Vonbrigði?

Ef Netanyahu verður áfram forsætisráðherra Ísraels eru það afleitar fréttir fyrir fólk sem er á móti því að palestínsk börn séu myrt. Ekki það, að "zíonistabandalagið" - sem um það bil það sama og Verkamannaflokkurinn, með nýtt nafn, ef mér skjátlast ekki - er ekki líklegt til að friðmælast heldur. En Netanyahu lýsti því beinlínis yfir í kosningabaráttunni að ef hann fengi sigur, yrði ekki stofnað neitt palestínskt ríki. Tveggja ríkja lausnin svokallaða er reyndar löngu dauð, ef hún var ekki andvana fædd. Það er kannski ástæðan fyrir því að John Kerry tönnlast ennþá á henni. Og Mahmoud Abbas, sem sumir ganga svo langt að kalla kvisling.

Ég set spurningarmerki í titilinn á þessari færslu, vegna þess að þótt maður voni auðvitað að það komi einhver vonarglæta í ísraelsk stjórnmál, þá bjóst maður svo sem ekki við miklu. Þannig að það er skilgreiningaratriði hvort vonbrigði eru rétta orðið til að nota.


mbl.is Netanyahu lýsir yfir „miklum sigri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vésteinn ég held að það skipti engu mali kvaða flokkur vinur eigandinn er sá sami

https://www.youtube.com/watch?v=GlLE5X0IBAA

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 18.3.2015 kl. 08:39

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Helgi, vera má að það sé rétt. Það eru ekki allir ísraelsku flokkarnir jafnslæmir, en öfgamenn mundu örugglega spilla mikið fyrir friðarsinnaðri ríkisstjórn, ef hún kæmist til valda.

Vésteinn Valgarðsson, 18.3.2015 kl. 12:26

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hamas drepur börnin í boði fábjána á Vesturlöndum.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 18.3.2015 kl. 15:50

4 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Villi málefnalegur sem endranær.

Hjálmtýr V Heiðdal, 18.3.2015 kl. 16:22

5 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ekki voru það Hamas sem gerðu loftárásir á Gaza á síðasta ári.

Vésteinn Valgarðsson, 18.3.2015 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband