Tvær athugasemdir vegna Hvíta stríðsins

Í greininni í Mogga er haft eftir Skafta Ingimarssyni að eftir að Nathan Friedman greindist með trachome, þá "Ráðlögðu læknar að hann færi þegar úr landi og fengi meðferð í Danmörku." Ekki rengi ég það -- en það mætti líka koma fram að í áliti Andrésar Fjeldsted, augnlæknis og langafabróður míns, kom fram að (a) sjúkdómurinn væri ekki bráðsmitandi og (b) það væri hægt að meðhöndla drenginn á Íslandi.

Í lok greinarinnar er haft eftir danska sendiherranum að "Hingað til hafi stéttaskipting ekki þekkst í þessu lýðræðislega samfélagi, stéttarígur væri óþekktur og fyrst á síðastliðnum árum [skrifað 1921] að farið hafi að bera á auðmannastétt." -- Það fylgir sögunni að greining Danans sé "athyglisverð". Að kalla Ísland í byrjun tuttugustu aldar eða seinni part nítjándu aldar "lýðræðislegt" eða að þar hafi stéttaskipting "ekki þekkst" er út í hött. Kannski er sendiherrann að bera saman við stéttaskiptinguna í Danmörku, sem var auðvitað mjög skýr og sýnileg -- en það var svo sannarlega mikil stéttaskipting á Íslandi líka.


mbl.is Ný skjöl fundin um „hvíta stríðið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Trachoma is very contagious and almost always affects both eyes.

http://www.mayoclinic.org/diseases-conditions/trachoma/basics/definition/con-20025935

Trachoma is caused by a type of bacteria called Chlamydia trachomatis, which can be highly contagious.

http://www.hse.ie/eng/health/az/T/Trachoma/Diagnosing-and-treatment-of-trachoma.html

Trachoma is simple to treat. However, it's highly contagious and the risk of re-infection is high.

http://www.nhs.uk/Conditions/Trachoma/Pages/Introduction.aspx

Kristinn (IP-tala skráð) 12.4.2015 kl. 01:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband