21.4.2016 | 21:28
Málþing um marxisma mið. 27/4
Ég vek athygli á þessu málþingi Rauðs vettvangs nk. miðvikudag (27/4):
Kienthal 1916 - Reykjavík 2016
-- Verkefni marxista á vorum dögum
Málþing Rauðs vettvangs, haldið í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá Kienthal-ráðstefnunni, þar sem kommúnistar gerðu upp við meðvirkni sósíaldemókratahreyfingarinnar.
Framsögumenn:
Árni Daníel Júlíusson: Útsýnið til kommúnismans. Er þokunni að létta?
Sólveig Anna Jónsdóttir: Hvað þýðir hægri og vinstri í dag?
Þorvaldur Þorvaldsson: Lærdómar frá Kienthal
Heitt á könnunni -- allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Staður: Friðarhús, Njálsgötu 87.
Stund: Miðvikukvöldið 27. apríl kl. 20:00.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:20 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Skoðið þetta
- Aðalblogg mitt Blogspot-bloggið sem ég lít á sem aðalbloggið mitt
- Alþýðufylkingin Alþýðufylkingin
- DíaMat DíaMat - félag um díalektíska efnishyggju
- Rauður vettvangur Hugmyndafræðileg móðurstöð íslenskra marxista
- Félagið Ísland-Palestína Félagið Ísland-Palestína
- Friðarvefurinn Samtök hernaðarandstæinga
- Vantrú Vantrú
- SFR SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 129891
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- ak72
- almal
- andreaolafs
- annabjo
- arikuld
- sjalfbodaaron
- skarfur
- arh
- astan
- asthildurcesil
- birgitta
- bjarnihardar
- dullur
- bjorndarri
- bjorn-geir
- binntho
- bumba
- bus
- austurlandaegill
- eignaupptaka
- einaraxel
- einarbb
- einarolafsson
- elfarlogi
- esbogalmannahagur
- eythora
- fsfi
- folkerfifl
- vidhorf
- hleskogar
- frussukusk
- bofs
- gik
- gurrihar
- gullvagninn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- palestinufarar
- haukurmh
- skinkuorgel
- skessa
- thjodviljinn
- odin
- hedinnb
- hildurhelgas
- himmalingur
- hjaltirunar
- gorgeir
- hjorleifurg
- hlynurh
- kulan
- isleifure
- kreppan
- jenfo
- jensgud
- svartur
- johannbj
- jg
- joiragnars
- johannpall
- islandsfengur
- jonbjarnason
- snjokall
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- julli
- bisowich
- askja
- kiza
- kreppukallinn
- andmenning
- krizziuz
- larahanna
- vistarband
- maggadora
- marinogn
- mariakr
- mortenl
- rust
- nytt-lydveldi
- omnivore
- veffari
- huldumenn
- palmig
- perlaoghvolparnir
- hafstein
- proletariat
- rafng
- raksig
- fredrik
- raudurvettvangur
- undirborginni
- runarsv
- salmann
- fullvalda
- bjornbondi99
- safi
- siggi-hrellir
- siggith
- zunzilla
- sindri79
- stefans
- ses
- styrmirr
- svanurmd
- stormsker
- ace
- tilkynning
- zerogirl
- torfis
- torfusamtokin
- tryggvigunnarhansen
- kreppuvaktin
- belladis
- vantru
- vilhjalmurarnason
- kuba
- yousef
- thjodarheidur
- hallormur
- thorrialmennings
- vivaldi
- thorarinneyfjord
- tbs
- thorgnyr
- thorsaari
- oernolafs
Athugasemdir
Síðar notuðu Sovétríkin sér sósíaldemókrata þegar það hentaði, en kölluðu þá svo sósíalfasista þegar það hentaði. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að lýðræðislegi sósíalistinn George Orwell kallaði orðið merkingarlaust vegna þess að það þýtti bara "eitthvað vont", nema náttúrulega fyrir fasista. Þá þýðir það eitthvað gott, auðvitað.
Wilhelm Emilsson, 21.4.2016 kl. 23:46
Vesalings fólk, ennþá að spá í þennan Marxisma sinn!
Hefur hann ekki leitt nógu margt illt af sér nú þegar?
Jón Valur Jensson, 22.4.2016 kl. 02:16
Það sama má auðvitað segja um trúarbrögð, Jón Valur.
Ég held að það sé skynsamlegt að líta á bæði trúarbrögð og stjórnmálastefnur sem hugmyndafræði og vega svo og meta hvort þau eru í takt við raunveruleikann. Er veruleikinn er oft of erfiður. Svo maður umorði Marx, þá má segja að hugmyndafræði sé ópíum mannkyns.
Wilhelm Emilsson, 22.4.2016 kl. 03:12
Þetta síðastnefnda er rétt hjá þér, Wilhelm, að mörg hefur hugmyndafræðin orðið að ópíum ofan í neytendur sína. "Rauður vettvangur" er kannski enn einn tilraunavettvangur slíkrar afvegaleiðslu.
En kristin trú er ekki "hugmyndafræði", hvorki í skilningi Marx né eins og rétt er að skilja orðið.
Og kristin trú er ekki kerfi sem felur í sér ófrelsi og nauðung eins og Marxismi, fasismi og nazismi, en á grunni þeirra þriggja pólitísku hugmyndakerfa hafa menn komið á fót ómennsku þjóðskipulagi og meiri harðstjórn og kúgun, fjöldadrápum og þjóðamorðum en dæmi eru um í allri sögu nýaldar.
Jón Valur Jensson, 22.4.2016 kl. 13:29
Ástæðan fyrir því að kommúnistum gekk aldrei vel að starfa með sósíaldemókrötum er að kratar trúðu (og trúa enn) á auðvaldsskipulagið. Á þessu voru byltingarsinnarnir betur og betur að átta sig þarna á fyrstu árum 20. aldar og svik kratanna í kring um byrjun fyrri heimsstyrjaldar voru þar einn stærsti (og dýrkeyptasti) lærdómurinn.
Vésteinn Valgarðsson, 22.4.2016 kl. 17:19
Takk fyrir svörin, Jón Valur og Vésteinn.
Wilhelm Emilsson, 22.4.2016 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.