Íhaldssöm gildi

Sjálfstæðisflokkurinn er íhaldsflokkur. Sá sem kemur inn í hann ætti ekki að verða hissa að mæta "íhaldssömum skoðunum og gildum".


mbl.is Varaformaðurinn segir líka skilið við flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Skrítinn fyrirsögn.

Er það varaformaður Sjálfstæðisflokksins sem segir skilið við flokkinn eða varaformaður kúk og piss?

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 24.9.2016 kl. 00:43

2 Smámynd: Jón Bjarni

Er Kúk og piss þá Landssamband Sjálfstæðiskvenna?

Jón Bjarni, 24.9.2016 kl. 01:58

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Margir líta á kristin gildi sem íhaldssöm gildi.

En Sjálfstæðisflokkurinn hefur alveg hafnað þeim og hefur lengi vel látið offrjálshyggju egóískrar peninga- og efnishyggju bera siðferðisleg gildi ofurliði. Þetta birtist með raunalegustum hætti í afstöðu flokksins til fósturdrápa, allt frá 1975. Stefnan sú er andkristni.

En á síðasta landsfundi tókst sofandalegum Valhallarmönnum að missa þetta allt úr böndum, uppivöðslusamir nýfemínistar, andlega náskyldir Samfylkingargauðum, gripu tækifærið til e.k. hallarbyltingar, þegar eldra fólkið hélt af vettvangi á sunnudeginum og eftir kjörið á þeirri ungpíu sem nú situr í sæti ritara flokksins og náði langt í prófkjörinu. Tækifærið var þarna gripið til enn meiri nýfrjálshyggju: staðgöngumæðrun samþykkt, þótt langflestar umsagnir til Alþingis um frumvarp þar um mæltu gegn því; ennfremur ályktuðu þau um nauðsyn meiri "hinseginréttinda", og þau vildu ennfremur auka fremur en minnka ásókn sjálfselskra kvenna í fósturdeyðingar, helzt gefa þeim sjálfdæmi þar um!

Þetta er nú ekki par kristilegt og sízt af öllu dæmi um "íhaldssamar skoðanir og gildi", Vésteinn minn.

Jón Valur Jensson, 24.9.2016 kl. 04:06

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Rétt hjá þér Jón Bjarni.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 25.9.2016 kl. 03:21

5 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Jón Valur, hver er afstaða Íslenzku þjóðfylkingarinnar til fóstureyðinga?

Vésteinn Valgarðsson, 28.9.2016 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband