29.9.2016 | 21:37
Af oddvitunum skuluð þér þekkja þá
"Íslenska þjóðfylkingin" afhjúpar hvað hún stendur fyrir. Gústaf Níelsson er þekktastur fyrir andúð sína á hommum og útlendingum, fyrir utan að hafa rekið fatafellustað. Reiður kall.
Önnur stefnumál eru til uppfyllingar. Gústaf sagði á dögunum að ÍÞ mundi ekki undir neinum kringumstæðum taka þátt í vinstristjórn, enda væri það glapræði. Skyldi hann ætla að kannski sannfæra Sjálfstæðisflokkinn um að rétta hlut aldraðra og öryrkja?
Lýðskrum og óttamakerí.
Gunnlaugur og Gústaf efstir hjá Þjóðfylkingunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Skoðið þetta
- Aðalblogg mitt Blogspot-bloggið sem ég lít á sem aðalbloggið mitt
- Alþýðufylkingin Alþýðufylkingin
- DíaMat DíaMat - félag um díalektíska efnishyggju
- Rauður vettvangur Hugmyndafræðileg móðurstöð íslenskra marxista
- Félagið Ísland-Palestína Félagið Ísland-Palestína
- Friðarvefurinn Samtök hernaðarandstæinga
- Vantrú Vantrú
- SFR SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 129891
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- ak72
- almal
- andreaolafs
- annabjo
- arikuld
- sjalfbodaaron
- skarfur
- arh
- astan
- asthildurcesil
- birgitta
- bjarnihardar
- dullur
- bjorndarri
- bjorn-geir
- binntho
- bumba
- bus
- austurlandaegill
- eignaupptaka
- einaraxel
- einarbb
- einarolafsson
- elfarlogi
- esbogalmannahagur
- eythora
- fsfi
- folkerfifl
- vidhorf
- hleskogar
- frussukusk
- bofs
- gik
- gurrihar
- gullvagninn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- palestinufarar
- haukurmh
- skinkuorgel
- skessa
- thjodviljinn
- odin
- hedinnb
- hildurhelgas
- himmalingur
- hjaltirunar
- gorgeir
- hjorleifurg
- hlynurh
- kulan
- isleifure
- kreppan
- jenfo
- jensgud
- svartur
- johannbj
- jg
- joiragnars
- johannpall
- islandsfengur
- jonbjarnason
- snjokall
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- julli
- bisowich
- askja
- kiza
- kreppukallinn
- andmenning
- krizziuz
- larahanna
- vistarband
- maggadora
- marinogn
- mariakr
- mortenl
- rust
- nytt-lydveldi
- omnivore
- veffari
- huldumenn
- palmig
- perlaoghvolparnir
- hafstein
- proletariat
- rafng
- raksig
- fredrik
- raudurvettvangur
- undirborginni
- runarsv
- salmann
- fullvalda
- bjornbondi99
- safi
- siggi-hrellir
- siggith
- zunzilla
- sindri79
- stefans
- ses
- styrmirr
- svanurmd
- stormsker
- ace
- tilkynning
- zerogirl
- torfis
- torfusamtokin
- tryggvigunnarhansen
- kreppuvaktin
- belladis
- vantru
- vilhjalmurarnason
- kuba
- yousef
- thjodarheidur
- hallormur
- thorrialmennings
- vivaldi
- thorarinneyfjord
- tbs
- thorgnyr
- thorsaari
- oernolafs
Athugasemdir
Hvað fær þig, Vésteinn minn, til að fullyrða, að Gústaf Níelsson sé "þekktastur fyrir andúð sína á hommum og útlendingum"? Hefurðu eitthvað til sönnunar þeirri meintu andúð? Þú hlýtur að taka sjálfan þig alvarlega, frambjóðandi í komandi kosningum (og þar með keppinautur Íslensku þjóðfylkingarinnar; kannski það skýri þessi skrif þín!), og af því að þú tekur þig svona alvarlega, þá þarftu að gefa þér núna tíma í að reyna að tilfæra einhver orð og ummæli Gústafs, sem staðfesti þínar staðhæfingar!
Svo er undarleg misræmi í fyrirsögn þessa pistils þíns og inntakinu. Fréttin er um fremstu frambjóðendur ÍÞ í Reykjavík. með myndum líka af konunum í 2. sæti á hvorum lista, og svo er Gunnlaugur Ingvarsson (í þessum töluðum orðum í viðtölum á Útvarpi Sögu) sjálfur oddvitinn á Rvík-suður-listanum, en þú minnist ekki á hann, þótt þú reynir þó klaufskur að hnýta í hann líka með fyrirsögninni!
Jón Valur Jensson, 29.9.2016 kl. 22:46
... undarlegt misræmi, já!
Jón Valur Jensson, 29.9.2016 kl. 22:47
Hver sem kann á Google getur fundið útlendingaandúð Gústafs Níelssonar á nokkrum sekúndum, Jón Valur. Gunnlaug sáum við um daginn, þar sem Helgi pírati beraði á honum æðri endann á Austurvelli í mótmælum ykkar gegn umbætum á útlendingalögum.
Vésteinn Valgarðsson, 29.9.2016 kl. 23:07
Mikið ertu orðljótur orðinn, löngu eftir þitt góða uppeldi!
Helgi Hrafn tók sér ekki það hlutverk á Austurvelli að bera Gunnlaugi neins konar hatur á brýn, og þú getur t.d. hlustað á Gunnlaug í klukkutíma viðtali á Útvarpi Sögu í dag án þess að hatur beri þar á góma af hans hálfu né Þjóðfylkingarinnar; það heyrist aðeins í andstæðingum okkar um slíkt!
Og þú treystist ekki til að finna nein orð né setningar í þinni Google-leit, sem þú getir notað (í gæsalöppum, takk!) til sönnunar því, að Gústaf hati nokkurn mann, enda hygg ég hann geri það ekki; en spurðu bara hann sjálfan, það er kurteisra manna háttur, vel upp alinna.
Hér hefurðu farið raunalega yfir strikið, og er lítið hernaðarvit í árás, sem fellur um sjálfa sig, eins og meint fallbyssa þín hafi sprungið í meðförunum eða byssuhólkur þinn of ryðgaður til að kúlan næði lengra en í höndurnar á sjálfum þér!
Jón Valur Jensson, 30.9.2016 kl. 00:09
Hatursfullt fólk gegnst ekki við hatri. Fordómafullt fólk sér ekki sína eigin fordóma. Fasistar kalla sig aldrei fasista né rasistar rasista. Þú mundir heldur ekki spyrja mink hvort hann væri meindýr.
Vésteinn Valgarðsson, 30.9.2016 kl. 09:32
Billegur ertu á þessum nýja degi, hefur ekki komið með neina sönnun eða staðfestingu á orðum þínum og fullyrðingum, ekki eina einustu tilvitnun í Gústaf, sem sýni fram á réttmæti orða þinna, heldur lætur loksins, eftir langa mæðu (þína mæðu!) þetta eitt nægja!
Ertu þá ekki orðinn staðfestur óhróðursmaður um náungann?
Jón Valur Jensson, 30.9.2016 kl. 10:27
Láttu ekki eins og þú komir af fjöllum.
Vésteinn Valgarðsson, 30.9.2016 kl. 14:57
Mig langar að vita meira um fatafellustaðinn, Vésteinn. Voru ekki alltaf útlenskar konur að dansa á slíkum búllum, eða var búlla Gústavos skjannahvít og rassenrein? Kannski dönsuðu þar afvegaleiddar prestsmaddömur frá góðu Framsóknarheimili.
Svo fáein orð til Jóns Val, sem hefur eins og sönnum jesúíta sæmir sætt sig við að útlenskur preláti meðal kaþólska sé dæmdur af göturæsaréttinum með því að milljónum króna er dælt í mann sem ekki getur undirbyggt nokkuð í harmsögu sinnu. Mig undrar að "Guðsmaður" eins og þú sért hallur undir þennan undarlega flokk og að þú sért að draga uppeldi hins ágæta sósíalista Vésteins inn í þessa umræðu. Ég hef vart heyrt orðljótari menn en Gústaf sem eitt sinn vændi mig um að hafa birt mynd af bróður hans sjúga kókaín í nösina. Myndin var vitaskuld ekki af bróður hans heldur einhverjum tilfallandi tvífara, en þetta fór alveg með Gústaf sem bölvaði svo og ragnaði, að ég hélt vart að hann gæti verið sannur Íslendingur.
FORNLEIFUR, 30.9.2016 kl. 16:42
Ef Gústaf hefur haft lappalísur á fatafellubúllunni sinni, sem ekki voru með hreinan ættlegg, þá er hann vitaskuld ekki rasisti.. eða?
FORNLEIFUR, 30.9.2016 kl. 16:46
Ég skrifaði þennan pistil um Gústaf í fyrra, http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1590352/ og tel Gústafó við bjargandi og ekki eins vondan og Vésteinn telur, en ég hef samt mikla skömm á þessum flokki ykkar, sem hefur engar lausnir nema hræðslu. Hræðsla er eitt að bestu vítamínunum fyrir fordóma og hatur.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 30.9.2016 kl. 16:56
Ég hef ekki skoðað ættbók kvennanna sem Gústaf Adolf græddi á að sýna berar. Ættfræðingurinn Jón Valur getur kannski svarað því. En mig minnir að staðurinn hafi verið Bóhem á Grensásvegi -- Jón Valur, er það rétt munað hjá mér?
Vésteinn Valgarðsson, 30.9.2016 kl. 19:41
Eru menn bóhem á Íslandi þegar þeir kaupa sér berar konur á sviði?
Misjafn skilningur er víst lagður í þetta orð. Ég hef alltaf haldið að bóhem, sem ég tel mig sjálfan vera, þurfi ekki að greiða túskilding fyrir konur til að sjá þær á Evuklæðunum einum, enda gengur það gegn lögum Bóhema sem eru oftast arðrændir og fátækir hugsjónarmenn í kvistíbúðum, sem geta eldað allar gerðir af súpu úr nærri því engu.
Fleiri konur en þeir sem kjósa ætla SDG í næstu kosningum laðast frekar að slíkum súpukokkum en graðhestabubbum sem sitja slefandi með hangandi neðri vör fyrir framan gjákvendi sem dansa limbó á Grensásvegi. Það er of líkt einhverri helvítissýn úr hreinsunareldsfordyrinu til þess að ég trúi því að Jón Valur hafi verið fastur kúnni hjá Gústa. En nú dönsuðu þessar útlendu konur víst tímabundið, svo ekki þurfti að hafa áhyggjur af því að þær stælu störfum frá kynsystrum sínum á Íslandi, saurguðu hreina stofninn eða reistu hættuleg hof á gjafareit frá Rkv-borg.
Furðulegt þykir mér að kjötkaupmaður eins og Gústaf Adolf telji sig eiga erindi í stjórnmál. Ef hann kemst á þing, heimta ég reglulega, líkt og og Scipio eldir heimtaði að Karþagó yrði eytt, að Adolf felli fötin í pontu á hina háa Alþingi og dansi dillibossanóva í utanþingsumræðu - ef eitthvað réttlæti er til í landinu.
FORNLEIFUR, 30.9.2016 kl. 21:29
Undarlega vítt fer dr. Vilhjálmur um völlinn í sínum taumlausu innleggjum hér og tekst jafnan að tengja mig inn í sína orðræðu. Ég var að sjá þetta núna eftir fjarveru og hugsaði fyrst, að ekki færi ég að svara svona óskipulegu, illskiljanlegu rugli, en sé svo, að vert væri að nefna hér nokkra hluti:
1) Nei, doktor, ég hef enga trú á réttmæti þessa úrskurðar í málum séra Georgs. Ég furða mig á, að án réttarfarslega viðurkenndra sannana skuli málin (ótrúlega mörg, miklu fleiri en rætt var um fyrir 2-3 árum) fá þessar sérstæðu lyktir.
2) Ég þekki ekkert til bóhem-staða á vegum Gústafs, þótt ég hafi fyrir löngu heyrt eitthvað á einn slíkan minnzt. Hef sjálfur aldrei sótt slíka staði, en kom eitt sinn á Óðal fyrir nál. 10 árum, og var þá í gangi þar einhver fatafellustarfsemi, með marga karlmenn í hring utan um kvensu að klæða sig úr, og þótti mér það lágkúruleg sjón að sjá til kynbræðra minna æstra, en hirti ekki um að nálgast til að berja kvendið augum.
3) Svo hefur hinn nærsýni doktor úti í Kaupinhöfn greinilega einungis eigin ranghugmyndir við að styðjast í hvert eitt sinn sem hann minnist á Íslensku þjóðfylkinguna.
4) Annars virðist fræðimaðurinn ganga með leynda skáldskaparþörf sem hér sem víðar hefur á stundum fengið útrás, eins og með þessu fái hann nauðsynlega hvíld frá sínum stífu og ströngu vísindakröfum.
Jón Valur Jensson, 1.10.2016 kl. 03:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.