Veraldarhyggju kennt um

Menn þurfa að vera heilaþvegnir til að kenna veraldarhyggju (sekularismus, laïcité) um hvernig komið er fyrir múslimum í Frakklandi. Vandamál sem mörgum er tamt að tengja við þá eru margvísleg, en þau eru í fyrsta lagi ekki bundin við múslima sem slíka og í öðru lagi eru þau félagsleg. Rasismi ýtir fórnarlömbum sínum út á jaðar samfélagsins og lætur þeim líða eins og þau eigi ekkert sameiginlegt með samfélaginu sem útskúfar þeim. Um leið dregur hann úr samstöðu fátæks fólk, sem fyrir vikið á erfiðara með að berjast fyrir rétti sínum.


mbl.is Front National helsta skotmark Ríkis íslams
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Hvílík óskapar fyrring, hvaða ógnar trúarhiti á kreddur getur komið þér til að verja þetta?: (Tekið úr frétt sem bloggið er við)

"Í des­em­ber birti Dar al Islam ábend­ingu til mús­líma sem eiga börn í frönsk­um skól­um um að þau ættu að taka börn sín úr skól­um lands­ins og drepa kenn­ara sem fylgi ver­ald­ar­hyggju­stefnu Frakka."

Þetta kallar maður  að stimpla síg út í umræðunni.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 9.2.2016 kl. 10:38

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Lestu aftur fyrstu setninguna í bloggfærslunni:

Menn þurfa að vera heilaþvegnir til að kenna veraldarhyggju um hvernig komið er fyrir múslimum í Frakklandi.

Sýnist þér ég vera að "verja þetta"?

Vésteinn Valgarðsson, 9.2.2016 kl. 11:30

3 identicon

Megintexti bloggsins fer einmitt í að verja/afsaka/skýra trúaröfga múslima með því að aðrir ýti þeim út í horn, aðrir geri þetta og aðrir geri hitt.

Trúaröfgarnir eru því miður sjálfkeyrandi. 

Það má ekki láta villa sig að einhverjir adæfi og það ekki allir með fallegum hætti. 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 9.2.2016 kl. 13:37

4 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Það er ekkert til sem heitir "sjálfkeyrandi" trúaröfgar. Punktur minn er að franskir múslimar búa við mörg alvöru vandamál, en veraldarhyggja franska ríkisins er ekki eitt af þeim og íslam - hvað þá herskár íslamismi - er ekki lausnin á neinu af þeim.

Vésteinn Valgarðsson, 9.2.2016 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband