27.9.2015 | 10:59
"Á skjön við sögulegan sannleik"
"en ekkert land missti fleiri íbúa í styrjöldinni"
Það vita allir að ekkert land missti fleiri en íbúa í seinni heimsstyrjöldinni heldur en Sovétríkin, enda báru þau hitann og þungann af baráttunni gegn nasistum, færðu langstærstu fórnirnar og stóðu uppi sem sigurvegari við stríðslok. Á okkar dögum er það kallað "á skjön við sögulegan sannleik" þegar hetjudáða Sovétmanna er minnst, enda skrifa sigurvegararnir söguna og það sem menn kalla "sögulegan sannleik" á hverjum tíma endurspeglar ríkjandi hagsmuni.
Póllandi millistríðsáranna var stjórnað af herforingjastjórn, svartasta afturhaldi, sem sá ekki Þjóðverja heldur Sovétmenn sem aðalógnina. (Það er kannski skiljanlegt í ljósi stríðsins sem þeir háðu ekki svo mörgum árum áður.) Kommúnistaflokkurinn var bannaður í Póllandi, og fleiri stjórnarandstöðuflokkar, og það má líka halda því til haga að Pólland fékk sneið af Tékkóslóvakíu í Münchenarsamningnum 1938. Þannig að þetta voru nú engir englar sem réðu Póllandi í þá daga.
Því er við að bæta að ég held að nasistar hafi framið Katyn-fjöldamorðin.
Að hluta Pólverjum að kenna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Vésteinn.
Veit ekki betur en að Rússar hafi sjálfir
viðurkennt að hafa staðið að Katyn morðunum.
Lengi má staldra við þessi orð: sögulegur sannleikur.
Hver skyldi nú vera hinn sögulegi sannleikur um Auschwitz?
Húsari. (IP-tala skráð) 27.9.2015 kl. 12:53
Sovétmenn bókstaflega játuðu að hafa framið Katyn fjöldamorðin.Þeir földu það í mörg ár þar sem Nasistar uppgötvuðu og kærðu þau. Þeir hinsvegar bókstaflega játuðu verknaðinn.
Gunni (IP-tala skráð) 27.9.2015 kl. 14:42
Ég tek ekkert mark á því þegar Gorbatsjof eða Jeltsín "játa" að Stalín hafi gert eitthvað, sérstaklega ekki þegar þeir leggja fram skjöl því til sanninda og skjölin bera merki um að vera fölsuð.
Vésteinn Valgarðsson, 27.9.2015 kl. 15:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.