Glæsilegur árangur í kosningum

Þótt al-Sisi hafi gjörsamlega einokað opinberan vettvang og mótframbjóðandinn varla verið til, og þótt vandsveinar á vegum al-Sisi hafi lúbarið þessa fáu stuðningsmenn mótframbjóðandans sem varla var til, þá er 96,6% samt sem áður svo glæsilegur árangur í þessum mjög svo lýðræðislegu kosningum að réttast væri að senda glæsimenninu bréf og óska honum til hamingju, svipað og þegar Salvador Dali sendi Ceausescu skeytið á sínum tíma og óskaði honum til hamingju með að hafa fengið þennan flotta veldissprota:

 

300px-Ceausescu_receiving_the_presidential_sceptre_1974


mbl.is Sisi er nýr forseti Egyptalands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

Jú, og Guðrún Helgadóttir (móðir Páls Vilhjálmssonar ekki blaðamanns) var líka hrifin af einræðisherranum - aðrir voru hrifnir af Pol Pot og enn aðrir af Hitler eða Stalín. En þeim var vitaskuld alveg sama hvað bjánar á Íslandi halda. Við erum blessunarlega laus við einræðisherra á Íslandi, en nokkrir eiga sér þann heita draum að verða vinna að "friði" með Múslímska bræðralaginu. Þú kannast við þá, Vésteinn.

FORNLEIFUR, 3.6.2014 kl. 22:28

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ég held að þú "kannist" betur við þá en ég.

Vésteinn Valgarðsson, 4.6.2014 kl. 10:33

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég fór ekki á friðarráðstefnu þessara herra, en það gerðir þú, og er líklega á hryðjuverkamannalista Obama frænda fyrir bragðið. Þú kemst því ekki til BNA í bráð, en saknar þess líklega ekki.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.6.2014 kl. 12:48

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Upp úr 1970 sagði Guðrún Helgadóttir, að Nicolae Ceausescu í Rúmeníu væri mikill „sjarmör“ og gæfulegur af þjóðarleiðtoga að vera. Þetta er upplýst í Íslenskir Kommúnistar eftir Hannes Hólmstein Gissurarson. Í 10. útgáfu þess rit færð þú örugglega að fljóta með, nema að þú takir sönsum og verðir kapítalist.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.6.2014 kl. 12:53

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það skal rifjað upp, að Pol Pot og félagar ásamt Saddami Hússein, svo einhverjir séu nefndir, voru býsna lengi tíkarsynir ríkistjórnar Bandaríkjanna og auðvaldsins þar og fengu að starfa í skjóli þeirra.

Við skulum geyma að tala um Stalín, en ekki veitti mannvitsbrekkum eins Fornleifi og öðrum álíka apaköttum að kynna sér hina raunveruleikann.

Jóhannes Ragnarsson, 4.6.2014 kl. 12:55

6 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Merkilegir apaketti Vilhjálmur Örn og hans líkar, sem lifa í sælivímu af lygum heimsvaldasinna og smámenna eins og Hannesr Hólmsteins. Þeir ljóta að fá einhverskonar miðvígstöðvakikk úrúr þessari einkennilegu þráhyggju.

Jóhannes Ragnarsson, 4.6.2014 kl. 12:59

7 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Nei, misskildu mig ekki Jóhannes. Bók Hannesar er engin biblía fyrir mér. Ég á hana ekki og Hannes hefur ekki enn sent mér hana. Nú er ég orðinn merkilegur apaköttur, um daginn var ég bara júðasvín. Er ekki kominn Kóranbragur á umræðuna? Kannski ætti ég að fara að leita til lögfræðings eins og Salmann vinur minn. Frænda mínum Fornleifi skal ég greina frá "hina raunveruleikanum", hvað það nú er, og éttu svo það sem úti frýs J.R.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.6.2014 kl. 13:12

8 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Biðst afsökunar á innsláttarvillunni, Vilhjálmur Örn, ég þykist vita að fínlegum taugum þínum er misboðið að rekast á þessháttar. Hitt er svo annað mál, að þú og þínir líkar hafa verið iðnir við að breiða út lygar og óhróður um sósíalismann og skeytið þá engu um sannleik, aðstæður né annað sem siðað fólk tekur með í reikninginn. Sannarlega eru svona fyrirbæri apakettir, en því miður apakettir af þeirri tegund sem  eru ævinlega til samfélagslegs skaðræðis.

Jóhannes Ragnarsson, 4.6.2014 kl. 13:21

9 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hvar hef ekkert á móti sósíalisma, enda talin vera laumukommi. En mér dauðleiðist fólk sem segist vera sósíalistar en er það ekki, t.d. Ingibjörg Sólrún sem fór til morðingjans Assads til að leita stuðnings við setu Íslands í Öryggisráðinu.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.6.2014 kl. 13:43

10 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

talinn vera, átti þetta að vera í nafni heilags Eiðs Svanbergs!

"Engar villur fundust"; Vitanlega ekki, ég hef ekki ráð á slíku húsnæði.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.6.2014 kl. 13:44

11 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ingibjörg Sólrún segist ekkert vera sósíalisti, þannig að þú þarft ekki að láta það fara svona í taugarnar á þér. Ég skulda þér hvorki skýringar né afsakanir á því hvað ég var að gera á friðarráðstefnunni, en get frætt þig um það að aðalerindið var ekki að éta úr lófanum á múslimabræðrunum. Og reyndu svo að komast yfir þetta.

Vésteinn Valgarðsson, 4.6.2014 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband