"Okkar" íslamska ríki

Á meðan vestræn ríki æðrast (með réttu) yfir óþokkunum í IS, en hindra hvorki Flóaaraba né Tyrki í að aðstoða þá, né hjálpa sýrlenska hernum að berjast gegn þeim, þá sitja aðrir óþokkar í friði í hinu íslamska ríkinu, Saúdi-Arabíu, og eiga að heita vinir okkar. Gott ef ekki meiriháttar bandamenn í stríði gegn hryðjuverkum og, haldið ykkur nú fast, í baráttunni fyrir lýðræði. Gefa þeir íslamistunum í Írak og Sýrlandi þó ekkert eftir í aftökunum, svo ég nefni bara eitt dæmi. Það er ekki einu sinni hægt að kalla þetta lélegan brandara. Einu sinni sagði einhver háttsettur Kani að einhver harðstjórinn væri kannski tíkarsonur, en hann væri allavega okkar tíkarsonur. Nú mætti, að breyttu breytanda, segja að Saúdi-Arabar séu okkar íslamska ríki.


mbl.is Kona hálshöggvin fyrir morð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sádarnir voru á bak við það á níunda áratugnum að fella Sovétríkin með því að halda uppi nógu miklu framboði á olíu á heimsmarkaðnum til þess að koma verðinu niður. 

Þeir gera það sama nú og þess vegna eru þeir "ósnertanlegir", "the untuchables". 

Ómar Ragnarsson, 17.1.2015 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband