29.4.2016 | 10:42
Túristabóla
Við erum í miðri bólu ferðamennsku. Hún mun taka endi, eins og allar bólur.
Íslendingar hafa farið í gegn um nógu margar bólur til þess að við eigum að vita það.
Hvað á að gera? Láta reka á reiðanum á meðan peningarnir streyma inn? Á bara að njóta þess meðan það endist?
Því þarf svo að halda til haga að það njóta þessa alls ekki allir meðan það endist. Hækkandi húsnæðisverð þýðir að sumir þurfa að skuldsetja sig miklu meira en þeir ella þyrftu. Aðrir þurfa að borga miklu hærri leigu en gæti verið. Loks eru þeir sem hafa ekki efni á því og þurfa að flytja burt. Ég talaði við eina um daginn sem er flutt til Þorlákshafnar þótt allt hennar líf fari fram hér í Reykjavík. Hún hafði ekki efni á húsnæði nær.
Við vitum það, að þetta mun hrynja. Hver á þá að sofa á öllum þessum hótelum? Það þarf að gera ráðstafanir. Það þarf að gera þær strax. Hefði reyndar mátt gerast fyrir löngu. Nema einhvern langi til að næsta hrun verði sem verst.
Það er ekki nóg að njóta góða veðursins á sumrin. Það þarf líka að afla til vetrarins.
Lundarnir að taka yfir borgina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já. Þetta er rétt ábending að mínu mati.
Viðvörunarbjöllur hringja.
Og það er sérlega umhugsunarvert að sjá stigvaxandi bólumyndun, það er bara hróflað upp ferðamannaskýlum útum allt, bæði borg og bæ ásamt sveit og allt er byggt á að bólan haldi áfram endalaust o.s.frv.
Síðan þarf ekkert svo mikla fækkun til að kippa grunni undan fyritætlunum eða plönum og þá er hætta á keðjuverkun.
Eins og bent er á, ætti ekki að þurfa að segja íslendingum þetta, - en jú, svo virðist nefnilega vera.
Sýnir líklega hve erfitt er að eiga við bólur í íslensku samhengi. Það fæst enginn til þess að hlusta. Það er bara einblínt á komandi verðtíð en morgundagur hefur sínar áhuggjur og sínar sorgir o.s.frv.
Það er eins og henti íslendingum illa að hugsa til langs tíma.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.4.2016 kl. 10:58
Til að gæta sanngirni er kannski réttara að orða þetta svona: Það sjá þetta vissulega flestir. Þó eru nokkrir sem sjá sér leik á borði að maka krókinn núna, á meðan það er hægt. Hinir fá ekki rönd við reist en afleiðingarnar lenda samt á þeim. Stjórnmálamennirnir eru í bestu aðstöðunni til að stöðva hrunadansinn. Af hverju gera þeir það ekki?
Vésteinn Valgarðsson, 29.4.2016 kl. 11:31
Heill og sæll, ég er svo sammála þér. Vill samt taka fram að þó svo að blog færsla mín um þetta svipar mikið til þína um þetta að ég var ekki að "ræna" af þér. Ótrúlegt en satt... Skrifaði ég mína færslu fyrr um daginn á FB, eins og ég geri svo oft. Sendi það svo inn á blog vefsvæði þegar seinna líður. Það var ekki fyrr en ég fór að tryggja(sem er líka hluti af ferli mínu) að blog færsla mín birtist undir fréttinni í dálkanum "Blogg um frétt" að ég sá þinn tengil og ákvað auðvitað að kíkja inn. Las þína færslu og fannst hana mjög svipaða mína færslu. Þannig ég varð að koma því á framfæri til þín að ég var ekki að stela "þínum heila" :) Bara svipaðar skoðanir um sama mál.
Mér finnst færsla þín mjög áhugaverð. Ofan á það því fleiri sem koma þessu á framfæri því fleiri munu vonandi gera sér grein fyrir þessu. Afþví þessi bóla er 100% Íslensk. Í þeirri meiningu að hún kom ekki frá "Útilöndum" eins og svo margar bólur á undan. Þó svo að peningarnir sem fjármagna hana eru frá "útilöndum". Þá er hún 100% Íslensk afþví léleg staða á krónu okkar varð til þess að þessi bóla spratt upp.
Tek undir það sem þú segir, það þarf að "undirbúa fyrir sprenginguna" sem verður sama hvað. Ég pældi ekki í því :T Eina sem ég get sagt til að blanda blog færslum okkar beggja saman! "Eftir þessa bólu verður Reykjanesbær ekki bara troðfullur af tómum íbúðum, hálf og eða ókláruðum eignum. Nú verður Reykjanesbær troðfullur af því og öllum hótelununum, gistihúsunum og fleira því um líku sem fylgir". :D (y)
Einar Haukur Sigurjónsson, 29.4.2016 kl. 18:52
Það verður hægt að flytja inn múslima til að fylla hótelin, ekkert mál, þegar græðgin í Íslendingum er búin að eyðileggja ferðamannabóluna.
Það er borg hér í USA sem að venjulegt fólk eins og verkamenn, kennarar etc. Sem hafa ekki efni á að eiga heima í borginni sem þau vinna í, SAN Jose Kaliforníu.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 29.4.2016 kl. 19:33
Einar: Ekkert mál, - ég var heldur ekki að herma eftir þér.
Jóhann: Þú segir nokkuð, tómt hótel væri fínt sem flóttamannabúðir.
Vésteinn Valgarðsson, 29.4.2016 kl. 22:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.