Hlakka bara til fordæmisins

Ef skuldaleiðrétting hefur það fordæmisgildi að fjármálaauðvaldið geti átt von á að verða skorið niður þegar það gengur of langt, þá hlakka ég til að sjá það. En það er betra að gera sér hófstilltar vonir í þessu. Það á eftir að koma í ljós hvernig tekst til, og ef það gengur eftir yrði ég hissa ef fjármálaauðvaldið fyndi fyrir því. En það má víst vona.

Þess má annars geta að Alþýðufylkingin býður fram í sveitarstjórnarkosningum í vor. Stefnuskrána má lesa hér: Sósíalismi í einu sveitarfélagi og ef einhver þarna úti kærir sig um að fjármálaauðvaldinu verði settar skorður, þá er Alþýðufylkingin rétta framboðið til að kynna sér.


mbl.is Óttast ekki fordæmisgildið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband