15.3.2016 | 09:06
Píratar eru borgaralegur flokkur
Ég styð ekki Pírata. Best að segja það strax. Já, ég er varaformaður í öðrum stjórnmálaflokki, Alþýðufylkingunni, við ætlum okkur auðvitað stóra hluti - en það er ekki aðalástæðan fyrir því að ég styð ekki Pírata. Aðalástæðan er að þeir eru borgaralegur stjórnmálaflokkur. Undir þessari pönkara-áru þeirra er borgaralegur flokkur sem mun festa meira í sessi heldur en hann mun bylta, ef hann kemst til verulegra áhrifa. Sannið til.
Fyrir helgi skrifaði ég grein þar sem ég rek þetta aðeins nánar. Ég mæli með því að þið lesið hana, hún er satt að segja nokkuð gagnmerk:
Píratar eru borgaralegur flokkur
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Skoðið þetta
- Aðalblogg mitt Blogspot-bloggið sem ég lít á sem aðalbloggið mitt
- Alþýðufylkingin Alþýðufylkingin
- DíaMat DíaMat - félag um díalektíska efnishyggju
- Rauður vettvangur Hugmyndafræðileg móðurstöð íslenskra marxista
- Félagið Ísland-Palestína Félagið Ísland-Palestína
- Friðarvefurinn Samtök hernaðarandstæinga
- Vantrú Vantrú
- SFR SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 129891
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- ak72
- almal
- andreaolafs
- annabjo
- arikuld
- sjalfbodaaron
- skarfur
- arh
- astan
- asthildurcesil
- birgitta
- bjarnihardar
- dullur
- bjorndarri
- bjorn-geir
- binntho
- bumba
- bus
- austurlandaegill
- eignaupptaka
- einaraxel
- einarbb
- einarolafsson
- elfarlogi
- esbogalmannahagur
- eythora
- fsfi
- folkerfifl
- vidhorf
- hleskogar
- frussukusk
- bofs
- gik
- gurrihar
- gullvagninn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- palestinufarar
- haukurmh
- skinkuorgel
- skessa
- thjodviljinn
- odin
- hedinnb
- hildurhelgas
- himmalingur
- hjaltirunar
- gorgeir
- hjorleifurg
- hlynurh
- kulan
- isleifure
- kreppan
- jenfo
- jensgud
- svartur
- johannbj
- jg
- joiragnars
- johannpall
- islandsfengur
- jonbjarnason
- snjokall
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- julli
- bisowich
- askja
- kiza
- kreppukallinn
- andmenning
- krizziuz
- larahanna
- vistarband
- maggadora
- marinogn
- mariakr
- mortenl
- rust
- nytt-lydveldi
- omnivore
- veffari
- huldumenn
- palmig
- perlaoghvolparnir
- hafstein
- proletariat
- rafng
- raksig
- fredrik
- raudurvettvangur
- undirborginni
- runarsv
- salmann
- fullvalda
- bjornbondi99
- safi
- siggi-hrellir
- siggith
- zunzilla
- sindri79
- stefans
- ses
- styrmirr
- svanurmd
- stormsker
- ace
- tilkynning
- zerogirl
- torfis
- torfusamtokin
- tryggvigunnarhansen
- kreppuvaktin
- belladis
- vantru
- vilhjalmurarnason
- kuba
- yousef
- thjodarheidur
- hallormur
- thorrialmennings
- vivaldi
- thorarinneyfjord
- tbs
- thorgnyr
- thorsaari
- oernolafs
Athugasemdir
Hressileg grein, þótt ég sé ósammála ansi mörgu sem í henni stendur :)
Wilhelm Emilsson, 16.3.2016 kl. 10:36
Eins og hverju?
Vésteinn Valgarðsson, 16.3.2016 kl. 20:33
Til dæmis sú skoðun að einstaklingshyggja sé eitrað fræ.
En mér finnst fengur í greininni og að hafa alvöru vinstrimenn í íslenskum stjórnmálum.
Wilhelm Emilsson, 17.3.2016 kl. 03:49
Þar sem tíminn er útrunninn á færslunni þar sem við vorum að ræða málin segi ég þetta hér: Ég spurði þig um málsmetandi sagnfræðing. Ég held við séum nú sammála um að Grover Furr er ekki sagnfræðingur. Hann heldur því fram að Stalín hafi ekki framið einn einasta glæp. Geturðu tekið svona mann alvarlega?
Wilhelm Emilsson, 19.3.2016 kl. 12:51
Mér finnst a.m.k. alveg hægt að skoða hvað hann segir. Það er fjöldinn allur af "málsmetandi sagnfræðingum" sem eru með agenda. Ógildir það það sem þeir skrifa?
Vésteinn Valgarðsson, 19.3.2016 kl. 21:10
Alveg sjálfsagt að athuga hvað hann hefur að segja. En spurninging er getur þú tekið mann alvarlega sem segir að Stalín hafi ekki framið einn einasta glæp? Það geri ég ekki. Þetta er meira en að vera með agenda. Það er ekki hægt að taka mann sem heldur slíku fram alvarlega.
Wilhelm Emilsson, 19.3.2016 kl. 23:07
Sko, ég hef nú ekki séð Furr beinlínis fullyrða það að Stalín hafi aldrei framið einn einasta glæp, en kannski skilgreinir hann glæp eitthvað öðruvísi heldur en þú gerir - ég veit það ekki og það er önnur umræða. Hins vegar: Ef maður með þetta viðhorf, eða sterkar efasemdir um opinbert syndaregistur Stalíns fer nú að grafa í heimildum og sér margar vísbendingar um að það sé logið upp á hann, ýkt, afskræmt o.s.frv. - þá sé ég ekki hvers vegna ég ætti ekki að skoða það sem hann segir af alvöru.
En að vera með agenda: Nú er töluverður fjöldi fólks sem gefur út bækur um Stalín - svo við höldum okkur bara við hann - og (a) leggur upp með sannfæringu um að hann hafi verið hreinræktaður óþokki, siðblindingi og glæpamaður af verstu sort; (b) trúir öllu sem er haldið fram honum til hnjóðs en engu sem er sagt honum til varnar og (c) er útgefið og hampað af öflum sem vilja fyrir alla muni sverta sósíalismann og sjá glæpaverk Stalíns sem besta eldsmatinn í þann bálköst. Það agenda snýst ekki um það hvort Stalín hafi drepið hálfa milljón eða 50 milljónir heldur um að fæla venjulegt fólk frá sósíalismanum og þar með kaupa frið fyrir kapítalismann.
Vésteinn Valgarðsson, 20.3.2016 kl. 22:17
Ég gleymdi lokaorðunum, beint framhald af því sem ég var að enda við að skrifa:
Það er agenda sem er ekki bara óheiðarlegt, það er beinlínis skaðlegt. Og þeir sem eru á mála hjá auðvaldinu að reka svona áróður, atvinnu-kommúnistahatarar í krossferð gegn sósíalismanum - það er fólk sem ég tek alvarlega sem áróðursmenn, en get ekki tekið alvarlega sem fræðimenn.
Vésteinn Valgarðsson, 20.3.2016 kl. 22:20
Hvaða höfunda ertu að tala um?
Wilhelm Emilsson, 22.3.2016 kl. 07:09
Ég gæti nefnt höfunda eins og Robert Conquest og Richard Pipes.
Vésteinn Valgarðsson, 22.3.2016 kl. 10:54
Ertu jafn gagnrýninn á Grover Furr og Robert Conquest og Richard Pipes?
Wilhelm Emilsson, 22.3.2016 kl. 17:06
Takk fyrir að benda á Robert Conquest. Ég vissi ekki að hann var kommúnisti sem söðlaði um. The Guardian, sem er vinstrisinnað eins og við vitum, hafði þetta að segja um hann:
Among the western historians of the Soviet Union, Robert Conquest, who has died aged 98, had a unique place. In 1989-90 his account of the terror of the 1930s was translated and published in a Soviet journal. At the same time, a half-dozen other Soviet journals were publishing translated material from Conquest’s other books. He was not the first to describe the extent and workings of the Stalin tyranny, but he did so in fine detail. He had become, for a broad Russian readership, the man who told the truth about the terror, and Stalin’s murderous tyranny.
Sá sem skrifað þetta gagnrýnir Conquest einnig í greininni:
He was a vigorous polemicist, arguing on numerous occasions (perhaps a few times more than was strictly necessary) the many failings of socialist and Marxist thought, as in Where Marx Went Wrong (1970).
Í samanburði er Grover Furr eins og maður sem trúir því ekki að Hitler hafi ekki framið neina glæpi. Hér heyriðu í Grover Furr:
https://www.youtube.com/watch?v=hRPTZF5zSLQ
"I have yet to find one crime . . .that Stalin committed."
Wilhelm Emilsson, 22.3.2016 kl. 18:49
"Í samanburði er Grover Furr eins og maður sem trúir því ekki að Hitler hafi framið glæpi," átti þetta að vera.
Wilhelm Emilsson, 22.3.2016 kl. 18:53
Vestræn umræða um sögu Sovétríkjanna og sögu sósíalismans er mjög einsleit og hlutdræg og hefur þann tilgang að hræða almenning frá því að leita annarra leiða í hagstjórn heldur en kapítalismans. Skoðanirnar sem eru ríkjandi í umræðunni eru skoðanir ríkjandi stéttar. Ég hef satt að segja takmarkaðan áhuga á einstökum röddum í þeim stóra, leiðinlega kór akademískra málaliða.
En vegna þess að ég trúi ekki þeirri "stóru sögu" sem skoðanamótandi öfl í þjóðfélaginu halda að okkur um Sovétríkin og sósíalismann, þá hef ég meiri áhuga á þeim sem eru krítískir á þessa söguskoðun. Þess vegna finnst mér áhugaverðara að lesa Grover Furr. Nú hef ég ekki lesið nógu mikið af honum til þess að geta dæmt hann. En ég hef lesið greinar eftir hann og viðtöl við hann þar sem hann t.d. rekur mótrök, sem sýnast sterk, gegn ýmsu sem t.d. Stalín (eða kannski sérstaklega Stalín) er sakaður um.
Ég veit vel að Stalín fór oft yfir strikið, stundum af ástæðum sem er erfitt að réttlæta. En mér finnst fráleitt að setja hann í sama flokk og Hitler, eins og oft heyrist. Ég held heldur ekki að Maó eigi heima í þeim flokki, ef út í það er farið, og er ég þó enginn maóisti. (Ef mönnum finnst interessant að flokka leiðtoga þannig að sumir séu bornir saman við Hitler, væri nær að setja Benjamin Disraeli eða Leópold II Belgíukonung í þann flokk.)
Vésteinn Valgarðsson, 23.3.2016 kl. 00:18
Já, en Grover Furr fær að tjá sig í hinum vestræna heimi og þú og ég.
Wilhelm Emilsson, 23.3.2016 kl. 06:06
Einmitt -- en munurinn liggur í því að hann er andófsrödd. Hann gagnrýnir söguskoðun sem er sannarlega gagnrýni verð. Þess vegna finnst mér það sem hann segir áhugaverðara en það sem margir sk. "málsmetandi sagnfræðingar" segja -- enda þýðir það að einhver sé "málsmetandi" oft bara að borgarastéttin hampi þeim vegna sinna eigin hagsmuna.
Vésteinn Valgarðsson, 24.3.2016 kl. 19:18
Takk fyrir svarið, Vésteinn. Ef þú setur Disraeli í sama flokk og Hitler, eem kæmur mörgum á óvart, þá finnst mér svolítið undarlegt að setja Stalín ekki í sama flokk, en þetta er það skemmilega við tjáningafrelsið. Fólk kemur manni á óvart!
Wilhelm Emilsson, 26.3.2016 kl. 01:17
Ég er enginn sérstakur áhugamaður um svona flokkanir, vildi bara koma þessu að til að Disraeli (og Leópold) gleymdust ekki. Og ég er hvorki sannfærður um að Stalín ætti heima í þannig flokki né um að hann ætti ekki heima í honum.
Vésteinn Valgarðsson, 26.3.2016 kl. 18:28
Að taka ekki afstöðu er afstaða í sjálfu sér að sjálfsögðu.
Wilhelm Emilsson, 27.3.2016 kl. 01:53
Ég sagði ekki að ég tæki ekki afstöðu. Ég er bara ekki sannfærður - á hvorugan veginn.
Vésteinn Valgarðsson, 27.3.2016 kl. 22:26
Þú tekur ekki afstöðu til þess hvort Stalín eigi að vera í sama hópi og Hitler. Er það rétt skilið hjá mér? En þú telur að Disraeli eigi heims í sama hópi og Hitler. Skil ég þetta rétt?
Wilhelm Emilsson, 28.3.2016 kl. 01:19
Sem ég segi, þá er ég enginn sérstakur áhugamaður um svona flokkun, en ef menn vilja hafa sérstakan flokk yfir menn sem ætti aðallega að minnast fyrir að hafa verið fjöldamorðingjar, þá ættu Disraeli og Leópold II heima í honum, ásamt Hitler, Djenghis Khan, Pol Pot og fáeinum öðrum. En ég er ekki sannfærður um það, hvort Stalín ætti að vera í þeim flokki eða ekki.
Vésteinn Valgarðsson, 28.3.2016 kl. 12:27
Takk fyrir hreinskilnina. Ég skil ekki hvers vegna menn þurfa að velkjast í vafa um að Stalín eigi heima í þessum flokki, en við þurfum ekki að þrátta um það.
Wilhelm Emilsson, 29.3.2016 kl. 00:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.