6.12.2015 | 09:22
Húsnæðiskreppan: ályktun landsfundar Alþýðufylkingarinnar
Landsfundur ALþýðufylkingarinnar, sem haldinn var um seinustu helgi, ályktaði um húsnæðismál:
Stefna íslensku auðstéttarinnar er að nota húsnæðisþörf fólksins sem féþúfu sem gefur af sér hámarksgróða. Í meira en 30 ár hefur almenningur borgað margfalt fyrir íbúðir sínar með okurvöxtum.
Ríkisstjórnin sem sat kjörtímabilið 2009-2013 sá þá lausn helsta á skuldavanda almennings að reka þá fátækustu út á götuna og neyða þá til að borga himinháa húsaleigu m.a. með því að hindra aðgang að lánsfé nema til braskara.
Hvað er þá til ráða? Ályktunin svarar því:
Eina leiðin út úr húsnæðiskreppunni er sú sem Alþýðufylkingin hefur boðað, með félagsvæðingu fjármálakerfisins. Skref í þá átt gæti verið að allir geti fengið vaxtalaust lán að vissri upphæð af samfélagslegu eigin fé til húsnæðiskaupa.
Að sama skapi þarf að vera nægt framboð á félagslegu húsnæði án fjármagnskostnaðar til að uppfylla þörf fyrir leiguhúsnæði.
Lesið ályktunina í heild: Húsnæðiskreppan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Skoðið þetta
- Aðalblogg mitt Blogspot-bloggið sem ég lít á sem aðalbloggið mitt
- Alþýðufylkingin Alþýðufylkingin
- DíaMat DíaMat - félag um díalektíska efnishyggju
- Rauður vettvangur Hugmyndafræðileg móðurstöð íslenskra marxista
- Félagið Ísland-Palestína Félagið Ísland-Palestína
- Friðarvefurinn Samtök hernaðarandstæinga
- Vantrú Vantrú
- SFR SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 129891
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- ak72
- almal
- andreaolafs
- annabjo
- arikuld
- sjalfbodaaron
- skarfur
- arh
- astan
- asthildurcesil
- birgitta
- bjarnihardar
- dullur
- bjorndarri
- bjorn-geir
- binntho
- bumba
- bus
- austurlandaegill
- eignaupptaka
- einaraxel
- einarbb
- einarolafsson
- elfarlogi
- esbogalmannahagur
- eythora
- fsfi
- folkerfifl
- vidhorf
- hleskogar
- frussukusk
- bofs
- gik
- gurrihar
- gullvagninn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- palestinufarar
- haukurmh
- skinkuorgel
- skessa
- thjodviljinn
- odin
- hedinnb
- hildurhelgas
- himmalingur
- hjaltirunar
- gorgeir
- hjorleifurg
- hlynurh
- kulan
- isleifure
- kreppan
- jenfo
- jensgud
- svartur
- johannbj
- jg
- joiragnars
- johannpall
- islandsfengur
- jonbjarnason
- snjokall
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- julli
- bisowich
- askja
- kiza
- kreppukallinn
- andmenning
- krizziuz
- larahanna
- vistarband
- maggadora
- marinogn
- mariakr
- mortenl
- rust
- nytt-lydveldi
- omnivore
- veffari
- huldumenn
- palmig
- perlaoghvolparnir
- hafstein
- proletariat
- rafng
- raksig
- fredrik
- raudurvettvangur
- undirborginni
- runarsv
- salmann
- fullvalda
- bjornbondi99
- safi
- siggi-hrellir
- siggith
- zunzilla
- sindri79
- stefans
- ses
- styrmirr
- svanurmd
- stormsker
- ace
- tilkynning
- zerogirl
- torfis
- torfusamtokin
- tryggvigunnarhansen
- kreppuvaktin
- belladis
- vantru
- vilhjalmurarnason
- kuba
- yousef
- thjodarheidur
- hallormur
- thorrialmennings
- vivaldi
- thorarinneyfjord
- tbs
- thorgnyr
- thorsaari
- oernolafs
Athugasemdir
" Skref í þá átt gæti verið að allir geti fengið vaxtalaust lán að vissri upphæð af samfélagslegu eigin fé til húsnæðiskaupa". Samfélagslegt eigið fé eru peningar allra landsmanna. Þið leggið til að þeir sem vilja kaupa sér húsnæði fá vaxtalaust lán af peningum allra. Hvers eiga hinir að gjalda sem ekki ætla að kaupa sér húsnæði heldur leiga. Kannski vill þetta fólk nota sinn skerf af peningunum til annarra nota en að lána þá frítt til annarra. Þessi tillaga er meiriháttar barnaleg.
Jósef Smári Ásmundsson, 6.12.2015 kl. 13:31
Svarið við spurningunni:
Að sama skapi þarf að vera nægt framboð á félagslegu húsnæði án fjármagnskostnaðar til að uppfylla þörf fyrir leiguhúsnæði.
Okkur er nokk sama hvort fólk langar frekar til að kaupa eða leigja - aðalatriðið er að bæði kerfin séu rekin á félagslegum basis. Sparnaðurinn sem hlytist af því, miðað við það sem nú er, mundi meira en borga kostnaðinn við kerfið.
Vésteinn Valgarðsson, 6.12.2015 kl. 14:28
Ódýrast og happadrýgst er að hjón eigi sína íbúð eða hús sjálf.
Ríki eða sveitarfélög eiga ekki að standa í að byggja hús til að leigja, nema kannski um stundarsakir vegna sér aðstæðna og þegar komið er framhjá þessum sérstöku aðstæðum þá á að selja húsnæðið til þeirra er vilja.
Á þessa húsnæðis eign landans á að leggja ríka áherslu því að þegar ævistarfinu líkur þá vigtar það mikið að eiga sitt hús sjálfur, eða sjálf. Lífeyrisjóðakerfið er í ræningja höndum og dugar nú best þeim sem við það starfa sem og ríkissjóði.
Hrólfur Þ Hraundal, 6.12.2015 kl. 15:26
Allir kynni ser Fjarmalakerfid og „Kreppuflettuna“ hans Tomasar Jefferssonar.
Ef folk vill kynna ser fjarmalakerfid, er thad ollum audskilid.
Margir eru ad skyra thad fyrir okkur.
Spurningin, viltu laera.
Kreppufléttan, endurtekið
Íbúðalánasjóður, Hinn nýi.
http://jonasg-egi.blog.is/
Islenskir stafir eru i olagi a thessari tholvu.
Egilsstadir, 06.12.2015 Jonas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 6.12.2015 kl. 16:15
Ef allir eiga að fá ókeypis lán af samfélagslegu eigin fé o.s.fr., - þá er fyrsta spurning sem vaknar: Hvað kostar þetta?
Þetta gæti vel orðið dýrt.
Við erum þá eiginlega að tala um að ríkið styrki þetta, þ.e. íbúðarkaup, alveg sérstaklega og haldi utan um efnið.
Þetta er alveg vissulega umhugsunarverð tillaga enda Ísland land sem er vart byggilegt. Og því að vissu leiti rökrétt að enginn geti byggt nema ríkið.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.12.2015 kl. 16:58
Hér er ekki verið að tala um að gefa neinum neitt, heldur að fólk noti samtakamáttinn til þess að hjálpast að við að koma upp íbúðarhúsnæði á sem hagstæðustum kjörum. Vextir eru meirihlutinn af kostnaðinum við húsnæði. Um leið og þeir köttast burt, þá getur t.d. greiðslubyrðin lést sem því nemur. Eða að húsið er fyrr borgað niður. Það má útfæra á margan hátt; prinsippið er aðalatriðið. Gróðinn af þessu fyrirkomulagi kemur fram sem bætt lífskjör fyrir alþýðuna.
Vésteinn Valgarðsson, 6.12.2015 kl. 20:04
Vextir eru ekki meirihluti af kostnaðinum. Vextir af lánum eru yfirleitt 4- 8%. Verðbætur leggjast ofan á hverja greiðslu en þar er ekki um kostnað að ræða heldur uppfærslu á verðlagi. Gallinn við þessa uppfærslu er að laun uppfærast ekki að sama skapi ( verðtryggjast ekki). Það sem mér finnst vanta er samfélagsbanki í 100% eigu allra landsmanna. Með því fyrirkomulagi myndi arðurinn ganga til baka til almennings. En meðan verðbólga er til staðar er óhugsandi að almenningur sé að lána sína peninga án vaxta og verðtryggingar.
Jósef Smári Ásmundsson, 6.12.2015 kl. 21:15
Vextirnir hlaðast náttúrlega upp vegna þess að lánin eru vanalega tekin til margra ára, Jósef. Það mundi fátt minnka verðbólgu eins mikið, eins og að afnema vexti af húsnæðislánum. Og það ef samfélagsbankinn er í eigi almennings, þá er nær að nota hann til að veita hagstæðustu fjármálaþjónustu og taka út arðinn í formi betri lífskjara fyrir alþýðu, heldur en að alþýðan sé að okra á sjálfri sér og borga sér aftur út arð.
Vésteinn Valgarðsson, 7.12.2015 kl. 13:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.