3.9.2016 | 17:31
Víst trúverðug stefna frá kapítalísku bankakerfi
Íslendingar eru nú í þeirri stöðu að geta ákveðið hvernig þeir vilja hafa bankakerfið í framtíðinni og sagt stopp við því að hrein kapítalísk hugsun og bankakerfið sé allsráðandi í stjórnkerfinu hér á landi. Samt sem áður hefur enginn stjórnmálamaður eða frambjóðandi fyrir þingkosningarnar í haust komið með trúverðuga stefnu í þessum málefnum. Þetta sagði Andrés Jónsson almannatengill í þættinum Vikulokum á Rás 1 í dag.
Hér varð Andrési á í messunni. Alþýðufylkingin er nefnilega með trúverðuga stefnu um að félagsvæða fjármálakerfið, en með því eigum við reyndar ekki bara við bankakerfið, heldur líka lífeyrissjóðina og tryggingafélögin. -- Félagsvæðing fjármálakerfisins er raunar leiðarstefið í stefnuskrá okkar og lykillinn að farsæld þjóðarinnar. Með félagsvæðingu eigum við andstæðuna við markaðsvæðingu, þ.e. ekki bara opinberan rekstur, heldur að viðkomandi starfsemi sé ekki rekin í gróðaskyni heldur sem þjónusta við fólkið í landinu. Þannig ætti að reka fjármálastarfsemina, tilgangur hennar á að vera að bjóða almenningi hagstæða fjármálaþjónustu. Það á ekki að vera neinn annar tilgangur með fjármálastarfsemi í landinu.
Lykilatriði er að öll fjármálastarfsemi verði félagslega rekin svo hún hætti að soga til sín stóran hluta verðmæta úr hagkerfinu til ágóða fyrir fámennan minnihluta.
Lesið: Stefnuskrá Alþýðufylkingarinnar.
Geta sagt stopp við bankakerfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég var að lesa greinina og stefnu Alþýðufylkingarinnr. Það hafa margir vrið með svipaða og jafnvel sömu stefnu og þið. T.d. Samfylking og Vinstri grænir en viti menn þegar á hólminn var komið, ekkert að marka. Alltí plati rassagati, eins og börnin segja.
Hér kemur:"Copy paste" úr atvinnustefnunni ykkar.
Alþýðufylkingin beitir sér fyrir því að þróa fjölbreytilega atvinnuvegi í landinu. Öruggt framboð fæðu og annarra nauðsynja verði að leiðarljósi, aukinn jöfnuður og bætt lífskjör almennings. Félagslegu framtaki verði beitt þar sem það þjónar grunnmarkmiðunum en þó getur einkarekstur átt rétt á sér í verðmætaskapandi framleiðslu og þjónustu sem ekki flokkast undir innviði samfélagsins.
Þetta er það sem ég kalla huglægt rugl. Það er alveg sama hvað þið gerið, ef þið fáið umboð til þess. Þá getið þið alltaf sagt við erum að framfylgja stefnunni okkar. Og hvernig á almenningur allt í einu núna að treysta kosningaloforðum, þegar við vitum að þau eru bara staðlausir stafir.
Þið þurfið að segja hvað þið ætlið að gera, svona huglægt bull virkar allavega ekki á mig. Alveg sama hvaðan það kemur.
Steindór Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.9.2016 kl. 19:06
Stilltu þig, Steindór. Ég get alveg tekið undir það að margt mætti vera nákvæmar útfært í stefnuskránni, en hún gefur fyrst og fremst tóninn um stefnuna, og hún átti frá upphafi að vera stutt. Við höfum hins vegar nýlokið við kosningastefnuskrá sem er mun ítarlegri og mun birtast á næstu dögum. Samfylking og Vinstrigræn hafa aldrei, svo ég viti, boðað félagsvæðingu á fjármálakerfinu eða öðrum innviðum. Þau síðarnefndu hafa hins vegar fellt (eða svæft í nefnd) ófáar tillögur um það á landsfundum og flokksráðsfundum sínum, m.a. nokkrar sem ég var meðflutningsmaður að á árunum 2009-2012 þegar ég reyndi án árangurs að þoka þeim flokki í átt til sósíalisma.
Vésteinn Valgarðsson, 3.9.2016 kl. 19:36
Þakka þér fyrir gott svar Vésteinn. Ég vona svo sannarlega að komið sé afl sem mark er á takandi. Því staðan er þannig í dag að það er engu að tapa að prófa eitthvað nýtt. Ég er ekkert æstur, ég var bara að benda á að ef þið ætlið að ná til fólksins, væri betra að hafa nánari útfærslu á hlutunum.
Ég hef upplifað það að vera óvinnufær í rúmt ár á þess að hafa heilsu til að sækja þær bætur sem ég átti þó rétt á og ég óska engum að lenda í því. En eftir þá reynslu hef ég mikið hugsað um hvað ég geri þegar ég get ekki unnið lengur vegna aldurs. Ég hef enn 12 ár til að reyna að bæta stöðuna. Eina leiðin sem ég sé er að fara til Noregs.Því þar fæ ég hærri eftirlaun eftir þrjú ár, heldur en eftir 33 ár að Íslandi. Þetta er bara staðan.
En gangi þér og þínum sem allra best að lagfæra hlutina.
Steindór Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.9.2016 kl. 20:07
Þakka þér fyrir það, Steindór. Við munum gera okkar besta. Þér er velkomið að hafa samband ef þú vilt vera með.
Vésteinn Valgarðsson, 3.9.2016 kl. 22:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.