Hjúkk, nú anda ég léttar

Ég játa að það hvarflaði að mér augnablik, að forsætisráðherra Íslands væri haldinn barnalegum hégóma, sem hann þó hefði vit á að láta fara leynt. Núna sé ég að þetta er allt eðlilegt, og er því hættur við að afþakka fálkaorðuna þegar þar að kemur að ég verði tilnefndur til hennar.


mbl.is Ekki tilkynnt um allar orðuveitingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Sæll Vésteinn.

Finnst þér það eðlilegt að ekki sé tilkynnt um allar
orðuveitingar?

Ég vil t.d. gjarna vita þegar þér verður veitt orðan.

Húsari. (IP-tala skráð) 26.12.2014 kl. 21:53

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Þegar ég fæ orðuna verð ég svo rogginn yfir því að það mun hvorki fara fram hjá þér né neinum öðrum. Ég mun ekki láta nægja að ganga með hana dagsdaglega, heldur mun ég nota hana sem nk. titil. T.d. mun ég skrifa í "um höfund" á blogginu mínu að ég sé handhafi fálkaorðu.

Vésteinn Valgarðsson, 27.12.2014 kl. 11:19

3 identicon

Sæll Vésteinn.

Mér léttir mjög við skorinort svar þitt.

Þá er ekki annað en að semja sjálfur þann
rökstuðning fyrir orðunni sem skráður verður
þegar þar að kemur.

Húsari. (IP-tala skráð) 28.12.2014 kl. 01:10

4 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Rökstuðning? Þarf eitthvað annað en hégómlega löngun?

Vésteinn Valgarðsson, 28.12.2014 kl. 09:10

5 identicon

Sæll Vésteinn.

Þú þarft meðmælendur til orðunnar; að
fjöldi ábendinga berist Orðunefnd um ágæti þitt
semog verðskuldan og fellur í hlut Orðunefndar
að setja fram rökstuðning fyrir veitingu orðunnar 
þér til handa sem gæti t.d verið "störf í þágu
lands og þjóðar" ef það á fyrir þér að liggja,
sem ekki er ólíklegt, að taka sæti á Alþingi.

Húsari. (IP-tala skráð) 29.12.2014 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband