Ekki vera gunga, Dagur

Ákvörðunin um að undirbúa og útfæra sniðgöngu á ísraelskum vörum er bæði djörf og þörf. Þar sem það var í alla staði fyrirsjáanlegt að áróðurs- og lobbímaskína zíonista mundi gjósa eins og eldfjall við það að borgin tæki þessa ákvörðun, hefðu Dagur & Co. líka átt að vera viðbúin því að verja ákvörðunina. Það er hæglega hægt að túlka orðið "útfæra" þannig að sniðgangan taki til allra vara sem eru framleiddar í landtökubyggðum á hernumdu svæðunum og að hún taki til annarra ísraelskra vara eftir því sem hægt er eða gerlegt. Klaufaskapurinn er að taka ákvörðunina og hafa ekki göts í að standa við hana.


mbl.is Hefur skaðað meirihlutann í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

-Lobbímaskína zíonista mún gjósa eins og eldfjall- Rétt. Ég man aldrei eftir að Zíonistar hafi gefir eftir í sínum kröfum og þá sérstaklega þegar peningar eru annarsvegar. Mjög sennilega munu Zíonistar, fyrir hönd Ísrael, gera gígantískt háa fjármagnskröfu, vegna skaðans sem meirihlutinn í Reykjavík hefur kostað Ísrael. Uppsagnir starfsfólks(araba) og atvinnuleysi, fjárhagslegan skaða fyrirtækja, minni innkomu á skatti til hins opinbera o.fl. o.fl. Þeir munu finna allt til og meira en það og gefast aldrei upp. ALDREI. Verði ykkur að góðu Reykvíkingar, sem kusuð þessi vitgrönnu lókalsinnuðu viðrini yfir ykkur.

Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 21.9.2015 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband