4.3.2015 | 23:58
Aðild að þrotabúi
Evrópusambandið er bandalag evrópsks einokunarauðvalds og auðhringa um hagsmuni sína. Þar ræður fjármagnið för, gjarnan í samfloti við iðjuhölda og stórfyrirtæki.
Ein stór blekking ESB-sinna er að sambandið ráði í raun litlu um innri málefni aðildarríkjanna. Önnur stór blekking ESB-sinna er að gera lítið úr lýðræðishalla Evrópusambandins. Það gefur tóninn í öllum meginmálum, nema kannski trúmálum ef einhver telur þau ennþá til meginmála. Þegar það stjórnar ekki með beinum tilskipunum stjórnar það með því að láta ríkin sjálf ákveða hlutina. Líkt og þegar ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms tók sjálf ákvarðanir um að fara eftir öllum ráðleggingum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Eða líkt og þegar skuldari ákveður sjálfur að fara eftir ráðleggingum handrukkarans sem forðar honum þannig frá verri hlutum.
Þriðja blekkingin er að setja samasemmerki milli Evrópusambandsins og Evrópu. Evrópa er landfræðilegt hugtak og ekkert getur breytt því að Ísland er Evrópuríki. Og Noregur líka, og Rússland og Hvítarússland og Albanía og Serbía og Sviss.
Áhyggjur af örlögum útgerðarinnar ef við gengjum í ESB eru gild ástæða til efasemda eða andstöðu. Þær eru samt ekki mín höfuðástæða. Sem pólitískt og efnahagslegt bandalag heimsvaldaauðvaldsins, er Evrópusambandið bakhjarl fyrir auðvald sérhvers aðildarríkis. Þar er auðvaldsskipulagið beinlínis bundið í stjórnarskrá. Það er ekki hægt að byggja upp félagslegt fjármálakerfi eða efnahagskerfi og ekki einu sinni félagslegt velferðarkerfi í landi sem er innan Evrópusambandsins. Auðvaldsskipulagið er reyndar líka bundið í stjórnarskrá Íslands - en henni getum við sjálf breytt, án þess að þurfa fyrst að breyta stjórnskipan heillar heimsálfu með einróma samþykki.
Fjórða blekkingin er að Evrópusambandið sé einhver málstaður vinstrimanna, eitthvert bákn félagslegs réttlætis og regluverks til að hafa hemil á auðvaldinu. Það spillir að vísu fyrir þjóðlegu borgarastéttinni, eins og íslenskum útgerðarmönnum, en styrkir þá alþjóðlegu því meir í sessi. Með tímanum rýrnar því og hverfur þjóðleg borgarastétt í aðildarlöndunum. Hagsmunir þeirra fyrirtækja sem eftir lifa samtvinnast aðildinni. Efnahagslífið grær fast. Þannig að eins og ljósmóðirin var vön að segja þegar konunum gekk illa að fæða, þá er auðveldara í að komast en úr að fara.
Mínir fyrrverandi félagar í VG kalla það alltaf svo að hagsmunum Íslands sé best borgið utan Evrópusambandsins. Það er mjög varfærnislega orðað. Óeðlilega varfærnislega. Hagsmunum Íslands - alla vega alþýðu Íslands - er beinlínis ógnað af ESB-aðild. Ef við vildum koma hér á félagslega reknu fjármálakerfi eða öðrum sósíalískum ráðstöfunum, væri ESB-aðild ekki girðing heldur borgarmúr í veginum. EES-aðildin getur verið það líka, en það er þó auðveldara að losna úr henni ef því er að skipta.
Ég skil hins vegar vel að stjórnendur í ýmsum atvinnugreinum, eins og verslun, sumum iðnaði og fjármálabraski (ef brask telst atvinnugrein) sjái hagsmuni í aðild.
Núverandi krísa evrunnar, atvinnuleysið og skuldafjallgarðarnir breyta í sjálfu sér engu um ófýsileika inngöngu. Hún var ófýsileg og er ófýsileg. Bara ennþá meira núna en áður fyrr. Að minnsta kosti fyrir flestallt venjulegt fólk. Það er eitt skýrasta dæmið um tækifærismennsku og reiðarek margra evrópskra vinstriflokka, að átta sig ekki á þessu.
Til allrar hamingju fyrir Ísland, er hér til einn vinstrisinnaður stjórnmálaflokkur sem hefur einarða og samkvæma stefnu um afdráttarlausa og trúverðuga andstöðu gegn ESB. Það er Alþýðufylkingin.
Jón Baldvin ekki orðinn afhuga ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.3.2015 kl. 06:12 | Facebook
Athugasemdir
Mjög góð grein.
Snorri Hansson, 5.3.2015 kl. 02:10
Allir á Íslandi sem vilja ganga í Evrópusambandið geta alveg gert það nú þegar, það er í suðaustur frá Eyrarbakka.
Guðmundur Ásgeirsson, 5.3.2015 kl. 13:05
Dálítið hætt við gangtruflunum leggi maður af stað gangandi....
ls (IP-tala skráð) 5.3.2015 kl. 14:56
:)
Guðmundur Ásgeirsson, 5.3.2015 kl. 15:12
*Ein stór blekking ESB-sinna er að sambandið ráði í raun litlu um innri málefni aðildarríkjanna.
Hafandi "kíkt í pakkann" (lesið lissabonsáttmálann) þá ráða aðildarríkin hinu og þessu sjálf.
Annars eru innri málefni fyrir þeim aukaatriði. Aðalatriðin eru að þeir stjórna við hverja má og má ekki stunda viðskipti.
Sem er það sem útflutningaðilar (sjávarútvegurinn) sér að þessu.
Það eru þessar hömlur sem samkeppnisaðilar Kosts binda vonir við. Svona sem dæmi.
*Þegar það stjórnar ekki með beinum tilskipunum stjórnar það með því að láta ríkin „sjálf“ ákveða hlutina. Líkt og þegar ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms tók „sjálf“ ákvarðanir um að fara eftir öllum „ráðleggingum“ Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Þeim er kannski vorkunn, þar sem þau eru kommar af gamla skólanum. Þau ólust upp við að taka bara við tilskipunum frá sovétinu. Það koma bara lítill pistill öðru hvaor þar sem þeim var sagt hvað átti að hugsa, og þau hugsuðu það.
Nú er sovétið farið á hausinn. Þá hefur verið úr vöndu að ráða. ESB stendur til boða...
*Fjórða blekkingin er að Evrópusambandið sé einhver málstaður vinstrimanna, eitthvert bákn félagslegs réttlætis og regluverks til að hafa hemil á auðvaldinu.
Ja, það mun vissulega hafa hemil á auðvaldinu. Það er alveg öruggt. Ekki er þetta nein frjálshyggju-stofnun.
*Það spillir að vísu fyrir þjóðlegu borgarastéttinni, eins og íslenskum útgerðarmönnum, en styrkir þá alþjóðlegu því meir í sessi.
Það verður víst að vera einhver borgarastétt, annars verður misskiftingin alger. Og þá verða peningar ekki vandamálið, vegna þess að enginn á þá nema kannski í mesta lagi 1% af öllum. Og þeir færu með öll völdin líka.
*Efnahagslífið grær fast.
Svo deyr það við minnstu breytingu, vegna þess að það skortir sveigjanleika.
Það er það sem er að drepa allt á Spáni og í Frakklandi. Spánn náði sér aldrei eftir Franco. Frakkland ekki eftir Napoleon.
*Mínir fyrrverandi félagar í VG kalla það alltaf svo að „hagsmunum Íslands sé best borgið utan Evrópusambandsins“. Það er mjög varfærnislega orðað.
Hvernig ættu þeir að orða það öðruvísi? Fara út í smáatriði? En það tæki ansi langan tíma.
*Óeðlilega varfærnislega. Hagsmunum Íslands - alla vega alþýðu Íslands - er beinlínis ógnað af ESB-aðild.
Blessaður vertu, alþýðan yrði lítils vör. Fyrirtækin myndu sum lenda í veseni, ekki önnur.
Þetta er svona dæmi sem hefur kosti og galla, en þessir kostir og gallar skiftast ekki jafnt á alla. Sumir fá bara galla, sumir fá bara kosti, fyrir suma jafnast það út.
*Ef við vildum koma hér á félagslega reknu fjármálakerfi eða öðrum sósíalískum ráðstöfunum, væri ESB-aðild ekki girðing heldur borgarmúr í veginum. EES-aðildin getur verið það líka, en það er þó auðveldara að losna úr henni ef því er að skipta.
Hver er með félagslega rekið fjármálakerfi? Gott er að komast að því fyrst, svo maður geti skoðað það, og séð hvernig það hefur reynst í raunveruleikanum.
Hlutir virka aldrei í veruleikanum eins og þeir eiga að gera á pappír.
*Núverandi krísa evrunnar, atvinnuleysið og skuldafjallgarðarnir breyta í sjálfu sér engu um ófýsileika inngöngu.
Aðildarlöndin geta sjálfum sér um kennt. Þegar maður tekur upp gjalmiðil sem maur getur ekki stjórnað sjálfur, er eins gott að maður sé með ansi sveigjanlegt hagkerfi.
Enginn í evrópu virðist vera með nokkup sveigjanlegt hagkerfi. Þvert á móti.
*Til allrar hamingju fyrir Ísland, er hér til einn vinstrisinnaður stjórnmálaflokkur sem hefur einarða og samkvæma stefnu um afdráttarlausa og trúverðuga andstöðu gegn ESB. Það er Alþýðufylkingin.
Nei takk. Sjálfstæðisflokkurinn er þegar of langt vinstra megin við miðju fyrir minn smekk.
Ásgrímur Hartmannsson, 5.3.2015 kl. 20:07
Ásgrímur, ég geri mér engar grillur um að Alþýðufylkingin höfði til þín og hún er heldur ekki ætluð til þess. Jóhanna og Steingrímur eru ekki og hafa aldrei verið "kommar af gamla skólanum" og ég fullyrði að þau hafi aldrei tekið við einhverjum fyrirmælum frá Sovétríkjunum. Ég þekki ekki til að neinu ríki sé stjórnað eftir útópíu frjálshyggjunnar, enda er borgarstéttin praktískari en svo að láta draumóra ganga fyrir beinhörðum hagsmunum. Það eru einmitt þeir - beinharðir hagsmunir auðvaldsins - sem ESB gengur út á. Þar er það einmitt um það bil 1% þeirra ríkistu sem eiga megnið af eignunum og hafa megnið af völdunum. Það er í áttina að því hérna líka - en á meðan Ísland er fullvalda (les: utan ESB) getum við breytt því án þess að ná einróma samþykki heillar heimsálfu fyrst. Ég ætla ekki að svara því hvernig VG ættu að orða sína stefnu (eða stefnuleysi). En það yrði dýrt spaug fyrir alþýðuna að ganga í ESB. Það sýnir reynsla landanna sem eru þar nú þegar. Auðvaldið hagnast, alþýðunni blæðir.
Vésteinn Valgarðsson, 6.3.2015 kl. 00:16
Ásgrímur ,þýska bankakerfið er að stórum hluta félagslegt og samanstendur að mestu af smábönkum.
40% af kerfinu er í opinberri eigu sem litlir hverfisbankar 30% eru einskonar sparisjóðir í eigu heimamanna og 12% eru í höndum stóru alþjóðlegu bankanna.
Það er talið að þetta hafi orðið til þess að þýskaland slapp að mestu við kreppuna 2008. Við þekkjum líka að efnahagur Þýskalands er með miklum ágætum.
Þetta hefur líka gert að verkum að það hefur ekki orðið bólumyndun í Þyskalandi síðan um stríð
Nú sækir ESB mjög að þessu fyrirkomulagi með reglugerðarverki sem er óhagstætt þessum smábönkum
Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 6.3.2015 kl. 15:00
Ég gleymdi að láta fylgja með link á viðtal við Professor Richard Werner þar sem hann skýrir þetta með ágætum á máli sem allir skilja.
https://www.youtube.com/watch?v=LQOeVnGqtuY
Borgþór Jónsson, 6.3.2015 kl. 15:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.