Til athugunar við ESB-umsóknina sem aldrei skyldi verið hafa

Jón Bjarnason, frv. ráðherra og núv. formaður Heimssýnar, skrifar um feril ESB-umsóknarinnar og lærdóma sem ber að draga af henni, lesið:

Að tala digurbarkalega eftirá


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Jón segir að þjóðaratkvæðisgreiðsla um ESB samning hefði verið "torfær." Veistu hver er ástæðan fyrir því? Hann leyfir ekki athugasemdir, svo ég get ekki spurt hann sjálfan.

Wilhelm Emilsson, 9.5.2016 kl. 22:04

2 identicon

Samningi við ESB lýkur ekki fyrr en samningum um alla kafla er lokið og ráðherrar í ríkisstjórninni skrifað upp á þá og skuldbundið sig til að mæla með samþykkt samningsins í heild. Þá fyrst getur hann farið í þjóðaratkvæðgreiðslu. En þjóðin stendur þá frammi fyrir nánast orðnum hlut. Stærstur hluti laga og reglna ESB verður að hafa verið innleiddur í íslensk lög áður en skrifað er undir samninginn af hálfu ríkisstjórnarinnar. Eða eins og segir í leiðbeiningum ESB:  

"Aðildarviðræður snúast um skilyrði fyrir og tímasetningar á upptöku umsóknarlands á reglum ESB, framkvæmd þeirra og beitingu – sem fylla 100 þúsund blaðsíður. Um þessar reglur ... verður ekki samið.“

 ([1] “First, it is important to underline that the term "negotiation" can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and application of EU rules - some 90,000 pages of them. And these rules ... are not negotiable.” (Sjá: http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/publication/enl-understand_en.pdf)

Þess vegna verður þjóðaratkvæðagreiðslan að vera fyrirfram : Vilt þú að Ísland gangi í Evrópusambandið eða ekki. Aðildarskilyrðin liggja öll fyrir. 

Jón Bjarnason (IP-tala skráð) 10.5.2016 kl. 00:24

3 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ekki get ég talað fyrir Jón. En ég mundi sjálfur segja að það væri torfært við eftirá-atkvæðagreiðslu, að áður en hún væri haldin þyrfti aðlögunin þegar að hafa átt sér stað. Þannig að þá þegar - þegar samningurinn er að miklu leyti kominn til framkvæmda - mundu margir segja að ferlið væri það langt komið að það væri orðið of seint að snúa við. Og þótt sjálf aðildin væri felld, þá væri samt skaði skeður sem erfitt yrði að snúa við.

Vésteinn Valgarðsson, 10.5.2016 kl. 10:52

4 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Það varð einhver óútskýrð töf á því að athugasemd Jóns Bjarnasonar birtist. Ég vil því taka fram að mín athugasemd hér að ofan er skrifuð áður en ég las athugasemd Jóns.

Vésteinn Valgarðsson, 10.5.2016 kl. 12:15

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk kærlega, Jón og Vésteinn fyrir skýr svör.

Wilhelm Emilsson, 10.5.2016 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband