Brask með eignir almennings

Norski olíusjóðurinn er útópía sem m.a. borgaralegir vinstrimenn trúa á. Trúa á, að það sé hægt að þjóna langtímahagsmunum alþýðunnar með sjóðssöfnun og fjármálabraski, þótt allur hugsanlegur gróði af slíku komi alltaf á endanum úr vösum alþýðunnar sjálfrar. Þetta er sama hugsunarvillan og trúin á íslensku lífeyrissjóðina byggist á. Trúin á kapítalismann.

Í kapítalisma koma kreppur nokkrum sinnum á hverri meðalstarfsævi. Það er staðreynd. Mundi einhverjum detta í hug að safna matarforða til elliáranna og geyma hann svo í geymslu sem væri vitað að ætti eftir að brenna a.m.k. tvisvar eða þrisvar áður en ætti að éta hann?

Það getur ekkert vaxið endalaust. Það er staðreynd. Hagkerfið getur heldur ekki vaxið endalaust. Þegar af þeirri ástæðu er gróðahlutfallið dæmt til að minnka strax og menn fara að nálgast endimörk vaxtarins. Burtséð frá því krefjast þróaðri atvinnuhættir sífellt meiri fjárfestingar, sem aftur ber fjármagnskostnað, þannig að á þeim enda lækkar gróðahlutfallið líka.

Í tilfelli íslensku lífeyrissjóðanna, þá ávaxta þeir sig að miklu leyti með húsnæðislánum til sjóðsfélaga, á markaðskjörum. Meira en helmingurinn af húsnæðiskostnaði er vextir. Mundi einhver með öllum mjalla borga 100 milljónir fyrir hús sem kostar 40 milljónir? Það hljómar kannski klikkað, en margir gera það samt.


mbl.is Tveir þriðju olíusjóðsins þurrkast út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Hér kemur þú að nokkrum mjög áhugaverðum punktum.

Þú talar almennt um kapítalisma í stað þess að greina á milli pilsfaldakapítalisma (sem er normið í dag) og kapítalisma - sem á lítið skilt við pilsfaldakapítalisma. 

Hið opinbera setur reglur um allt milli himins og jarðar og þegar þær valda skaða er það skrifað á kapítalisma. Veist þú t.d. hvers vegna kreppan mikla (sú sem hófst 1929) stóð jafnlengi og raun bar vitni? Ég skal gefa þér vísbendingu: Orsakir hennar má rekja beint til hins opinbera sem og það hversu lengi hún stóð.

Jú, hagkerfið getur vaxið nánast endalaust. Hagkerfi Vesturlanda hefur vaxið gífurlanda undanfarna áratugi (eins og sjá má á lífskjarabótum þeim er augljósar ættu öllum að vera) - þrátt fyrir að hið opinbera sé sífellt að þvælast fyrir. Af hverju ætti það ekki að halda áfram að vaxa?

Það er hins vegar rétt hjá þér að í "kapítalisma" koma fyrir nokkrar kreppur á meðalstarfsævi. En hvers vegna? Hvað veldur þeim? Eru þær óumflýjanleg afleiðing "kapítalisma" eða orsakast þær af einhverju öðru? Ég sjálfur er þeirrar skoðunar að stutt sé í næstu heimskreppu, reikna með 2-4 árum eða svo í næsta skell sem verður miklu verri en 2008 kreppan. Sá skellur hefur hins vegar ekkert með kapítalisma að gera. Hvers vegna? Hvað mun orsaka hann?

Þeir sem setja út á kapítalisma virðast ekki átta sig á því hve slæmur valkostur sósíalismi er. Heldur þú að það sé tilviljun hve mikið efnahagslíf Kínverja og Indverja hefur stækkað undanfarin ár? Hvað olli því að þessi ríki tóku efnahagslegan kipp? Hverju breyttu þau? Er það kannski heppni eða tilviljun að efnahagur þessara ríkja hefur vaxið gífurlega undanfarna áratugi? Hefur þú fylgst með því hve vel hefur gengið með sósíalisma í Venesúela? 

Varðandi vexti á lánum hérlendis þá tek ég undir með þér að þeir eru of háir þó það sé auðvitað afstætt orð. Hvernig leysum við þann vanda? Hann er í reynd auðleystur. Partur af þessu vandamáli er verðbólgan. Hvað er verðbólga og hvað orsakar hana? 

Helgi (IP-tala skráð) 21.1.2016 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband