28.9.2015 | 15:09
Ályktun Alþýðufylkingarinnar um mál flóttamanna
Alþýðufylkingin er þeirrar skoðunar að Ísland ætti að taka við eins mörgum flóttamönnum og mögulegt er. Bæði vegna þess að sjálfsagt er og rétt að hjálpa þeim sem þurfa á hjálp að halda og vegna þess að Ísland ber ákveðna ábyrgð á flóttamannstraumnum í gegnum stuðning við stríð sem hafa rekið fólk á flótta, og okkur ber því að axla þá ábyrgð. Eins og allir vita flýr fólk nú stríðsátök í milljónatali með von um tækifæri til að lifa eðlilegu lífi. Það er ekki hægt að skorast undan þeirri ábyrgð að veita þeim alla þá aðstoð sem við getum boðið. Það ástand sem skapast hefur í mörgum ríkjum Miðausturlanda er að mestu leyti afsprengi vestrænnar hernaðaríhlutunarstefnu auk þess sem hún hefur gert illt verra í þeim átökum sem ekki skrifast á hana beint.
Alþýðufylkingin fordæmir einnig þá stefnu sem ríkt hefur í málefnum flóttafólks hjá bæði stjórnvöldum Íslands og Evrópusambandsríkjunum. Nú þegar ekki er lengur hægt að hunsa vandann, ýta honum undan sér og að safna fólki saman í flóttamannabúðir í þeirri von að það hverfi, þegar vandinn hefur fengið að vinda upp á sig svo rækilega ekki var hægt að loka augunum fyrir honum lengur reyna stjórnvöld Evrópuríkja að koma sér saman um aðgerðir sem líklega reynast of lítið, of seint. Það er engan vegin boðlegt að taka við ákveðnum fjölda flóttafólks í eitt skipti og halda svo áfram þeirri stefnu að senda fólk úr landi til að safna þeim saman í flóttamannabúðum. Grundvallarstefnubreytingu er þörf ekki bara á Íslandi heldur í Evrópu. Stríðsátökunum sem fólkið flýr, með öllu því ofbeldi og upplausn sem þeim fylgir, virðist ekki vera að fara að ljúka neitt á næstunni.
Það er mikilvægt að tekið sé vel á móti því flóttafólki sem hingað kemur, það upplifi sig raunverulega velkomið og hafi öll sömu tækifæri, réttindi og skyldur og aðrir íbúar landsins. Þegar í hræðsluáróðri vísað er til innflytjendavandamála í nágrannalöndum okkar er með yfirborðskenndum og villandi hætti vísað til félagslegra vandamála sem sköpuð eru og viðhaldið er fyrst og fremmst vegna jaðarsetningar og stéttskiptingar. Vandamálið er ójöfnuður, félagslegur og efnahagslegur, en ekki uppruni, menning eða trúarafstaða.
Við eigum að stela slagorðinu af fótstalli Frelsisstyttunnar og gera það að okkar: Gefið mér ykkar þreyttu, fátæku og kúguðu sem þrá að draga andann frjálsir!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvenær hættir eistaklingur að vera flóttamaður og verður ævintýramaður? Er hann flóttamaður eftir sjö landa sýn og lendir á spenanum í Svíþjóð, sem alltaf var hans ætlunarverk frá upphafi? Er það arabískur flóttamaður í Belgíu, sem HEIMTAR betri mat og aðbúnað af heimamönnum og þykist vera Sýrlendingur? Nei, þetta er frekt ævintýrafólk. Eru það flóttamenn, allt karlmenn, sem neita að fara út úr rútunni á áfangastað, af því að það er of langt frá höfuðborginni og ekki hægt að njóta lífsins? Ég vil ekki svona fólk til Íslands. Málaflokkurinn "flóttafólk", í Svíþjóð, fékk aukafjárveitingu upp á 16 milljarðir, til að standa undir kostnaði ríkis og sveitarfélaga. Það kostar að taka á móti flóttafólki, þótt vinstrisinnar hafi aldrei viðurkent það og tali um hagnaðinn á innflytjendum. Það er rétt, að þúsundir svía hafa fengið vinnu við að aðstoða flóttafólk, en að sjálfsögðu eru launin greidd af ríki og bæ. Þetta fólk vill að sjálfsögðu að það komi inn fleiri flóttamenn, til að halda vinnunni. Hver á að ákveða þennann fjölda "flóttamanna", sem koma til landsins og hvar á að koma þeim fyrir? Einhver bauð sumarbústaðinn sinn í Hrísey. LOL. Er nóg atvinna þar? Hvar er skólinn? Þið eruð barnalegir vinstrisinnarnir. Þið hafið ályktanir og eruð afskaplega góðhjartaðir, en hafið engar heilvita lausnir og sjáð ekki afleiðingar gjörða ykkar. Svíaríki er mjög gott dæmi.
Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 28.9.2015 kl. 16:55
Æ, finnst þér við barnalegir að vilja hjálpa fólki í neyð? Finnst þér barnalegt að kasta bjarghring til drukknandi manns? Eða hefði það verið barnaskapur að taka við gyðingunum sem flúðu hingað á 4. áratugnum? Þér finnst þá væntanlega fullorðinslegt að láta bara eins og maður sjái ekki neyð annarra, láta eins og maður sjái ekki drukknuðu börnin í flæðarmálinu. Þú hefur sjálfsagt nóg með þitt og ekki aflögufær til að bjarga nokkrum ókunnugum mannslífum, hvað þá ef það eru dökkir útlendingar.
Vésteinn Valgarðsson, 29.9.2015 kl. 22:39
Vésteinn, fátæku fjölskyldurnar á Íslandi eiga að gang fyrir. Mér skilst að þær séu í þúsundunm sem þiggja mat og klæði fyriir börnin sín, en hið opinbera gerir ekki neitt.
Forgangverkefni á alltaf að snúa að heimamönnum fyrst og tryggja þeim öryggi. Og síðan koma hinir, ef fjármagn leyfir.
Gyðingarnir sem komu hér á 4. áratugnum, höfðu fjármagn og fjármálavit og það var ríkisstjórnin hrædd við, þeir hefðu örugglega byggt upp allt annað hagkerfi og rifið upp efnahaginn á mikklu stittri tíma og tekið yfirráðin
þeir hofðu sambönd út um allan heim og hafa enn.
Það voru bretarnir á Íslandi, sem sendu þjóðverjana í bresk fangelsi i stríðinu og þeir voru þar út öll stríðsarin.
Íslendingar geta ekki stýrt neinun efnahagsmálu nema með klúðri, nema gæluverkefnum.
Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 29.9.2015 kl. 23:17
1) Fátækir Íslendingar græða ekkert á því að neita að bjarga lífi ofsóttra útlendinga. Framlög til velferðarmála eru ekki föst stærð heldur pólitískt ákveðin.
2) Gyðingarnir sem komu á 4. áratugnum voru ofsóttir af nasistum. Það var níðingsverk að reka þá burt, reka þá í dauðann -- og það er níðingsverk að neita að taka við flóttamönnum.
Þú ert sjálfur barnalegur.
Vésteinn Valgarðsson, 30.9.2015 kl. 18:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.