Gamla góða skiltið mitt

Ég var með skilti sem hefur sést á mörgum öðrum mótmælum, en á því stendur stórum stöfum: Kratar eru höfuðstoð auðvaldsins. Spjaldið er frekar veigalítið og gert úr masoníti. Nú, í einni vindkviðu í fyrrakvöld fauk það af spýtunni og beint í hausinn á tveim stelpum sem áttu sér einskis ills von. Þær meiddu sig sem betur fer ekki, en virtist hafa brugðið í brún. Ég lái þeim það svo sem ekki, hverjum finnst gaman að fá fjúkandi skilti í andlitið? Lærdómurinn er þessi: Það er ekki nóg að klæða sig eftir veðri, skilti þurfa líka að þola veðrið.


mbl.is Meiddist á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband