10.4.2013 | 13:21
Auðlindasjóður er góð hugmynd en krefst varúðar
Það er eðlilegt að stofna sjóð til að taka við auðlindarentunni, en það er ekki nóg. Það þarf að læra af fordæmi lífeyrissjóðanna -- ef sjóðurinn er notaður í brask, þá er ekki bara stór hluti hans dæmdur til að tapast í næstu kreppu, heldur verður hann í millitíðinni búinn að féfletta venjulegt fólk. Svona sjóði á að verja í uppbyggingu félagslegra og efnahagslegra innviða í samfélaginu. Hann á að fjármagna endurreisn heilbrigðiskerfisins á landsbyggðinni, byggingu vega og hafna, sjálfbærs iðnaðar og menntastofnana, svo nokkuð sé nefnt. Það ætti að skoða það vel að taka drjúgan hluta svona sjóðs frá og láta landshlutana sjálfa velja hvernig á að fograngsraða það sem þeim fellur í skaut.
Úr stefnuskrá Alþýðufylkingarinnar:
Alþýðufylkingin beitir sér markvisst fyrir því að auðlindir lands og sjávar verði raunveruleg sameign þjóðarinnar, óframseljanlegar og að arðurinn skili sér til þjóðarinnar. Fiskveiðiheimildir verði innkallaðar og þeim úthlutað til skamms tíma í senn meðan unnið verði að framtíðarskipan í sjávarútvegi. Komið verði í veg fyrir að útgerðarmenn geti braskað með fiskveiðiréttindi.Alþýðufylkingin berst gegn því að auðmenn sölsi undir sig vatns- og orkuauðlindir þjóðarinnar. Til þess er nauðsynlegt að þær séu reknar félagslega, með hóflega nýtingu og þarfir þjóðarinnar að leiðarljósi. Allur hagnaður af auðlindunum skal skila sér í bættum lífskjörum þjóðarinnar.
Undirbúa stofnun auðlindasjóðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:39 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.