Krónunni kennir illur græðari

Það er eðlilegt að taka upp 500 krónu mynt ef svo fer sem horfir. Og þar á eftir 1000 krónu mynt og 50.000 krónu seðil.

Minnsta einingin sem er í umferð hér í Danmörku, þar sem ég er niðurkominn, er fimmtíueyringur. Eða hálfkróna, eins og hann er vanalega kallaður. Hann er ígildi 11 íslenskra króna og það þarf ekki minni einingu.

Að hugsa sér, ég man þegar íslenskir fimmeyringar voru til. Þá var nú gaman að lifa, ha?

Vandamálið við íslensku krónuna er að annarri hverri krónu er stolið af okkur. Því væri hægt að breyta með því að félagsvæða fjármálakerfið. Sjá nánar í stefnuskrá Alþýðufylkingarinnar -- og enn fremur í erindi Þorvaldar Þorvaldssonar: Félagsvæðing fjármálastarfseminnar.


mbl.is 500 krónu mynt í stað seðils
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

En fjármálakerfið er félagsvætt.  Hefur verið það síðan alltaf.  Kannski ekki á þann hátt sem þú meinar, en ábyrgðin hefur alltaf verið samfélagsins, ekki eigenda fyrirtækjanna.

Ásgrímur Hartmannsson, 20.11.2014 kl. 23:12

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Það er ekki það sem við meinum með orðinu félagsvæðing. Lestu stefnuskrána.

Vésteinn Valgarðsson, 20.11.2014 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband