Hefur herskár íslamismi eitthvað með íslam að gera?

Það er ekki hægt að slíta sundur eitt trúarbragð og túlkun á því sama trúarbragði, þótt hún sé herská. Það koma auðvitað fleiri breytur inn í, efnahagslegar, pólitískar o.fl., og svo þessi vel þekkta dýnamík, þar sem þjóðfélagshópur er framandgerður, hæddur, smánaður eða eftir atvikum ofsóttur, til að auðvelda afturhaldssömum öflum að deila og drottna yfir þjóðfélaginu. Ísland er (því miður) engin undantekning á þessu.

Það eru til ýmsar túlkanir á íslam, eins og á kristni, og það hlýtur að vera eitthvert samspil hefðar og hagsmuna sem ræður því hvaða túlkun er ríkjandi á tilteknum stað og tiltekinni stund. Þannig að það er hvorki rétt að íslam orsaki alltaf öfgar, né að það geri það aldrei.

Að mismuna múslimum sem slíkum, eða að ofsækja þá, eða að taka þátt í að espa upp andúð á þeim, það er eitt af því skaðlegasta sem vesturlönd geta gert í stöðunni. Fyrir einhver annarleg öfl er það auðvitað fýsilegt, það getur vissulega opnað möguleika á öðrum leiðum til að njósna og beita ofbeldi til þess að ná eða halda völdum.

Sá sem tekur undir þetta rasíska æsingatal, tekur þátt í að ydda mótstöðuna. Hann tekur þátt í að herða hnútana, auka spennuna. Fórnarlömbin verða ekki einu sinni "bara" múslimar. Heldur við öll.

Sá sem tekur þátt í æsingnum hjálpar hryðjuverkamönnunum að ná markmiðum sínum.

Er það ekki annars bannað með lögum?


mbl.is Hafa ekki næga þekkingu á trúnni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband