2.12.2015 | 17:27
Af landsfundi Alþýðufylkingarinnar
Alþýðufylkingin hélt vel heppnaðan landsfund um helgina. Sjá hér um stjórnarkjör.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Skoðið þetta
- Aðalblogg mitt Blogspot-bloggið sem ég lít á sem aðalbloggið mitt
- Alþýðufylkingin Alþýðufylkingin
- DíaMat DíaMat - félag um díalektíska efnishyggju
- Rauður vettvangur Hugmyndafræðileg móðurstöð íslenskra marxista
- Félagið Ísland-Palestína Félagið Ísland-Palestína
- Friðarvefurinn Samtök hernaðarandstæinga
- Vantrú Vantrú
- SFR SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- ak72
- almal
- andreaolafs
- annabjo
- arikuld
- sjalfbodaaron
- skarfur
- arh
- astan
- asthildurcesil
- birgitta
- bjarnihardar
- dullur
- bjorndarri
- bjorn-geir
- binntho
- bumba
- bus
- austurlandaegill
- eignaupptaka
- einaraxel
- einarbb
- einarolafsson
- elfarlogi
- esbogalmannahagur
- eythora
- fsfi
- folkerfifl
- vidhorf
- hleskogar
- frussukusk
- bofs
- gik
- gurrihar
- gullvagninn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- palestinufarar
- haukurmh
- skinkuorgel
- skessa
- thjodviljinn
- odin
- hedinnb
- hildurhelgas
- himmalingur
- hjaltirunar
- gorgeir
- hjorleifurg
- hlynurh
- kulan
- isleifure
- kreppan
- jenfo
- jensgud
- svartur
- johannbj
- jg
- joiragnars
- johannpall
- islandsfengur
- jonbjarnason
- snjokall
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- julli
- bisowich
- askja
- kiza
- kreppukallinn
- andmenning
- krizziuz
- larahanna
- vistarband
- maggadora
- marinogn
- mariakr
- mortenl
- rust
- nytt-lydveldi
- omnivore
- veffari
- huldumenn
- palmig
- perlaoghvolparnir
- hafstein
- proletariat
- rafng
- raksig
- fredrik
- raudurvettvangur
- undirborginni
- runarsv
- salmann
- fullvalda
- bjornbondi99
- safi
- siggi-hrellir
- siggith
- zunzilla
- sindri79
- stefans
- ses
- styrmirr
- svanurmd
- stormsker
- ace
- tilkynning
- zerogirl
- torfis
- torfusamtokin
- tryggvigunnarhansen
- kreppuvaktin
- belladis
- vantru
- vilhjalmurarnason
- kuba
- yousef
- thjodarheidur
- hallormur
- thorrialmennings
- vivaldi
- thorarinneyfjord
- tbs
- thorgnyr
- thorsaari
- oernolafs
Athugasemdir
Hvernig er það, er Alþýðufylkingin demókratískur sósíalistaflokkur, eða er stefna flokksins bylting og einræði öreiganna með stéttlaust samfélag sem lokamarkmið?
Wilhelm Emilsson, 2.12.2015 kl. 19:42
það er ekki búið að ákveða það Willhelm.
Kveðja fráHouston
Jóhann Kristinsson, 3.12.2015 kl. 04:13
Alþýðufylkingin er að sjálfsögðu lýðræðislegur flokkur.
Vésteinn Valgarðsson, 3.12.2015 kl. 10:06
Takk fyrir svarið, Vésteinn.
Ég hef áhuga á því hvar Alþýðufylkingin stendur á litrófi stjórnmálanna. Marxismi gengur jú út á byltingu og einræði öreiganna sem millistig til stéttlausts samafélags, ekki satt? Er það of róttæk hugmynd fyrir Alþýðufylkinguna? (Ég vona að þetta hljómi ekki eins og stælar í mér. Ég er einfaldlega að forvitnast.)
Wilhelm Emilsson, 3.12.2015 kl. 17:59
Alþýðufylkingin er lengst til vinstri á litrófi stjórnmálanna á Íslandi. Hún er ekki kommúnistaflokkur en hún er leidd af kommúnistum og stefnuskrá hennar byggist á marxískri greiningu á þjóðfélaginu. Alræði (ekki einræði) öreiganna er ekkert of róttæk hugmynd fyrir okkur. Þvert á móti: við viljum einmitt að alþýðan á Íslandi fái sjálfsforræðið í sínar eigin hendur, úr höndum elítunnar, og að landið sé rekið eftir hagsmunum alþýðunnar en ekki elítunnar.
Vésteinn Valgarðsson, 3.12.2015 kl. 23:00
Eru ekki allir flokkar Lýðræðisflokkar?
"Democracy and Socialisim have nothing in common but one word, equality. Notice the difference: while democracy seeks equality in Liberty, socialisim seeks equality in restraint and servicetude."
Alexis de Tocqueville
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 4.12.2015 kl. 06:30
Sæll Jóhann, -- flokkar eru misjafnlega lýðræðislegir, bæði í eigin starfi og í stefnu sinni. Þessi tilvitnun er út úr kú.
Vésteinn Valgarðsson, 4.12.2015 kl. 12:49
Þín skoðun Vésteinn, en ég ættla að leifa mér að halda því fram að að Alexis sé með þetta alveg á hreinu.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 4.12.2015 kl. 15:01
Þú um það. Ég segi að þetta sé della.
Vésteinn Valgarðsson, 4.12.2015 kl. 16:17
Takk kærlega fyrir svarið, Vésteinn. Takk líka fyrir að leiðrétta þýðinguna, "alræði öreiganna" er íslenska þýðingin vissulega. Ég þýddi beint úr ensku, "dictatorship of the proletariat". Ég sé reyndar ekki muninn á einræði og alræði. Í ensku þýðingunni, til dæmis, er sá munur ekki til staðar. "Dictator" er þýtt sem "einræðisherra".
Ef alþýðan hefur alræði, hvað verður um lýðræðislegan rétt annarra stétta?
Wilhelm Emilsson, 4.12.2015 kl. 18:35
Dokaðu við, Wilhelm: Í samfélaginu sem við búum við í dag ríkir alræði borgarastéttarinnar (kapítalistanna) þótt það henti ekki ríkjandi öflum að kalla það það. Í sósíalismanum er það yfirgnæfandi meirihluti alþýðunnar sem ræður. Þar ræður s.s. meirihlutinn, en ekki fámenn elíta eins og er í dag.
Vésteinn Valgarðsson, 4.12.2015 kl. 22:16
Banka/lífeyrissjóða-ræningjar ráða, með dómstólaverndina á bak við sjóðaránin.
Og flokkafólk er blekkt og notað í stríði gegn hvor öðrum, í pólitíska foraratinu dómstóla-frímúrarastýrða.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.12.2015 kl. 22:58
Tja, ég virði þá skoðun, en það er staðreynd að í samfélagi eins og við búum í hefur fólk kosningarétt. Í Grikklandi, til dæmis, komust sósjalistar til valda vegna þess að meirihluti fólksins kaus þá.
Wilhelm Emilsson, 4.12.2015 kl. 23:03
Lýðræði snýst um fleira en kosningar um pólitíska fulltrúa. Það snýst líka um völd í hagkerfinu, það snýst um fjölmiðla, það snýst um velferð, það snýst um fullveldi, það snýst um menntun - og fleira. Það eru mjög miklar brotalamir á því sem við erum vön að kalla lýðræði. Þótt heimsins besti sósíalisti væri kosinn til pólitískra valda, þá væri björninn ekki þar með unninn, vegna þess að handur ríkisvaldsins eru bundnar af ráðandi stétt. Ríkisstjórn sem þjónar auðvaldinu syndir með straumnum. Hver sú stjórn sem reynir að þjóna alþýðunni - gegn auðvaldinu - mætir harðri andspyrnu, stundum blóðugum valdaránum herforingja.
Vésteinn Valgarðsson, 6.12.2015 kl. 09:02
Þú talar um lýðræði, Vésteinn, en vilt alræði einnar stéttar. Hvernig gengur það upp röklega?
Wilhelm Emilsson, 6.12.2015 kl. 09:32
Eins og ég sagði búum við nú þegar við alræði einnar stéttar: hinnar fámennu stéttar kapítalista. Lýðræði er ekki eitthvað sem annað hvort er eða er ekki, það ætti frekar að skoða hversu mikið eða lítið er af því. Og þú sérð sjálfur muninn á lýðræðinu þegar nokkur prósent ráða yfir öllum hinum, og þegar yfirgnæfandi meirihluti landsmanna ræður. Orðið "alræði" er að vissu leyti villandi í þessu samhengi. Það þýðir bara að engum væri leyft að maka krókinn með okri, arðráni eða rányrkju.
Vésteinn Valgarðsson, 6.12.2015 kl. 09:42
Takk fyrir svarið, Vésteinn.
Það er þín skoðun að í lýðræðisríki búi fólkið við alræði einnar stéttar. En það er ekki staðreynd. Við höfum kosningarétt. Fylgi Pírata sýnir að nýr flokkur getur sópað til sín fylgi. Það sama gæti gerst ef fólki líst á það sem Alþýðufylkingin hefur að segja. Eins og við vitum komust sósíalistar til valda í Grikklandi.
Flækjum ekki málið að óþörfu. Ef fólk hefur kosningarétt og hægt er að kjósa um fleiri en einn flokk hljótum við að geta verið sammála um að kalla það lýðræði.
Að hverju er orðið "alræði" "að vissu leyti villandi"? Marxísk kenning er mjög skýr. Alræði öreiganna þýðir alræði öreiganna. Að mati Marx og Engels var þingræði bara borgaralegur þvættingur.
Wilhelm Emilsson, 7.12.2015 kl. 03:25
Orðið "alræði" er rétt orð í því samhengi að núna búum við við alræði borgarastéttarinnar (lítils forréttindaminnihluta) en að við ættum að stefna á alræði verkalýðsstéttarinnar (yfirgnæfandi meirihluta fólks).
Það getur hljómað villandi að nota orðið án þessa samhengis, vegna þess að það vekur hugrenningartengsl um harðstjórn og einhverjar gaddavírsgirðingar, sem eru ekki á stefnuskránni.
Þótt kjósendur ráði miklu um hverjir eru í ríkisstjórn, þá er það bara lítill hluti af stóra apparatinu. Ríkisvaldið að öðru leyti er ekkert sérstaklega lýðræðislegt, efnahagskerfinu er að mestu leyti einræðislegt og fjölmiðlarnir reka sumpart hagsmunabaráttu og eru sumpart háðir hagsmunaaðilum. Þannig að nei, lýðræðið sem við búum við er stórskert.
Vésteinn Valgarðsson, 7.12.2015 kl. 14:01
Takk fyrir svarið, Vésteinn.
Eins og ég skil hugtakið "alræði öreiganna," á ensku "dictatorship of the proletariat", þá er það sjálfgefið að almennur kosningarréttur eins og tíðkast í nútíma lýðræðisríki er ekki í boði.
Er það rétt skilið hjá mér?
Wilhelm Emilsson, 7.12.2015 kl. 21:42
Það eru nú til ýmsir skólar í því og misjafnlega lýðræðislegir eins og annars staðar á litrófinu. Alþýðufylkingin er allavega ekki með nein plön um að afnema kosningarétt.
Vésteinn Valgarðsson, 8.12.2015 kl. 08:56
Takk fyrir upplýsingarnar, Vésteinn. Eins og ég sagði, þá ég hef áhuga á sósíalisma og mér finnst gott að geta spjallað við menn eins og þig sem eru til vinstri við Vinstri Græna.
Wilhelm Emilsson, 8.12.2015 kl. 19:18
Mín er ánægjan, og takk sömuleiðis.
Vésteinn Valgarðsson, 9.12.2015 kl. 07:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.