Mjög gildishlaðin greining

Nú getur það vel verið að Jón Gnarr mundi éta Ólaf Ragnar lifandi ef þeir tækjust á í kosningum, sem kæmi mér að vísu á óvart miðað við aldur Ólafs. Vita þetta ekki annars allir Íslendingar? Og hvað er "ráðgjaf­ar- og rann­sókn­ar­fyr­ir­tæk­ið Ver­dicta"? Ég get alveg fallist á að svona greining hafi eitthvert fréttagildi, þótt hún sé gildishlaðin, en væri ekki eðlilegt að láta einhverja fyrirvara fylgja? Ég bara spyr.

Að Ólafur Ragnar hafi talað "gagnstætt sumum gildum þjóðarinnar"? Sér einhver þversögnina í þeim ummælum að hann tali fyrir "gamaldags sjónarmiðum, t.a.m. einangrun og traustara sambandi við Rússa og Kínverja"? Meinar höfundur þessarar greiningar að ESB sé nútíminn, fullveldi sé gamaldags, já í raun sama og einangrun?

Ég tilheyri væntanlega hópi þeirra "sem vilja bylta þjóðfélaginu", en hvað er "týnda hægrið"?


mbl.is Ólafur myndi tapa fyrir Jóni Gnarr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband