13.1.2016 | 19:28
Tímamótakönnun
Þessi könnun Siðmenntar er bylmingshögg í borð trúmálaumræðu á Íslandi og sýnir skýrt ýmislegt sem var ekki nogu skýrt fyrir, þótt margt af því komi svo sem ekki á óvart.
Mér finnst kyndug fyrirsögnin á frétt Mogga. Helmingur aðspurðra sagðist vilja aðskilnað ríkis og kirkju. Fimmti hver er á móti. Þriðjungur er óákveðinn. Fyrir sögnin "49% hlynnt aðskilnaði" er ekki beinlínis röng -- en hún gefur villandi mynd.
Það er margt í þessu. Eitt þarf ég að benda á. Í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá 2012 skar spurningin um kirkjuna og stjórnarskrána sig úr, hún var orðuð svo óskýrt að margir misskildu hana og kusu þess vegna ekki það sem þeir ætluðu að kjósa. Árið 2012 lýstu 72% landsmanna sig hlynnta aðskilnaði. Ég vil vita hver ákvað hvernig spurningin ætti að vera orðuð. Þetta lítur út eins og skemmdarverk.
49% hlynntir aðskilnaði ríkis og kirkju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Skoðið þetta
- Aðalblogg mitt Blogspot-bloggið sem ég lít á sem aðalbloggið mitt
- Alþýðufylkingin Alþýðufylkingin
- DíaMat DíaMat - félag um díalektíska efnishyggju
- Rauður vettvangur Hugmyndafræðileg móðurstöð íslenskra marxista
- Félagið Ísland-Palestína Félagið Ísland-Palestína
- Friðarvefurinn Samtök hernaðarandstæinga
- Vantrú Vantrú
- SFR SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 129891
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- ak72
- almal
- andreaolafs
- annabjo
- arikuld
- sjalfbodaaron
- skarfur
- arh
- astan
- asthildurcesil
- birgitta
- bjarnihardar
- dullur
- bjorndarri
- bjorn-geir
- binntho
- bumba
- bus
- austurlandaegill
- eignaupptaka
- einaraxel
- einarbb
- einarolafsson
- elfarlogi
- esbogalmannahagur
- eythora
- fsfi
- folkerfifl
- vidhorf
- hleskogar
- frussukusk
- bofs
- gik
- gurrihar
- gullvagninn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- palestinufarar
- haukurmh
- skinkuorgel
- skessa
- thjodviljinn
- odin
- hedinnb
- hildurhelgas
- himmalingur
- hjaltirunar
- gorgeir
- hjorleifurg
- hlynurh
- kulan
- isleifure
- kreppan
- jenfo
- jensgud
- svartur
- johannbj
- jg
- joiragnars
- johannpall
- islandsfengur
- jonbjarnason
- snjokall
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- julli
- bisowich
- askja
- kiza
- kreppukallinn
- andmenning
- krizziuz
- larahanna
- vistarband
- maggadora
- marinogn
- mariakr
- mortenl
- rust
- nytt-lydveldi
- omnivore
- veffari
- huldumenn
- palmig
- perlaoghvolparnir
- hafstein
- proletariat
- rafng
- raksig
- fredrik
- raudurvettvangur
- undirborginni
- runarsv
- salmann
- fullvalda
- bjornbondi99
- safi
- siggi-hrellir
- siggith
- zunzilla
- sindri79
- stefans
- ses
- styrmirr
- svanurmd
- stormsker
- ace
- tilkynning
- zerogirl
- torfis
- torfusamtokin
- tryggvigunnarhansen
- kreppuvaktin
- belladis
- vantru
- vilhjalmurarnason
- kuba
- yousef
- thjodarheidur
- hallormur
- thorrialmennings
- vivaldi
- thorarinneyfjord
- tbs
- thorgnyr
- thorsaari
- oernolafs
Athugasemdir
Vésteinn. Hvað er öfgalaus kærleiksboðskapur?
Þegar ég var barn í grunnskóla, þá hafði dæmisöguprédikun lítilláts og hógværs skólaprests þau áhrif á mig, að friðsamleg réttlætiskennd mín fékk byr undir báða vængi. (en auðvitað þorði ég aldrei að segja frá slíkum veikleika þá).
Þeirri dæmisögu-réttlætiskennd hef ég flotið áfram á hingað til. En kannski ekki alltaf friðsamlegri.
Ég skildi svo vel hversu óréttlátt það var að dæma svikna opinberunar-sögupersónuna "Jesú" til krossfestingar, þegar það voru í raun krossfestingar-stjórarnir sem voru dómaraskúrararnir.
Þetta fræðslunesti hefur reynst mér mitt besta grunnskóla-veganesti í lífinu.
En ég skil þá sem ekki skilja mitt þakklæti fyrir öfgalausan kærleiksboðskap í barnaskólanum fyrir nokkrum áratugum síðan.
Það fá ekki allir sama verkefnið í lífsins skóla. Ég verð að sinna mínu meðfædda verkefni, og aðrir verða að sinna sínu meðfædda verkefni.
Skoðana-umræður ólíkra hópa eru lífnauðsynlegar hér á jörðinni, ef heimsfriður er takmarkið.
Virðingarumræða, skilningur, og kærleikur skapar heimsfrið.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.1.2016 kl. 21:49
Vésteinn, sæll. Hafi hinir aðspurðu vitað, að Siðmennt stóð á bak við þessa könnun, þá er líklegt, að ýmsir trúaðir hafi ekki viljað láta þann hlutdræga félagsskap „spyrja mig út úr“ eða „hnýsast í mína trú!“ og þess vegna neitað að taka þátt í könnuninni.
Því vantar, að upplýst verði nú, hve margir hafi neitað að taka þátt í könnun þessari. Sé grunur minn réttur, er könnunin þá ekki marktæk, og það mun þá koma betur í ljós við fleiri kannanir.
Raunar eru ýmis þverstæðukennd atriði útkoman úr þessari könnun, jafnvel hlálega þversagnarfull, eða hvernig er hægt að vera kristinn í alvöru án þess að vera trúaður?
En án efa fer efnishyggja vaxandi hjá mörgu yngra fólki, því miður. Þau eiga eftir að finna fyrir því, að efnisleg gæði tryggja fólki ekki þá fyllingu hamingjuþrárinnar sem býr með hverjum manni.
En Þjóðkirkja, sem hefur skotið sig í báða fætur: trúar-kenningar og siðferðis, verður aldrei sá bógur til að ala upp kristið fólk, sem Kristur ætlaðist til. Lestur Guðs orðs verður þá helzta haldreipið, sem eftir er, auk bænagerðar þeirra, sem tamizt hafa við bænir. Þar að auki eru til sannari kirkjur en það vandræða-hrófatildur nýinnréttaðrar prestastéttar, sem einna mest ber á hjá þessari Þjóðkirkju, sem þó dugði svo lengi og dugir jafnvel enn, einkum í sveitum landsins og smærri samfélögum.
Jón Valur Jensson, 14.1.2016 kl. 08:11
Merkilegt að einstaklingur sem vísar oft á kannanir Útvarps Sögu skuli segja að þessi könnun sé ekki marktæk.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 14.1.2016 kl. 08:48
Jón, spólaðu bara í flagi afneitunarinnar. Könnunin talar sínu máli, og hafðu það.
Vésteinn Valgarðsson, 14.1.2016 kl. 09:08
Ég hef sömu sögu að segja og Anna Sigríður, í þessu kristilega umhverfi höfðu dæmisögur lítilláts prests þau áhrif að"friðsamleg réttlætiskennd mín fékk byr yndir báða vængi".
Helga Kristjánsdóttir, 14.1.2016 kl. 09:25
Helga og Anna: Til hamingju með þetta, og hvað með það? Þýðir það, að þið hafið kynnst einhverjum lítillátum presti, að skólar eigi að stunda trúboð? Skil ég rétt að þið meinið það?
Vésteinn Valgarðsson, 14.1.2016 kl. 09:33
Viðbúin væniviðbrögð Jóns Vals fela í sér einn athyglisverðan punkt, nokkuð sem ég var búinn að taka eftir líka: Mun fleiri segjast vera kristnir en segjast vera trúaðir.
Það er auðvitað ljóst að þessi c.a. 1/3 þeirra sem segjast kristnir en ekki trúaðir eru ekki "alvöru kristnir" í samkvæmt mælikvarða Jóns Vals.
En auðvitað eru þeir kristnir engu að síður - það er hverjum og einum frjálst að kalla sig kristinn sama hverju þeir trúa. Margir skilja hugtakið "kristni" sem menningarlegt en ekki trúarlegt, og sú skoðun hefur fullan rétt á sér.
"Alvöru kristnir" í huga Jóns Vals eru þá væntanlega þeir sem trúa á boðskap kristninnar - mér sýnist það geta innan við fimmtungur landsmanna miðað við þessa könnun, færri en bæði þeir sem segjast ekki trúa og þeir sem segjast trúlausir.
Brynjólfur Þorvarðsson, 14.1.2016 kl. 09:56
Vésteinn. Í mínum foreldrahúsum var aldrei talað um trúmál, og þess vegna hafði ég aldrei fengið þessa friðsamlegu dæmisögu-upplifun þar. Ég er þakklát fyrir það nytsamlegasta sem ég lærði í grunnskóla.
Ég virði trúarskoðanir annarra ef þær skaða ekki aðra á nokkurn hátt, og brjóta ekki á trúfrelsisréttindum ólíkra einstaklinga.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.1.2016 kl. 10:11
Sæll Vésteinn.
Er mark takandi á könnum um kristni sem
yfirlýstir andstæðingar kristni í landinu kosta?
Hélt sannast sagna að menn væru hættir að leika
þann leik að fá eitthvert álit eða kaupa sér könnun
svo sem var á árunum 2005 - 2008.
Var kannski aðaltilgangurinn að geta fengið með brögðum
út það svar að menn væru hlynntir líknardrápi?
Skelfing er þetta átakanlega fyrir neðan allt velsæmi!
Engar tölur, ekki neitt; hversu margir vildu ekki taka
þátt í þessari 'könnun' ?
Húsari. (IP-tala skráð) 14.1.2016 kl. 11:28
Sæll, Húsari -- spurningarnar voru þannig orðaðar að mark yrði takandi á svörunum, enda leikurinn til þess gerður að fá nothæfar upplýsingar.
Vésteinn Valgarðsson, 14.1.2016 kl. 12:21
Ég tek undir með Húsara hér og lýsi aftur eftir upplýsingum um fjölda þeirra sem vildu ekki taka þátt í þessari "könnun" Siðmenntar.
Alvarlegt mál er það, ef reynt er að vinna líknardrápum hér fylgi, t.d. meðal valdstéttarinnar á Alþingi, í krafti rangtúlkandi skoðanakönnunar, en þvert gegn löggjöf langflestra ríkja heims. Þið vantrúaðir getið kallað þetta "frjálslyndi", en fjarri fer, að aldraðir almennt muni upplifa þetta sem frelsi, og læknastéttin mun fremur upplifa það sem helsi.
Sízt af öllu er mikið að marka afstöðu yngsta og óreyndasta hópsins til spurningarinnar. Og það kemur yfirleitt ekki í hlut þess hóps að bera þungann og mestu áhyggjurnar af sjúkrasögu aldraðra foreldra og ennþá síður (sem betur fer) að þessir ungu þurfi að standa frammi fyrir erfiðri langtíma baráttu fyrir eigin lífi vegna skæðs sjúkdóms.
Í hádegisútvarpi Rúv kom fram í viðtali við heilbrigðisstarfsmann, sem annast líknarmeðferð, Valgerði ..., að fylgi við evþanasíu sé mest meðal þeirra yngri, en "því nær sem maður er dauðanum, því dýrmætara verður lífið" í viðhorfum fólks.
Ég minntist á þessa "rangtúlkandi skoðanakönnun", og skýrt dæmi um rangtúlkun hennar var að finna í þessari Rúv-frétt. Ásrún Brynja Ragnarsdóttir fréttamaður sá þar um þá hlutdrægnis-túlkun, með því að byrja strax að tala um 75% fylgi þjóðarinnar "við líknardráp". En það var einmitt ekki spurt beint eða hreint um líknardráp í spurningunni!
Og aftur legg ég áherzlu á, að könnunin var að miklu leyti meðal óupplýstra; það er lítið vit í því að leggja spurningar fyrir fólk, sem varla hefur heyrt eða séð málið rætt og sízt af öllu faglega og fræðilega.
Og ég endurtek, að sjálf aðalspurningin í málinu var í rauninni leiðandi og gefur allt annað í skyn en virka og snögga aðgerð til að eyða lífi -- spurningin hljómar þannig, að fólk gæti haldið, að átt væri við líknandi meðferð, sem þess vegna gæti tekið marga mánuði. Sú var þó ekki meiningin í því sem útbásúnað var í fréttum, t.d. þessari frá Ásrúnu Brynju (fróðlegt væri að vita um afstöðu hennar sjálfrar í trúar- og siðferðismálum, sú afstaða gæti einmitt hafa mótað fréttarmeðferð hennar í dag!).
En þið Vantrúarmenn getið alveg treyst því, að af öllu því fólki, sem af hugsjón og virðingu fyrir lífinu fer út í læknis- eða hjúkrunarfræðinám, þá geti það alls ekki talizt líklegt, að 3/4 þeirra muni taka því sáttir og glaðir, að þeim verði fengið það verkefni að deyða sjúklinga að ósk þeirra, jafnvel vegna þrýstings ættingja þeirra.
Jón Valur Jensson, 14.1.2016 kl. 12:48
Anna, ekki skal ég lasta það, að þú sért ánægð með þessa upplifun þína, en endurtek: hvað með það? Og varðandi skaðsemi trúarhugmynda, ertu þá líka að tala um skaðsemi kristinna trúarhugmynda?
Varðandi punktinn sem Jón og Brynjólfur báðir nefna: Ég held að það sé rétt, að þarna sé á ferðinni fólk sem álítur sig vera kristið á einhvern menningarlegan hátt, án þess að aðhyllast trúarhugmyndirnar. Ég mundi ekki kalla það að vera kristinn, en við getum varla stjórnað því hvernig aðrir skilgreina sig eða út frá hverju.
Vésteinn Valgarðsson, 14.1.2016 kl. 12:54
Jón Valur, þú ferð um klippandi og límandi athugasemdatexta.
Spurningin var nákvæmlega svona:
"Ertu hlynntur eða andvígur því að einstaklingur geti fengið aðstoð við að binda endi á líf sitt ef hann er haldinn ólæknandi sjúkdómi (líknandi dauði)?"
Mér finnst þetta ekki sérlega óskýr spurning og ég deili ekki áhyggjum þínum, Jón. -- Auk þess ætti það að slá á áhyggjurnar, ef eftirspurnin eftir líknandi dauða er svona lítil.
Það er annars fyndið, Jón Valur, að bera ofur-gagnrýni þína á þessa skoðanakönnun saman við gagnrýnisleysi þitt á kannanir Útvarps Sögu.
Vésteinn Valgarðsson, 14.1.2016 kl. 13:00
Ég erekkert gagnrýnislaus á þær, veit, að þýðið þar er ekki öll þjóðin né tilviljunarval meðal hennar, en samt hygg ég hinn stóra hlustenda- og notendahóp þar vera mjög oft marktækan (1-2 dæmi eru þó um tilraun til fjöldainnleggja erlendis frá).
En Vésteinn, síðasta orðið í spurningu ("líknandi dauði") hefur oft mest áhrif á afstöðu fólks. Svona símakönnun gerist frekar hratt, þetta er annað en að sitja yfir kjörseðli og hafa haft tíma til að hugleiða nýtt mál heima hjá sér fyrir fram. Hins vegar hafa flestir mótaðar skoðanir í ýmsum öðrum málum, t.d. ti fylgis við ákveðinn flokk.
Jón Valur Jensson, 14.1.2016 kl. 13:58
Þessi könnun var ekki gerð í gegn um síma, heldur í gegn um internetið.
Vésteinn Valgarðsson, 14.1.2016 kl. 14:01
Jón Valur: Eins og komið hefur fram hefur þú misst allan rétt til að gagnrýna framkvæmd skoðanakannana eftir að þú hefur hampað 'könnunum' Útvarps Sögu ótal sinnum í gegnum tíðina.
Gaman væri þó að fá álit þitt á því að minnihluti þjóðarinnar telur sig trúaðan og að mikill meirihluti vill aðskilnað ríkis og Ríkiskirkju (sem eru reyndar ekki nýjar fréttir). Svo er auðvitað enn eitt rothöggið sem er að 60% þjóðarinnar vill að ríkið hætti afskiptum af trúfélagaskráningu nýfæddra barna sem er aðallífæð Ríkiskirkjunnar því þessi gjörningur býr til andlag sóknargjaldasvindlsins mikla.
Komdu með þitt álit á þessu og taktu þátt í umræðunni eins og maður.
Til glöggvunar er hér vísun í tímamótakönnun Siðmenntar.
Óli Jón, 14.1.2016 kl. 14:08
Hér er eitt mjög athyglisvert fyrir ykkur Vantrúarmenn: Í þessari nýbirtu skoðanakönnun á vegum Siðmenntar og Gallup* reyndust 38,3% vera sammála því, að trú og vísindi fari saman í leit að sannleikanum um lífið og tilveruna, en 28,3% eru því ósammála.
* http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTV9E10FAF8-5D2B-4908-9CB3-18418A18EF55
Jón Valur Jensson, 14.1.2016 kl. 14:08
Jón Valur: Telur þú að þessi niðurstaða sé rétt, en allar hinar rangar?
Óli Jón, 14.1.2016 kl. 14:20
Mættur er einstakur orðhengill
með agg og spé.
Eflaust myndi erkiengill
á hann duga,
en engin smuga,
að þolinmæði mín þvílík sé!
En ég skal svara spurningu Óla Jóns, þegar hann hefur svarað þessum: Þú hlýtur að sjá það, maður, að í þessari könnun Siðmenntar og Gallup* telja 46,4% sig trúuð, en 29,9% ekki trúuð. Túlkarðu það sem sigur þinna vantrúarviðhorfa?
Ennfremur: Þar játa 68,8% kristna trú, en innan við þrefalt færri eru þeir, sem segjast trúlausir, 22,6%. Er það líka sigur þinna vantrúarviðhorfa?!
* http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTV9E10FAF8-5D2B-4908-9CB3-18418A18EF55
Jón Valur Jensson, 14.1.2016 kl. 14:22
Jón: Þú fékkst spurningu mína á undan og því svarar þú fyrst, það eru eðlilegar leikreglur. Svarið þitt verður að vera almennilegt í þokkabót, ekki bara eitthvað raus. Spurningin er einföld og því ætti henni að vera auðsvarað.
Óli Jón, 14.1.2016 kl. 14:40
Svar: Mun fleiri telja sig trúaða en hinir sem telja sig vantrúaða. Ég er ánægður með það á þessum síðustu og verstu, en þú?
Jón Valur Jensson, 14.1.2016 kl. 14:44
Jón, eins og þú bentir réttilega á sjálfur hér ofar í þessari umræðu, þá eru miklu fleiri sem segjast játa kristna trú heldur en segjast vera trúaðir. Fólk sem segist vera kristið en er ekki trúað ... hvað er nú það? 46,4% segjast vera "trúuð", 29,9% "ekki trúuð" og 23,7% geta ekki sagt til um það (NB: inni í 46,4%-tölunni er vitanlega líka fólk utan ríkiskirkjunnar).
Þessi 38,3% sem segja trú og vísindi fara saman í leit að sannleika um líf & tilveru -- nú kynni einhver að freistast til að kalla þetta fólk óupplýst (ég ætla samt ekki að gera það) -- þarna kemur ekki fram hvaða skilning fólk leggur í þessi orð, en það getur munað um það. Felur orðið "sannleikur" t.d. í sér siðferðisgildi? Að eitthvað sé siðferðislega satt? Einhver gæti hugsað sem svo.
Svo: Gallup gerði ekki könnunina, Jón, heldur fyrirtæki sem heitir Maskína.
Vésteinn Valgarðsson, 14.1.2016 kl. 14:46
Ég gleymdi: Fyrst þú dregur sérstaklega fram þessi 38,3%, geri ég ráð fyrir að þú sért tiltölulega sáttur við þá tölu. Ég lái þér það ekki; það er óneitanlega ákveðinn varnarsigur fyrir kirkjuna að 2/5 telji ennþá að trú sé kategórískt nytsamleg í sannleiksleit.
Vésteinn Valgarðsson, 14.1.2016 kl. 14:49
Já, Maskína, alveg rétt.
Er það nokkuð tengt við machination? (t.d. Siðmenntar-machination?).
Jón Valur Jensson, 14.1.2016 kl. 15:05
Jón Valur: Þú svarar ekki spurningunni, en þess var hvort eð er aldrei að vænta.
Óli Jón, 14.1.2016 kl. 17:58
Og hvaða spurningu áttu við núna, Óli Jón? Ég var búinn að svara a.m.k. einu frá þér kl. 14.44.
Vitaskuld eru hlustendur Útv. Söguekki óskeikulir, en það er þessi skoðanakönnun ekki heldur, og þið látið það fara í ykkar fínustu, að ég vek athygli á því. Og merkilegt er, að hvorki á þessari vefslóð né á bloggvef Vésteins, þar sem málið var rætt, hafa neinar uppl. verið veittar um það, hve margir tóku ekki afstöðu í þessum málum, um "líknandi dauða" og um trúmálin. En það knýr ekki minna á, að því sé svarað, þegar menn hafa í huga, að hér mun vera um að ræða nýtt skoðanakönnunarfyrirtæki, sem engin eða ekki mikil reynsla er komin á. Við birtingu frétta af öðrum skoðanakönnunum er yfirleitt vísað til frumganga könnunarfyrirtækjanna, en hér var það ekki gert. Hvers vegna ekki? Hafa Siðmnntarmenn eitthvað að fela?
Jón Valur Jensson, 14.1.2016 kl. 21:08
Jón Valur, ef þú værir ekki í krossferð heldur bara í þekkingarleit, værirðu væntanlega búinn að finna niðurstöðurnar í heild, sem liggja fyrir á vefsíðu Siðmenntar, og er linkað á frá ýmsum stöðum þar sem er fjallað um þetta mál. Þar -- á s. 61 -- kemur fram: Spurning 19, afstaða til líknandi dauða, mjög hlynntur: 30,4%; frekar hlynntur: 44,5%; hvorki né: 18,0%; frekar andvígur: 4,0%; mjög andvígur: 3,1%; gild svör: 782; svöruðu ekki: 39 (4,8% af úrtakinu). Ánægður? Það voru innan við 5% sem svöruðu ekki.
Ég mæli með því, Jón, að þú sættir þig við þessar tölur, eða venjist þeim a.m.k., vegna þess að þær eru skýrar og komnar til að vera. Ég samhryggist þér.
Já, og ég samhryggist þér líka að eftirnafnið þitt sé ekki lengur algengasta eftirnafn í Danmörku. Ekki í meirihluta þar heldur, ha?
Vésteinn Valgarðsson, 14.1.2016 kl. 21:21
Gefur það villandi mynd ef hlutirnir eru ekki eins og þú vilt hafa niðurstöðuna ? Voru þeir sem kusu og vildu hafa ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskrá bjánar eða misskildu vegna þess að niðurstaðan var ekki eins og þú vildir ?
Finnur Jensson (IP-tala skráð) 14.1.2016 kl. 22:43
Já, gott hjá þér að spyrja að því, Finnur. Vésteinn segir (hér efst) spurninguna um kirkjuna og stjórnarskrána í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um róttækar stjórnarskrárbreytingar 2012 hafa "skorið sig úr", hann segir: "hún var orðuð svo óskýrt að margir misskildu hana og kusu þess vegna ekki það sem þeir ætluðu að kjósa"! Sem sé, þegar honum mislíkar niðurstaðan, telur hann meirihluta kjósenda þöngulhausa sem skilja ekki það sem þeir lesa á blaði!
Og ekki erum við Jenssynir neinir Jensenar!
En "frumgagna" vildi ég sagt hafa í lok fyrra innleggs (var að flýta mér).
Jón Valur Jensson, 14.1.2016 kl. 22:55
Það sést nú allt í móðu, þegar smellt er á þennan tengil þinn kl. 21.25, Vésteinn, ég næ engum uppl. þaðan.
Það þarf líka að upplýsa betur um þetta fyrirtæki, Maskínan, á Laugavegi. Það er skv. Fyrirtækjaskrá einkahlutafélag (ehf), en hver á það? Þekkir einhver til þessa fyrirtækis?
Jón Valur Jensson, 14.1.2016 kl. 23:22
Ég þekki nokkra sem misskildu spurninguna 2012 og svöruðu þ.a.l. þvert um hug sér. Það er vísbending um að hún hafi ekki verið nógu skýr. Ef hefði verið spurt hvort fólk vildi aðskilja ríki og kirkju eða kannski hvort fólk vildi hafa ríkiskirkju eða ekki, þá hefði það ekki verið bundið tvímælum. Auk þess: 51% sögðu já við þessari spurningu í atkvæðagreiðslunni, en á sama ári sýndi skoðanakönnun Gallups 72% stuðning við aðskilnað. Það sýnir að eitthvað var bogið.
Jón, skjalið kemur skýrt út hjá mér. Þú gætir prófað að hringja í bjarna Jónsson og spyrja hvort hann eigi prentað eintak handa þér. Og þú gætir líka prófað að fletta Maskínu upp í símaskránni og hringja þangað og spyrja. Svo geturðu frætt okkur um hvers þú verður vísari.
Vésteinn Valgarðsson, 15.1.2016 kl. 10:31
Jón Valur: Aumkunnarvert er hvernig þú lætur. Þú velur svörun sem tengist einni spurningu og hampar henni, en gefur í skyn að niðurstöður annarra spurninga séu vafasamar, líklega vegna þess að þær henta þér ekki. Ráðvilltur ertu líka því þú manst ekki, hentuglega, hver spurningin var og því birti ég hana í réttu samhengi hér:
Ég veit að þú munt snúa út úr og koma þér hjá því að svara með ófimlegum orðaleppum, en þú færð samt annað tækifæri hér til að koma fram eins og maður og svara án undanbragða.
Reynslan sýnir að þú munt gera hið gagnstæða.
Óli Jón, 15.1.2016 kl. 11:21
Já, auðvitað svara ég þér, Óli, rétt strax, og þá verður nú kátt hjá þér í höllinni.
Jón Valur Jensson, 15.1.2016 kl. 11:46
Í allri þinni landsfrægu hógværð spyrðu mig:
"Telur þú að þessi niðurstaða sé rétt, en allar hinar rangar?"
Verður ekki að sjálfsögðu að viðurkenna, að hér sé loksins komin sú skoðanakönnun sem bindur enda á allar aðrar á þessu sviði, rétt eins og stríðið fræga sem batt enda á öll önnur stríð? (og hvaða stríð var það nú aftur?).
Sem sé: Allar aðrar skoðanakannanir eru rangar, væntanlega í fortíð, nútíð og framtíð? Og skiptir nokkru máli, hver framkvæmdi þessa könnun, og að enginn hefur svarað fyrirspurnum mínum um það, hver eigi þetta fyrirtæki, Maskínu?Var þetta ekki svarið, sem þú vildir fá?
Og ertu ekki hæstánægður með, að skv. þessari könnun játa 68,8% kristna trú, en innan við þrefalt færri eru þeir, sem segjast trúlausir, 22,6%. Er það ekki stórsigur þinna vantrúarviðhorfa?!
Ertu ekki í hátíðarskapi yfir þessu í dag? Má ég gratúlera?
Jón Valur Jensson, 15.1.2016 kl. 13:14
Jón, hvað þýðir að vera kristinn? Getur maður verið kristinn án þess að vera trúaður?
Vésteinn Valgarðsson, 15.1.2016 kl. 15:39
Mér finnst það nú nokkuð gott hjá Jóni Val að þurfa ekki nema eina og hálfa klukkustund til að hugsa hvernig hann gæti snúið út úr spurningunni sem beint var til hans ;)
En eins og flestir þeirra sem hafa smá starfsemi í toppstykkinu þá sýnist mér að spurningin til hans hafi fjallað um hvort niðurstaða einnar spurningar í þessari könnun sé rétt en niðurstaða hinna spurninganna úr ÞESSARI KÖNNUN séu rangar.
Líklegast er ástæðan fyrir spurningunni sú að Jón Valur gleðst yfir þeirri niðurstöðu en þykir hinar niðurstöðurnar slæmar.
Ég hefði nú haldið að flestir væru búnir að átta sig á því að Jón Valur (og nokkrir fleiri með sama heilkenni) svara aldrei ef að það kemur þeim illa.
Fyrst er snúið út úr og síðan fer það yfir í persónulegt skítkast.
Þar fyrir utan skil ég ekki af hverju þið nennið að ræða við þetta, það kemur ekkert nema rugl út úr þeim.
Mér finnst einnig barátta þeirra við Islam svolítið fyndin.
Báðar trúarstefnurnar trúa á sama ímyndaða tappann og báðir aðilar eru jafn forpakaðir í sinni vitleysu.
Báðir vilja það sama semsagt að mannréttindi séu svipuð og þau voru á miðöldum og báðum aðilum eru jafn illa við ýmsa minnihlutahópa.
Eini munurinn er að Jón Valur og co þykjast bara trúa hluta af boðskapnum (þeir afneita sumu úr gamla testamentinu) en hinir trúa öllu því sem einhver gaur sagði fyrir nokkrum hundruð árum að svona ættu þeir að hugsa.
Báðir láta eitthvað ímyndað "afl" stjórna því hvernig þeir hugsa.
Það er í hvorugu tilfelli hægt að koma viti fyrir þá!
Þórður Sigfriðsson (IP-tala skráð) 15.1.2016 kl. 22:17
Hmm... hvað ætli hafi orðið af Jóni Val?
Vésteinn Valgarðsson, 17.1.2016 kl. 11:02
Og Óli Jón hélt að Jón Valur myndi snúa út úr og koma sér hjá því að svara...
Svo er frekar fyndið þegar jafn landsfrægur hrokagikkur og Jón Valur er, sakar aðra um hroka, kallast það ekki að kasta steinum úr glerhúsi?
Maynard (IP-tala skráð) 18.1.2016 kl. 05:10
Jón Valur: Eins og iðulega svaraðir þú ekki einfaldri spurningu sem beint var til þín enda ertu í vondri klemmu þar. Best er að fara yfir stöðuna eins og hún lítur út gagnvart þér:
Fram er komin könnun með fjölda spurninga og hefur þú á margan hátt véfengt einstakar spurningar og svo framkvæmd könnunarinnar í heild sinni, líklega vegna þess að almennt henta niðurstöður hennar þér ekki
Ein spurningin skilar þó útkomu sem virðist vera þér þóknanleg og því tekur þú hana út fyrir sviga, telur framkvæmd hennar trausta og hrópar niðurstöður hennar á torgum
Því er eðlilega spurt hvort öll könnunin hljóti ekki að vera fullu marktæk fyrst svo á við um þessa einu spurningu því líklega er enginn munur á vinnslu hennar og annarra spurninga.
Svarið er auðvitað ´Já!' , en af því að þú ert sem oftar eins og ormur á öngli, kominn út í horn í ruglinu og bullinu áttu ekki annan kost en að bæta í ruglið og bullið.
Ég ætla ekki einu sinni að skora á þig að svara skýrt og skilmerkilega með Já eða Nei því það hefur ekkert upp á sig. Frekar en að svara bíður þú í ofvæni eftir næsta óskapnaði Útvarps Sögu þar sem t.d. 96% svarenda hatast út í múslima svo þú getir skrifað mikilvæga og snjalla grein um hve vont þetta fólk er.
PS. Það er reyndar búið að skýra út fyrir þér af hverju útkoman úr ´spurningunni einu og góðu´ sýnir svart á hvítu niðurlægingu og hrörnun Ríkiskirkjunnar, en að sið Jóns Vals Jenssonar, hins réttsýna, kýstu að skauta yfir það með skætingi og vaða áfram í villu og svíma.
Óli Jón, 18.1.2016 kl. 10:16
Þessi umræða er víst kominn að þeim punkti þar sem Jón Valur er hættur að taka þátt í henni.
Vésteinn Valgarðsson, 18.1.2016 kl. 10:31
Hættur að nenna því, Vésteinn minn, jafnvel hættur að gá að því, hvert þið kynnuð að vera komnir í spuna ykkar -- fyrr en loksins nú -- og jú, átti ég ekki kollgátuna: hér veltir Óli Jón sér upp úr þessu með alkunnum stílbrögðum sinnar ofmælgi.
En sjálfur tekur hann fullt mark á könnuninni. Því ætti hann að taka mark á því, sem ég tók þó jákvætt í.
Ennfremur virðast komnar fram uppl. um bæði framkvæmdaraðila þessarar könnunar, sem og (frá þér) um þá sem neituðu að taka þátt, og það gerir niðurstöður hennar síður gagnrýniverðar. Og taktu eftir, ég sagði: síður (ekki: ekki gagnrýniverðar), og mega menn þá alveg taka mark á henni mín vegna nema einna helzt í niðurstöðunni um afstöðu til "líknandi dauða" sem sumir útleggja dirfskufullir (en ranglega að mínu mati) sem afstöðu til líknardrápa.
"Maynard", enginn nema þú minnist á hroka á þessari vefslóð.
Jón Valur Jensson, 19.1.2016 kl. 04:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.