Alþýðufylkingin vill verja samningsrétt verkalýðsfélaganna

Á landsfundi Alþýðufylkingarinnar um síðustu helgi var samþykkt ályktun um brýnt mál: samningsrétt verkalýðsfélaganna. Tilefnið er samkomulag SALEK-hópsins, sem ber sterkan þef af stéttasamvinnustefnu. Þar stendur meðal annars:

Reynslan sýnir hins vegar að stéttasamvinnustefnan hefur aldrei skilað neinum árangri til bættra kjara fyrir verkafólk. Það hefur aldrei náð neinu fram án baráttu. Við óbreytt ástand eru lágmarkskjör alþýðunnar hins vegar stillt við hungurmörk til að tryggja auðstéttinni hámarksgróða.

Líka:

Sú breyting sem helst þarf að gera á vinnumarkaðsmódelinu er að losna við sjálftöku fjármálaauðvaldsins út úr raunhagkerfinu og styðja baráttu vinnandi fólks fyrir réttlátum hlut.

Lesið ályktunina í heild hér: Verjum samningsrétt verkalýðsfélaganna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það eru rétt rúmlega þrjúhundruð þúsund einstaklingar sem bókstaflega tilheyra verkalýðsfélögum á Íslandi.

Réttindi verða aldrei réttlætanlega viðurkennd, ef utanaðkomandi "kröfuréttindin" ólíku drepa einhverja af varnarlausum þrjúhundruð þúsund ríkisborgurunum.

Há-menntaða stjórnsýslan þarf að fara í endurmenntun.

Siðferði verður eina fagmenntunin, á endurmenntunar-námsskránni! Ekkert trúarbragðaval í siðmenntuðu menntasamfélagi!

Takk fyrir mig, og almættið algóða hjálpi öllum ólíkum.

M.b.kv.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.12.2015 kl. 20:43

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

M.B.KV.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.12.2015 kl. 20:45

3 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Að lögbinda hámarslaun sem ákveðið hlutfall lágmarkslauna, er aðferð sem vert væri að kanna nánar. Tel ég.

Ásgeir Rúnar Helgason, 5.12.2015 kl. 10:51

4 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ég er sammála, Ásgeir.

Vésteinn Valgarðsson, 6.12.2015 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband