Stjórnarskrá og neyðarástand

Allir þekkja hvernig Hitler & Co. notuðu ákvæði þýsku stjórnarskrárinnar um neyðarástand til þess að taka sér öll völd, og ég ætla ekki að rekja það hér.

Ég efast líka um gagnsemi þess að stjórnarskrárbinda ákvæði um neyðarástand.

En ef það eru misnotkun og fasismi sem menn óttast, þá er það falskt öryggi að hafa ekki þannig ákvæði. Fasistar hafa nefnilega ekki sett það fyrir sig hingað til. Í löndum þar sem fastistar eða herforingjastjórnir hafa tekið völdin án þess að hafa svona ákvæði, hafa þeir bara numið stjórnarksrána úr gildi, ellegar vikið henni til hliðar "um stundarsakir" meðan þeir "koma á röð og reglu".

Það eru önnur atriði sem er meiri ástæða til að hafa áhyggjur af: hernaðarstefna, rasismi, eftirlitssamfélag, lögregluríki, fátækt og félagsleg vandamál.


mbl.is „Neyðarástand“ í stjórnarskrána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband