Á skal að ósi stemma

Það eru mannréttindi að hafa þak yfir höfuðið og það er bæði þjóðhagslega hagkvæmt að við hjálpumst að við að tryggja öllum það, og líka betra fyrir hvern og einn. Íbúðarhúsnæði á að vera hægt að fjármagna með félagslega reknu fjármálakerfi, sem er ekki markaðsdrifið og rekið í gróðaskyni fyrir sjálft sig, heldur beinlínis til þess að auðvelda fólki að koma sér upp heimili. Þannig kemur gróðinn fram í að samfélagið dafni og að fólk geti notað peningana sína í eitthvað annað en að borga vexti.

Markaðsdrifin fjármálastarfsemi sýgur til sín stóran hluta af verðmætum samfélagsins, bæði beint í gegn um afborganir og óbeint í gegn um fjármagnskostnað sem er innbyggður í húsaleigu. Þetta kerfi þjónar örlítilli forréttinda stétt vel, en öllum almenningi illa.

Ég er til í að styðja allar ráðstafanir sem eru almenningi og heimilunum til hagsbóta. En slíkar ráðstafanir eru ekki fullnægjandi nema fjármálakerfið verði félagsvætt þannig að fólk geti fengið nauðsynlega fjármálaþjónustu á sínum eigin forsendum og án þess að annarleg sjónarmið spilli fyrir því og éti allt upp jafnóðum.

Sjá einnig: Stefnuskrá Alþýðufylkingarinnar


mbl.is Flokkur heimilanna stofnaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Nákvæmlega. En það er alltaf verið að halda því að fólki að það þurfi að eiga eitthvað í eigninni og það sé svo gott upp á öryggið.

Það þarf að færa fólki réttindi. Ég sé ekki hversvegna þarf að bera fólk út úr eignum sem Íbúðalánasjóður á. Það ætti bara að fá æviábúða að íbúðunum eins og bændurnir fengu þegar kreppulánasjóður yfirtók jarðir þeirra.

Svo er verið að halda því að fólki að það spari með því að eignast einhvern eignarhlut í húsnæðinu sem aldrei verður. Það eru réttindi sem máli skipta.

Framsóknarflokkurinn var prímus motar í því að berjast fyrir því að lánað yrði 90% verðmæti fasteignarinnar og þá fór allt af stað. Þannig að sá flokkur á nú nokkurn hlut að þessari bólu sem hefur orsakað misgengi lána og verðmæti fasteigna.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 19.3.2013 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband