16.5.2016 | 19:35
Alþýðufylkingin komin til að vera
Það liggur í augum uppi, þegar maður lítur yfir svið íslenskra stjórnmála, að þar er "gamli" vinstriarmurinn í kaldakoli. Ástæður þess eru ýmsar, og ótrúverðug málefnastaða er sú fyrsta sem kemur upp í hugann. Það sást t.a.m. vel á síðasta kjörtímabili, þar sem ekki bara var stjórnað í þágu auðvaldsins heldur í leiðinni komið óorði á vinstristefnuna. Það var ómaklegt, enda ekki vinstristefna sem sú ríkisstjórn rak, þótt hún hafi að vísu kallað sig það. En það er ekki nóg að kalla sig vinstri ef stjórnarstefnan er það ekki.
Hvað um það, fyrir þremur og hálfu ári tókum við nokkur af skarið og stofnuðum Alþýðufylkinguna. Hún er ekki stór, en akarn er heldur ekki stórt og verður þó að eikartré ef það fær skilyrði til að vaxa. Alþýðufylkingin er vaxandi og þótt við takmörkum starf okkar ekkert við framboð til þing og sveitarstjórna, þá er framboð auðvitað veigamikill þáttur í starfi flokks. Lesið stefnuskrá Alþýðufylkingarinnar, hún er stutt, skýr og sjálfri sér samkvæm. Ef ykkur líst á hana, takið þá frá miðvikukvöld í næstu viku. Fundurinn hefst kl. 20.
Alþýðufylkingin býður fram lista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gott hjá ykkur í Alþýðufylkinguni, en ég held að ég sé sammála flestum málefnum Íslensku Þjóðarfylkingarinar, lýst vel a þann flokk.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 16.5.2016 kl. 19:59
Gangi ykkur vel. Ég fylgi Dögun, en ég vil veg annara framboða með skýra stefnu sem mestan. Þar eruð þið á meðal.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.5.2016 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.