8.10.2015 | 21:00
Bitlausar hótanir
Ég leyfi mér að efast um að Landssamband lögreglumanna standi fyrir því að áætla ólöglegar verkfallsaðgerðir eins og að misnota veikindarétt í kjarabaráttunni. (Misnota, segi ég, því að þótt tilgangurinn sé góður, þá er veikindaréttur til þess að nota í veikindum og ekki í neinu öðru.) Og ef LL er með puttana í þessu, hafa þeir örugglega vit á að fela slóðina nógu vel til að það sé ekki hægt að sanna neitt á sambandið. Þannig að hótanir um "réttarúrræði" gegn LL eru bitlausar -- en gætu vel hleypt meiri kergju í löggurnar sjálfar.
"Réttarúrræði" gegn einstökum löggum væru jafnvel ennþá vitlausari. Ef maður telur sig stórlega vanhaldinn af launum sínum, og fær einhver "réttarúrræði" ofan í kaupið -- nú, þá hygg ég að margir svari með löngutönginni og rói á önnur mið.
Það er annars skondið, að eina stéttin á Íslandi, sem fer leyfir sér að fara stundum ólöglegar leiðir til að berjast fyrir kjörum sínum -- það sé lögreglan.
Nú er lögreglunni bannað með lögum að heyja baráttu fyrir kjörum sínum. Ef ríkisvaldinu finnst það þurfa að banna einhverri stétt kjarabaráttu, þá fylgir því sú skylda að stéttin sé almennilega launuð.
![]() |
Ráðuneytið hótar lögreglu lögsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.