15.3.2016 | 12:57
Hvar á að byggja upp Landspítala?
Staðsetning nýs spítala er bara eitt bitbeinið af nokkrum í þessu máli. Annað stórmál er það hvernig eigi að fjármagna bygginguna, hvar sem hún verður - aðkoma lífeyrissjóða að henni er alls ekki óumdeild, enda felur hún í sér áframhald á markaðsvæðingarstefnunni sem hefur verið svo umdeild í heilbrigðiskerfinu og víðar. Þá er erfitt að skilja þá þversögn að það eigi að vera til peningar til að byggja og reka nýtt sjúkrahús, á sama tíma og það virðast ekki vera til peningar til þess að reka það gamla með sómasamlegum hætti.
Hringbraut og Vífilsstaðir eru ekki einu möguleikarnir. Það ætti að skoða vandlega hvort Fossvogur væri ekki alveg eins hentugur staður. Þá er landflæmi í kring um hús Landspítalans á Kleppi, þar sem væri hægt að koma mörgu fyrir. Valkostirnir eru fleiri. Einn möguleikinn væri að dreifa þjónustunni að einhverju leyti aftur út í landsbyggðina og nágrannasveitarfélögin.
Það er skrítið hvernig nýr Landspítali virðist nánast lifa sjálfstæðu lífi. Er þetta ákvörðun sem tók sig sjálf? Hverslags rök eru það að eitthvert hönnunarferli sé komið svo langt á veg að ekki verði aftur snúið? - Á meðan er ekki byrjað að byggja (hvað þá búið) er auðvitað aldrei of seint að taka mark á mótrökum eða að hlusta á betri hugmyndir.
Alþýðufylkingin gerir dálitla grein fyrir afstöðu sinni í ályktun um heilbrigðismál, sem landsfundur í nóvember 2015 samþykkti.
Tóku út skírskotun í nýjan spítala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Man ekki betur en einhver sérfræðingur í svona staðarvali hafi bent á svæðið við hliðina á BL, neðst í Ártúnshöfðanum.
Minnir að hann hafi fært nokkuð góð rök fyrir því staðarvali.
Það er aðeins eitt sem mælir með að byggja þarna við Hringbrautina og það er flugvöllurinn. En landið undir honum er víst svo dýrmætt að hann verðu að víkja fyrir íbúðum. Finnst einhvern vegin rakið að byggja nýjan spítala þar sem hægt er síðar að stækka og breyta en umfarm allt þar sem aðgengi að honum er gott. Það verður nú tæpast sagt um hringbrautina, nema náttúrurlega að þú sért að koma utan af landi með flugvél.
Gamla spítalanum mætti svo breyta í hótel í staðin fyrir að rífa öll gömlu húsin sem setja svipinn á borgina sem túristarnir hafa áhuga á að skoða.
Landfari, 15.3.2016 kl. 13:39
Við Ártúnahöfða já, það var einn staðurinn.
Ef flugvöllurinn yrði færður féllu þau sjónarmið auðvitað um sjálf sig. En ætli væri ekki hægt að leysa það öðruvísi? Fossvogur er líka nálægt flugvellinum. Þar er auk þess þyrlupallur - þyrlupall er hægt að byggja svotil hvar sem er. Einhver gæti jafnvel stungið upp á því að nota sjóflugvélar.
Vésteinn Valgarðsson, 15.3.2016 kl. 14:25
Það var lengi vel frátekið pláss kringum Borgarspítalannn fyrir frekari uppbyggingu en nú er búið að byggja þarna slatta af ellismellablokkum og orðið þrengra um.
Landfari, 15.3.2016 kl. 14:58
Er ekki bara einfaldast að stækka bílageymsluna við bráðamóttökuna svo hægt sé að koma það fyrir fleiri sjúkrarúmum á álagstímum?
corvus corax, 15.3.2016 kl. 15:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.