkomandi.

Með von um stuðning.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

En hvað ætlar þú að segja við IceSave, Já eða Nei?

Halla Rut , 26.1.2010 kl. 00:14

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ertu að tala um þjóðaratkvæðagreiðsluna? Ég mun segja þvert nei í henni, eins og þú getur séð af ýmsum skrifum mínum víða á netinu.

Vésteinn Valgarðsson, 26.1.2010 kl. 00:16

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

það þarf að þinglýsa loforðum VG Vésteinn. Kommúnistar eru búnir að hafa alla þjóðina að algjörum fíflum í Icsavemálinu. Var ekki núverandi stjórn kosin á þing einmitt vegna þess að hún ætlaði að segja nei við Icesave? Þetta eru sömu loforðin og fyrir búsáhaldabyltingunna sem betur hefði aldrei skeð...

Óskar Arnórsson, 26.1.2010 kl. 06:12

4 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Óskar, mér vitandi er ekki einn einasti kommúnisti í ríkisstjórn, því miður. Kommúnistar eru mikill minnihlutahópur innan VG, því miður. Sá sem hefur haft þjóðina að fífli er fyrst og fremst fjármálaauðvaldið og svo þeir sem þjóna því, hvers vegna svo sem þeir gera það.

Vésteinn Valgarðsson, 26.1.2010 kl. 15:12

5 Smámynd: Halla Rut

Gott að vita Vésteinn.

Ég vona að unga fólkið taki við að gera VG að þeim flokki sem hann á að vera. Það er sorglegt að horfa á hvernig haldið er á stjórnartaumunum nú þegar flokkurinn hefur komist til valda.

Halla Rut , 26.1.2010 kl. 20:46

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er ansi ódýrt að sortera burtu komment svona Vésteinn. Ótrúlega hvað þú ert ódýr, enn það er ekki von á öðru frá VG svo sem...

Óskar Arnórsson, 27.1.2010 kl. 01:55

7 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Sortera hvað? Um hvað ertu að tala?

Vésteinn Valgarðsson, 27.1.2010 kl. 17:52

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég setti inn eitt komment Vésteinn og það var horfið þegar ég kom næst! Tókstu það ekki í burtu? Ég var að segja þar að ég fer að skilja ameríkana og þeirra viðhorf til kommúnisma. Þeir kalla það nánast sjúkdóm eða óværu. Svo sagði ég eitthvað meira.

Ég var kanski harðorðari í því kommenti, enn akkúrat núna. Ég veit af reynslu að það þýðir ekki að rökræða við sértrúarsöfnuði eins og VG.

Finnst þér virkilega að VG eigi erindi inn á þing eftir afrek þeirra í Icesavemálinu? Svik í samabandi við "skjaldborg heimilanna" sem aldrei varð neitt úr, og vinnubrögð á þingi sem eru svo forkastanleg að maður fer að sakna hægri glæponanna í Sjálfstæðisflokknum.

Ég hélt að VG yrði einhverskonar redding fyrir alþýðufólk, enn það kom í ljós að þeir töluðu máli efnamanna betur enn nokkur hægristjórn hefur nokkurtíma gert. Venjulegt fólk lifir ekki á loforðum sem vitað er fyrirfram að verða svikinn.

Ég er læknaður af allri vinstri hugsun fyrir lífstíð, þökk sé VG.

Óskar Arnórsson, 27.1.2010 kl. 18:49

9 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Til að byrja með, þá eyddi ég engu kommenti og hef ekki hugmynd um hvað varð um kommentið þitt, Óskar.

Í öðru lagi: Ég býð ekki mikið í þína "vinstri hugsun" ef núverandi ríkisstjórn "læknaði" þig af henni. Ef þú meinar að þú sért læknaður af kratahugsun, þá erum við á sömu blaðsíðu. Ef þú heldur að þarna birtist kjarni sannrar vinstristefnu, hvað þá kommúnisma, þá ert þú bara úti í móa.

Hvað varðar "afrek" í IceSave-málinu, þá vil ég benda þér á að ekki fylgdu allir þingmenn VG flokksaganum í því máli, og svipað er um fleiri mál.

Vésteinn Valgarðsson, 27.1.2010 kl. 19:58

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hvaða tryggingu hefur fólk fyrir loforðum sem eru gefin í kosningabaráttu verðandi þingmanna á Íslandi eftir allt sem á undan er gengið?

Fólk kýs þinmenn vegna þess að það trúir þeim sem eru í framboði og því sem þeir ætla að beita sér fyrir. Fólk verður að taka þá áhættu að það finnist fólk sem stendur við það sem það segir.

Engin hefði trúað því að óreyndu að t.d. Steingrímur skildi ganga svo heiftarlega á bak orða sinna sem kom í ljós eftir að hann féll ráðherrastól.

Hvers vegna ættu nokkur að trúa einu eða neinu sem þessi flokkur stendur fyrir, nema þá ef Steingrímur væri hreinlega rekin úr flokknum. Finnst þér ekki að hann hafi svikið flokkinn, eða geturðu afsakað hann á nokkurn hátt?

Þá kanski ætti VG séns að koma til baka. Þingmenn geta bara ekki, bara af því að þeir eru "stikkfrí" í 4 ár eftir kjör, hæðst jafnlengi að fólki sem kaus þá!

Það bara einfaldlega gengur ekki. 

Þú verður í öðru og þriðja sæti í VG nú í forvalinu. Er það nokkur furða þó fólk reyni að lista út hverju þú lofar í kosningaslag, og hvernig þú hagar þér ef þú kemst á þing?

Svo ein spurning verðandi þingmaður:

Hvers vegna eiga þingmenn að hafa leyfi til að vasast í fyrirtækjarekstri, sitja í stjórn fyrirtækja sem þeir eiga ekkert í, og stunda hlutabréfakaup jafnhliða þing- og ráðherramennsku?

Óskar Arnórsson, 27.1.2010 kl. 21:43

11 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Mér þykir þú bjartsýnn fyrir mína hönd, að ætla mér ekki bara glæsilegan sigur í forvalinu heldur líka að verða þingmaður í sveitarstjórnarkosningum. Vel að merkja eru þetta sveitarstjórnarkosningar sem verða í vor, og það er fyrir þær sem ég er að gefa kost á mér.

Eins og staðan er, þá hefur fólkið sama og enga tryggingu fyrir kosningaloforðum, nema síður sé. Ef það stendur einhvern tímann í mínu valdi að breyta því, þá mundi ég gera alla stjórnmálamenn (og embættismenn) afsetjanlega hvenær sem er og aflétta leynd af störfum þeirra. Þeir eiga ekki að vera að gera neitt sem þolir ekki að almenningur viti það.

Ég er óánægður með störf ríkisstjórnarinnar og ef þig langar í einhverjar afsakanir fyrir embættisfærslu Steingríms, þá skaltu spyrja aðra en mig. En það eru fleiri í flokknum en Steingrímur, bæði fleira fólk og fleiri sjónarmið, og þau sjónarmið sem ég stend fyrir hafa ekki verið ríkjandi í flokknum hingað til.

Þú mátt spyrja mig að því sem þú vilt, Óskar. Ég man nú ekki eftir því að hafa tjáð mig um það að þingmenn eða ráðherrar vasist í fyrirtækjarekstri eða verðbréfabraski, en fyrst þú spyrð, þá hef ég í sjálfu sér ekki sterka skoðun á því. Ég sé t.d. ekki hvað við mundum græða á því að þeir færu að fela slóð hagsmuna sinna með því að segja sig frá braski um stundarsakir.

Vésteinn Valgarðsson, 27.1.2010 kl. 22:30

12 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að þú vinnir þetta forval og svo haldir þú áfram. Því miður þá eru þetta "bara sveitarstjórnarkosningar" og þar byrjar nú ferillinn hjá mörgum.

Við skolum vona að Ríkisstjórnin verði að pakka saman efir að Icesave verður fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Er ekki grundvöllur fyrir því að setja það á oddin sem eitt af loforðum flokksins að hægt verði að afsetja embættismenn, þingmenn og ráðherra. Hreinlega á stefnuskrá flokksins? Ef það hefur einhverntíma verið ástæða, þá er það núna.

Ég man bara ekki heldur hvort þú hafir nokkurtíma talað um "brask" sitjandi þingmanna og ráðherra. Enn málið er að þetta vandamál er ekki bara rætt á Íslandi. Það á við allan heim þar sem lýðræði er. Vonandi verður alvöru lýðræði á Íslandi í framtíðinni, það er ekki nóg að hafa skilti það sem stendur á Lýðræði og nota síðan allt önnur sjórnarform.

Ísland er svo pínulítið, að embættismenn, þingmenn og ráðherrar verða að gefa allt brask upp á bátinn og vera undir ströngu eftirliti að þeir séu ekki að læðast í stjórnir og störf, sem eru engan vegin samrýmanleg þeirra vinnu sem ráðherrar þingmenn eða embættismenn.

Ein aðalástæðan fyrir þessari skelfingu sem komin er upp á Íslandi, er einmitt þetta leyfi ráðamanna að vera EKKI hlutlausir í fjármálum. Að meiga braska á kostnað embættisgjörninga sinna.

Þetta "haferí" á Íslandi hefði aldrei getað skeð ef ráðamenn hefðu verið ábyrgir og ekki verið í braski með "kunningjum sínum" sem mata alla ráðamennmeð peningum sem þeir ná í og taka yfirleitt við þeim. Því .að gera að sjálfsögðu ekki allir.

"Það eru fleiri í flokknum enn Steingrímur". Ég held bara stundum að hann sé alls ekki sammála þessu hjá þér Vésteinn. Hann hagar sér og talar eins og sá sem hefur valdið yfir bókstaflega öllum sem hann kemur nálægt. 

Steingrímur er týrann sem persónuleiki og Ísland þarf ekki á svoleiðis fólki að halda. Hánn á heima á togara eða upp í sveit. Hann yrði kanski að manni við að vinna ærlega vinnu.

Þú hefur ekki svarað því hvort þér finnist hann eiga heima í flokknum eða ekki. Svar endilega!

Það myndi strax gera flokkinn meira aðlaðandi. Það er alla vega ekkert að stefnuskrá VG, ef henni væri bara fylgt. Alltaf.

Óskar Arnórsson, 27.1.2010 kl. 23:58

13 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Þú spyrð hvort mér finnist Steingrímur eiga heima í flokknum? Tja, ef hann fylgir stefnuskrá hans, þá er varla hægt að segja annað en að hann eigi heima í honum, ef það svarar spurningunni. En annars er ég á móti því að láta allt snúast um Steingrím sem persónu. Hvað svo sem þér sýnist, þá er hann ekki einráður. Ég mundi halda að flestir flokksmenn styðji hann.

Með hlutleysi í fjármálum: Það er enginn "hlutlaus í fjármálum". Frekar vil ég hafa hlutina uppi á borðum en að menn séu að fela slóð sína. Ég minnist þess ekki að hafa skrifað mikið um þátttöku stjórnmálamanna í braski, út af fyrir sig, en þú þarft ekki að leita lengi á netinu til að finna skrif eftir mig um brask almennt, nánar tiltekið um auðvaldsskipulagið, um fjármálaauðvaldið, um ósvífna braskara og sukkara sem spila okkur, eignir okkar og umhverfi.

Ég er alveg hlynntur því að gera stjórnmálamenn og embættismenn þegar í stað afsetjanlega hvenær sem er. Það þyrfti að finna praktíska leið til þess að það skilaði tilætluðum árangri, og þyrfti vísast að fylgja fleiri róttækum breytingum, en ég er alveg sammála því að gera það strax og það er hægt. Ég hef hins vegar efasemdir um að það komist inn í stefnuskrá flokksins, alla vega að það gerist í bráð.

Vésteinn Valgarðsson, 28.1.2010 kl. 16:24

14 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er svolítið þreytt þetta að vera með stefnuskrá sem sleppir skýrum markmiðum sem bráðvantar svör og öryggi. Lægstlaunuðustu, atvinnulausir, öryrkjar, gamlir og veikir að ógleymdum húsnæðislausum.

Öll þessi mál hafa allir flokkarnotað sem aðalrök í kosningaáráðri og tala skýrt og skiljanlega. Eftir kosningarer hummað og haað, talað í stefnuskráraformi og svo gerist ekkert.

Það er bara einu sinni svo, að þegar maður skoðar stjórnarhætti allra flokka, í hvaða landi sem er, er þetta það fyrsta sem gefur spegilmynd af innræti og því sem segir eitthvað raunverulega um ráðafólk.

Svarið þitt gagnvart Steingrími um að hann sé ekki einráður (týran) er því miður rangt. Ég ætla þér að vita betur. Þú skrifar skarpt og þá er þessi afstaða gagnvart því sem megnið af þjóðinni veit, ekki þér til framdráttar í neinum málum.

Það er alveg komin tími á nýja tegund af stjórnmálamönnum á Íslandi. Þú þarft endilega að gera upp við þig hvort þú ætlir að verða einn af þeim eða ekki.

Þú hefur alla vega hæfileikanna, enn persónuleg hræðsla við þennan mann verður engum til góðs.

Óskar Arnórsson, 28.1.2010 kl. 21:11

15 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Óskar, það sem ég meina með að hann sé ekki einráður er annars vegar það að á bak við hann stendur bakland hans innan flokksins og hann er háður því baklandi pólitískt séð. Hann er ekki einráður vegna þess að hann verður að taka visst tillit til stuðningsmanna sinna.

Í öðru lagi er, eins og allir vita, urgur í mörgum innan Vinstri-grænna, urgur vegna frammistöðu ríkisstjórnarinnar. Eins og þú getur séð af skrifum mínum á þessu bloggi og víðar, þá er ég ekki aðdáandi ríkisstjórnarinnar, enda er ég ekki krati. Persónulega er það mér ekki sáluhjálparatriði hvort þessi ríkisstjórn stendur eða fellur í sjálfur sér. Ef hún félli, þá mætti búast við að verri stjórn í staðinn, eða í það minnsta verri að mörgu leyti, enda er ekki til íslenskt stjórnmálaafl sem gæti myndað betri ríkisstjórn, allavega er það ekki til ennþá. Að því leyti væri verra ef stjórnin félli og á meðan hún heldur velli læt ég því nægja að gagnrýna hana málefni fyrir málefni. Þar er af nægu að taka.

Vésteinn Valgarðsson, 28.1.2010 kl. 21:36

16 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ég ætlaði að láta þetta fylgja: Þessi óánægði armur innan flokksins, sem stundum er kallaður "órólega deildin", er hin ástæðan fyrir því að Steingrímur er ekki einráður. Hann getur ekki hætt á að mikið fleiri vinstrimenn yfirgefi flokkinn og verður því að taka visst tillit til þeirra líka ef hann ætlar ekki að taka stóra sénsa með sinn eigin flokk.

Það er svo spursmál um mat hvers og eins, hvernig honum tekst til með að feta þetta einstigi.

Vésteinn Valgarðsson, 28.1.2010 kl. 21:38

17 Smámynd: Óskar Arnórsson

"Óánægði" hluti VG talar þó máli þjóðarinnar meðan alltof margir reyna að gera öllum til geðs. Steingrímur kemur auðvitað oft upp einfaldlega vegna þess að hann er sybol fyrir flokkinn.

Hann er búin að stórskaða hann. Ég er raunverulega ekki mikið fyrir pólitík eins og margir aðrir, enn það sem hefur verið að gerast, hefur þvingað mig í að taka afstöðu. 

Ég gæti hugsað mér Sjálfstæðisflokkinn. Hann er stór, enn ótrúlega skítugur og óhreinn. það er fjöldi manna sem Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti að vísa á dyr svo ég kysi hann. Og þar er sama viðkvæðið.

"Hann er búin að vera svo duglegur" "Hann er glerharður Sjálfstæðismaður" "Hann er frændi einhvers eða frænka" og svo er það bara sagan endalausa.

Ef VG sýndi það í verki að þeir settu flokkinn og stefnuskrá hans fram yfir einn mann, sem búin að valda ómlanlegu tjóni (kemur í ljós í kosningum) þá yrði VG líklegast sterkasti flokkur landsins.

Enn ef þeir ætla að feta í fótspor Sjálstæðismanna í jafnmikilvægu máli og að henda einum út, sama hversu góð sál hann sé, þá er er aæveg eins hægt að kjósa með því að kasta upp tening í næstu kosningum.

Annaðhvort eru forfallinn diplomat, eða þú gerir það sem er rétt. Að taka afsöðu og láta alla þjóðina vita af henni. Þetta er mín skoðun á þessu máli. VG verður baneitraður út af einum manni, og það er ekki hægt að humma það fram af sér...vonandi fer "órólega deildin að slá hnefanum í borðið og segja stopp!

Óskar Arnórsson, 28.1.2010 kl. 21:53

18 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ég skil vel að Steingrímur komi oft upp; það er nú bara eðlilegt, en það sem ég meina er að stefna flokksins er ekki mótuð af honum einum heldur af allri forystu flokksins og af þeim öflum sem eru ríkjandi innan hans. Stefna Vinstri-grænna hefur verið gefin eftir í fjölda mála í ríkisstjórninni. Það er ekki sama hvaða verði maður kaupir stjórnarsetuna og það er ekki hægt að una við málamiðlanir ef þær eru allar á einn veg. Þér til fróðleiks: Á þarsíðasta flokksráðsfundi VG, á Hvolsvelli, samdi ég og flutti Átta tesur um stjórnarsamstarfið. Þær eru hörð ádeila á eftirgjöf í nokkrum veigamiklum málum og ég stend við hvert orð sem þar stendur.

Vésteinn Valgarðsson, 28.1.2010 kl. 22:40

19 Smámynd: Óskar Arnórsson

"Sá sem hlítir ráðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins byggir ekki upp neitt „norrænt velferðar“-neitt-neitt, heldur sker niður í opinberri þjónustu."

Það fer eftir því hvað meinast með að skera niður í opinberri þjónustu. Ef halda á úti embættismannakerfi sem lítur út eins og barð í fötum af fullorðnum, þá er þetta ekkert sniðugt. Enn ef þetta þýðir að fækka eigi óþarfa embættismönnum og legjja niður óþarfa stofnanir, til að geta sinnt fólkinu, þá er þetta gott.

Ég er að velta því fyrir mér hvort það sé með ráðum gert að hafa stefnuskrá flokkana óskýrar í mikilvægusu málunum, eða er eitthvað sem ég skil ekki?

Þessir "tesar" hvað svo sem það þýðir á íslensku, eru ágætir nema þetta númer 6, var óskýrt...

Ísland er agnarlítill hluti af "auðvaldskerfi" (úrsérgengið orð) og á ekkert að stefana að fara úr neinu.

Enn það verður að vera sýrt að lán AGS má ekki taka og stóriðja með hagnaði sem kemur engum að gani nema eigendum á að stoppa.

Svo þarf að veiða 100 þúsun hvaði af öllum stærðum innan íslenskrar lögsögu til að skapa alvöru fiskivernd....kvótakerfið á þjóðmynjasafnið og margt fleyra...

Óskar Arnórsson, 28.1.2010 kl. 23:28

20 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Úr sér vaxið embættismannakerfi er ekki þjónusta. Þjónusta er heilbrigðiskerfi, menntakerfi og velferðarkerfi, vegagerð, ríkisútvarp o.s.frv.

"Tesa" er oft þýtt sem "grein" á íslensku. Ég efast um að orðið "auðvaldskerfi" hafi nokkurn tímann verið eins viðeigandi og einmitt nú, einmitt ekki úr sér gengið.

Vésteinn Valgarðsson, 30.1.2010 kl. 14:12

21 Smámynd: Óskar Arnórsson

Svona myndi ég gera stefnuskrá:

Leggja niður kvótakerfið og að Ríkið stjórni fiskveiðum.

Að Ríkið reki bankanna og hafi samkeppni við einkabanka.

Að Ríkið hlutist til um að byggja nógu mikið af íbúðum á hverju ári, að verð lækki eða haldist í stað.

Að setja upp atvinnuskapandi projekt þar sem allir fá vinnu í stað atvinnuleysisbóta,eða skóla og endurmenntun.

Lækka skatta niður í 10% á lægst launuðu til að sparka efnahafskerfinu í gang aftur.

Annars getur það vel verið að orðið "auðvaldskerfi" eigi aldrei eins vel við núna. Enn af hverju ekki lögbrotakerfi? Er það ekki nafnið á íslenska "auðvaldskerfinu"' Ekki er ég á móti því að fólk verði ríkt, nema síður sé. Enn það má ekki vera hægt að verða ríkur á verslun með peninga...það endar aldrei vel og allir vita hverjir verða rændir. 

Óskar Arnórsson, 30.1.2010 kl. 18:04

22 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ástæða kreppunnar er ekki lögbrot, óeðli einstaklinga, kynhormónar eða klaufaskapur. Ástæðunnar er að leita í sjálfu eðli kerfisins og það er ekki hægt að stilla það af með reglum. Þínar uppástungur eru margar hverjar ágætar. Ég sé þó ekki hvers vegna einkabankar ættu yfirhöfuð að vera leyfðir í landinu. Fjármálaauðvaldið er stærsti og frekasti þorparinn í hagkerfinu, en ekki sá eini. Allt auðvaldsskipulagið er ofurselt innbyggðri, óseðjandi græðgi og fullnægir henni ýmist með arðráni eða okri, nema hvort tveggja sé. Það er mergur málsins.

Vésteinn Valgarðsson, 30.1.2010 kl. 18:14

23 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ríkið verður miklu fljótar úrkynjað enn einkaframtakið. Ríkið þarf að stjórna því enn ekki eyða því.

Málið er að það eru ekki allir gráðugir í einkageiranum, enn allt of margir. Það má heldur ekki leyfa kommúnistum að komast að.

Þá er alveg eins hægt að fá Jehóva Vittni og Gunnar í Krossinum til að stýra landinu eftir Biblíuskoðunum...eða flytja Alþingi inn á geðdeild.

þú veist að kommúnismi leiðir af sér ófrelsi og sundrungu í öllum þjóðfélögum og er bara hin hliðin á kapitalista í raun...Rússland er gott dæmi um "súperkapitalista" sem var kallað kommúnismi þar til fyrir stuttu...mestu arðræningjar hemssögunnar hafa verið kommúnistar..

Óskar Arnórsson, 30.1.2010 kl. 19:15

24 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Veldur hver á heldur. Þar sem fólkið stjórnar, þar er stjórnað í þágu fólksins. Þar sem er ekki stjórnað í þágu fólksins, þar stjórnar fólkið ekki. Þú byggir þínar hugmyndir um kommúnisma greinilega annað hvort á and-kommúnískum áróðri eða þykjustu-kommúnískum áróðri.

Vésteinn Valgarðsson, 30.1.2010 kl. 23:36

25 Smámynd: Óskar Arnórsson

"Þú byggir þínar hugmyndir um kommúnisma greinilega annað hvort á and-kommúnískum áróðri eða þykjustu-kommúnískum áróðri."

Rússland fyrir 30 árum: "Unglingar fóru í bæin á bíó í miðri Moskvu. Þau bjuggu öll í KGB hverfi og tilheyrðu yfirstéttinni þar af leiðandi." Eftir lok myndarinnar ætluðu allir að fara í strætó heim, nema einn sem sagði að hann vildi fara á eina mynd til.

"Getiði lánað mér nokkrar rúblur?" segir hann við vini sína og skólafélaga. Það var ekkert mál.

Eldri lðgregluþjónn sem stóð þarna nálægt heyrði þetta, og strákurinn fékk 8 ár í Síberíu fyrir að "betla á götum Moskvu", sem var og er bannað.Hann var sendur í lest og þar var kona á sömu leið, sem hafði veriðdæmd jafnlengi fyrir að út á báða hnappana á lyftu í vöruhúsi. "Skemmdarverk gagnvart Ríkinu" hljóðaði hennar kæra.

Dómstólarnir voru notaðir til að fá vinnukraft í kolanámurnar í Siberíu. 

Vésteinn.Þú getur ekkert kennt mér um kommúnisma eða neitt um neina aðra glæpamennsku sem ég ekki veit allt um. Þú þarft ekkert að skýra út fyrir mér hvernig ég hef farið að því að læra hluti. Það er fullt af hlutum sem ég kann ekkert um, enn þetta kann ég allt sem er þess viði að vita það.

það er einmitt þessi ótrúlegi hroki í kommúnistum sem hræðir mig, sem fela sig á bak við að þeir vinni fyrir "fólkið", kommúnistar sem eru snillingar í að blekkja og nota næstum bíblíutilvitnanir til að skýra út fyrir öllum hvað þeir séu góðir.

það er svo stór munur á að vera socialisti eða kommúnisti... 

Óskar Arnórsson, 31.1.2010 kl. 04:50

26 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Þessi "dæmisaga" segir allt sem segja þarf um þínar hugmyndir um kommúnisma og staðfestir það sem ég skrifaði áður.

Vésteinn Valgarðsson, 31.1.2010 kl. 11:36

27 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þetta er ekki dæmisaga Vésteinn. Ég trúi staðreyndum og ekki hugmyndafræði..

Þú hefur ekki staðfest neitt, og ég ekki heldur. Þú hefur sagt þína skoðun og ég mína, plús tvö dæmi úr raunveruleikanum.

Óskar Arnórsson, 1.2.2010 kl. 00:41

28 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ég gæti tiltekið nokkur dæmi um hróplegt ranglæti á Íslandi eða í Bandaríkjunum. Hvaða ályktanir mundirðu draga af því?

Vésteinn Valgarðsson, 1.2.2010 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband