8.10.2015 | 21:13
Áróður og blekkingar í Sýrlandi
Ath.: "ónefndir bandarískir embættismenn" segja að flaugarnar hafi hæft Íran.
Og hvað með það?
Bandaríkin eru mótfallin því að Rússar blandi sér beint í Sýrlandsstríðið. Þau vilja koma Assad frá völdum, og í því skyni hafa þau og bandamenn þeirra vopnað og stutt allra handa hyski og rumpulýð. Þeim er alveg sama um mannlegan fórnarkostnað -- þau vilja bara koma Assad frá.
Bandaríkin dreifa því (skiljanlega) áróðri til að spilla fyrir Rússum. Til dæmis að hernaður þeirra sé klaufalegur -- flaugar hitti vitlaust land eða vitlausa hryðjuverkamenn.
Í því samhengi er vert að athuga að Bandaríkjamenn sjálfir skjóta mjög mikið á innviði Sýrlands -- rústa brúm, olíuhreinsunarstöðvum, stíflum, alls konar samfélagslega mikilvægum mannvirkjum (og fólki með, nema hvað) -- undir því yfirskini að ISIS sé á svæðinu. Er skrítið að það hvarfli að manni að ISIS sé öðrum þræði nokkurs konar fyrirsláttur til þess að hafa afsökun fyrir að eyðileggja innviðina, svo Sýrlendingar geti ekki notað þá lengur þegar herinn loksins gengur milli bols og höfuðs á þessum föntum?
Það er annars kyndugt hvað það eru óskýr mörkin milli þeirra sem Vesturveldin kalla vini og óvini sína þarna. "Hófsamir íslamistar" breytast skyndilega í ISIS þegar Kanar eru búnir að afhenda þeim bílfarmana af vopnum. Og þegar ISIS vantar ný vopn, þá dúkka allt í einu upp "hófsamir uppreisnarmenn".
Stýriflaugar hæfðu Íran | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
þetta er algert brjálæði. Sama hvernig litið er á það. Hvað ætli hnífurinn þurfi að snúast marga hringi í höndum BNA, áður en þeir átta sig á misgjörðum sínum? "So much power, but so little knowledga what to do with it" er grafskrift BNA í austurlöndum. Það eru að sjálfsögðu vopnaframleiðendurnir sem trekkja þessa maskínu áfram og því miður eru engin teikn á lofti um það að þetta muni neitt breytast á næstunni. "you eint seen nothing yet" er ég hræddur um.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 8.10.2015 kl. 22:11
URGENT! Russian Cruise Missiles Aimed At Syria Crash Into Iran
https://www.youtube.com/watch?v=KhyWmbNq9cc
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 8.10.2015 kl. 23:05
Smá viðbót frá BBC:
Iran's Irna news agency reported on Wednesday that an unknown flying object had crashed in the village of Ghozghapan in the Iranian province of West Azerbaijan, said to be under the missiles' flight path.
But conservative Iranian media described the reports of missiles landing in Iran as "psychological operations by the US against Moscow".
Wilhelm Emilsson, 9.10.2015 kl. 04:48
What do you expect when you send a boy to do man's job.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 9.10.2015 kl. 15:12
Ég held að oþarfi sé að tala um bandaríkjamenn lengur. Spurning nu er - hvað eru rússar að gera þarna? Tími bandaríkjanna er liðinn það má vera nokkuð ljost og nu virðist vera komið að Putin að blanda ser í málin. Ef menn skoða stöðuna vel þá skiftir ástandið í Sýrlandi minnstu máli fyrir Pútin. Það sem fyrir honum vakir er að sameina þjóðir á svæðinu eins og Iran, Irak og Sýrland sem síðan mun mynda bandalag gegn Sunnítum og Israel í framhaldinu. Fylgstu með og sjáðu hvernig þessum mál þróast á næstunni. Tyrkland gæti einnig fallið inn í þennan ramma ef vel er að gáð. Kveðja Indriði Kristjanssson
Indridi A. Kristjansson (IP-tala skráð) 9.10.2015 kl. 16:43
kannski snýst alt þetta um olíu og gas
Israel Grants 'Oil Rights' to Rupert Murdoch and Jacob Rothschild!
https://www.youtube.com/watch?v=CKas1owhzpU
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 10.10.2015 kl. 11:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.