4.6.2014 | 21:08
Að viðurkenna kosningar
Hvíta húsið á eftir að kalla þessar kosningar ólögmætar og ómarktækar, þar sem landið sé í borgarastríði og ekki hægt að halda kosningar alls staðar.
En það stóð ekki á þeim að viðurkenna úrslit forsetakosninganna í Úkraínu, þótt það land sé líka á barmi borgarastríðs og ekki hægt að halda kosningar alls staðar. Og ekki hikuðu þeir við að viðurkenna glæsisigur glæsimennisins al-Sisi í hinum egypska hluta Lýðveldis araba.
Menn eru samþykktir eða mönnum er hafnað eftir því hvernig þeir snúa gagnvart vestrænum hagsmunum. Menn eru uppnefndir harðlínumenn eða umbótasinnar eftir því hvernig þeir snúa við vestrænum hagsmunum.
Vesturveldin boða hvorki frið, lýðræði, mannréttindi né neitt þannig í austurlöndum. Aðeins hagsmuni. Sjálfra sín.
Assad vann kosningarnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:10 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Skoðið þetta
- Aðalblogg mitt Blogspot-bloggið sem ég lít á sem aðalbloggið mitt
- Alþýðufylkingin Alþýðufylkingin
- DíaMat DíaMat - félag um díalektíska efnishyggju
- Rauður vettvangur Hugmyndafræðileg móðurstöð íslenskra marxista
- Félagið Ísland-Palestína Félagið Ísland-Palestína
- Friðarvefurinn Samtök hernaðarandstæinga
- Vantrú Vantrú
- SFR SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 129892
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- ak72
- almal
- andreaolafs
- annabjo
- arikuld
- sjalfbodaaron
- skarfur
- arh
- astan
- asthildurcesil
- birgitta
- bjarnihardar
- dullur
- bjorndarri
- bjorn-geir
- binntho
- bumba
- bus
- austurlandaegill
- eignaupptaka
- einaraxel
- einarbb
- einarolafsson
- elfarlogi
- esbogalmannahagur
- eythora
- fsfi
- folkerfifl
- vidhorf
- hleskogar
- frussukusk
- bofs
- gik
- gurrihar
- gullvagninn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- palestinufarar
- haukurmh
- skinkuorgel
- skessa
- thjodviljinn
- odin
- hedinnb
- hildurhelgas
- himmalingur
- hjaltirunar
- gorgeir
- hjorleifurg
- hlynurh
- kulan
- isleifure
- kreppan
- jenfo
- jensgud
- svartur
- johannbj
- jg
- joiragnars
- johannpall
- islandsfengur
- jonbjarnason
- snjokall
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- julli
- bisowich
- askja
- kiza
- kreppukallinn
- andmenning
- krizziuz
- larahanna
- vistarband
- maggadora
- marinogn
- mariakr
- mortenl
- rust
- nytt-lydveldi
- omnivore
- veffari
- huldumenn
- palmig
- perlaoghvolparnir
- hafstein
- proletariat
- rafng
- raksig
- fredrik
- raudurvettvangur
- undirborginni
- runarsv
- salmann
- fullvalda
- bjornbondi99
- safi
- siggi-hrellir
- siggith
- zunzilla
- sindri79
- stefans
- ses
- styrmirr
- svanurmd
- stormsker
- ace
- tilkynning
- zerogirl
- torfis
- torfusamtokin
- tryggvigunnarhansen
- kreppuvaktin
- belladis
- vantru
- vilhjalmurarnason
- kuba
- yousef
- thjodarheidur
- hallormur
- thorrialmennings
- vivaldi
- thorarinneyfjord
- tbs
- thorgnyr
- thorsaari
- oernolafs
Athugasemdir
Hárrétt! og mikil er ábyrgð fjölmiðlanna, þykjast vera hlutlausir en eru stöðugt að reyna að innræta okkur ákveðin viðhorf gagnvart hinum ýmsu málum.
Ef menn vilja átta sig betur á hvað er í gangi í Sýrland og Úkraínu (og fleiri stöðum) mæli ég með að kíkja stundum á rt.com - til að fá aðra sýn á hlutina en þá sem vestrænu fjölmiðlarnir matreiða fyrir okkur.
Starbuck, 4.6.2014 kl. 23:33
Starbuck, myndirðu segja að RT, sem hét áður Russian Today, sé áreiðanlegur miðill?
Ég vitna í Vladimir Pútin: „Certainly the channel is funded by the government, so it cannot help but reflect the Russian government’s official position on the events in our country and in the rest of the world one way or another."
Wilhelm Emilsson, 5.6.2014 kl. 01:55
„Russia Today" átti þetta að vera. Spasiba :)
Wilhelm Emilsson, 5.6.2014 kl. 01:57
We support you all the way, Mr. Assad
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.6.2014 kl. 05:46
Ég er að segja að fjölmiðlar á Vesturlöndum séu ekki sérstaklega áreiðanlegir og sýni skakka mynd af því sem er raunverulega að gerast í heiminum, t.d. í Sýrlandi og Úkraínu. Ég veit ekki um neinn alþjóðlegan fjölmiðil sem er virkilega að reyna að vera hlutlaus í stóru málunum, ekki heldur RT. Það er vegna þess að miklir hagsmunir eru í húfi og eigendur þessara fjölmiðla vilja hafa áhrif á almenningsálitið. Ég er því að mæla með því að menn skoði bæði RT og vestræna fjölmiðla (og líka minni fréttaveitur sem eru á netinu) áður en þeir mynda sér sterkar skoðanir á málunum. Þeir sýna mjög ólíka mynd af því sem er að gerast og maður verður bara að að skoða hvað báðir eru að segja og reyna svo að sortera hvað er áróður og hvað er ábyrg umfjöllun. Alltaf gera ráð fyrir að einhverjir hagsmunir hafi áhrif á það hvernig fjallað er um málin.
Starbuck, 6.6.2014 kl. 20:27
Ég er sammála því að fólk ætti að skoða fleiri fjölmiðla en bara vestræna mainstream. Um hlutleysi er það helst að segja, að það er ekki til, það er enginn hlutlaus. Ég vil frekar lesa hlutdrægan fjölmiðil sem segir heiðarlegra frá því hvaða afstöðu hann tekur, heldur en hlutdrægan fjölmiðil sem þykist vera hlutlaus og villir þannig á sér heimildir.
Vésteinn Valgarðsson, 7.6.2014 kl. 06:15
Takk fyrir athugasemdirnar, Starbuck og Vésteinn.
Í fyrsta lagi eru ekki allir fjölmiðlar á Vesturlöndum eins. Það er munur á Fox fréttastöðinni og The Guardian, svo ég taki eitt lítið dæmi.
Það er um að gera að skoða fleiri en hefðbundna vestræna fjölmiðla. Ég vil frekar lesa fjölmiðil sem gerir sitt besta til að vera hlutlaus, heldur en áróðursmiðil. En ef fjölmiðill er hlutdrægur og reynir ekki að fela það, þá getur maður alveg virt það. En fjölmiðlar eins og Fox, RT og PressTV (rekin af stjórn Írans) þykjast vera hlutlausir, "Fair and Balanced" eins og Fox segir, en eru það ekki.
Hvaða fjölmiðlum mynduð þið mæla með, öðrum en RT.com?
Wilhelm Emilsson, 7.6.2014 kl. 20:38
Ég er áskrifandi að danska Dagbladed Arbejderen, sem er með heimasíðuna www.arbejderen.dk og eru þar staðgóðar fréttir og fréttaskýringar af dönskum og alþjóðlegum málum. Arbejderen er eina flokkspólitíska dagblaðið í Danmörku í dag, gefið út af Kommunistisk Parti.
Ég les líka oft World Socialist Web Site, www.wsws.org, sem Socialist Equality Party í Bandaríkjunum stendur fyrir.
Stundum les ég kínverska Xinhua, http://www.xinhuanet.com/english/home.htm og Al Jazeera o.fl. o.fl. -- það er vitanlega nokkuð "ad hoc" eftir því hvað það er sem ég er að skoða.
Tek þó fram að Rúv.is er gjarnan fyrsta síðan sem ég skoða á netinu. En ef það er eitthvert mál þar sem ég held að séu fleiri hliðar en birtast þar, þá les ég víðar.
Vésteinn Valgarðsson, 9.6.2014 kl. 09:41
Takk kærlega fyrir góðar upplýsingar, Vésteinn.
Wilhelm Emilsson, 10.6.2014 kl. 00:33
Það átti vitanlega að standa "Dagbladet", ekki "Dagbladed". En ekkert að þakka.
Vésteinn Valgarðsson, 10.6.2014 kl. 21:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.