11.10.2016 | 08:58
Íslenska þjóðfylkingin afneitar hlýnun af mannavöldum
Á Rás2 í gærkvöldi mættust oddvitað allra framboðanna í Reykjavíkurkjördæmi norður í útvarpssal. Ég var talsmaður Alþýðufylkingarinnar. Harla ánægður með þáttinn.
Eftirtekt vakti -- já, hlátur í salnum -- að talsmaður Íslensku þjóðfylkingarinnar sagðist ekki trúa því að hlýnun jarðar væri af mannavöldum heldur væri hún einhvers konar samsæri runnið undan rifjum vinstriróttækra vísindamanna.
Þetta er skondin viðbót við útlendingaandúðina og hómófóbíuna! Nú spyr maður sig, hvað næst? Afneitar Íslenska þjóðfylkingin líka þróunarkenningunni?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Skoðið þetta
- Aðalblogg mitt Blogspot-bloggið sem ég lít á sem aðalbloggið mitt
- Alþýðufylkingin Alþýðufylkingin
- DíaMat DíaMat - félag um díalektíska efnishyggju
- Rauður vettvangur Hugmyndafræðileg móðurstöð íslenskra marxista
- Félagið Ísland-Palestína Félagið Ísland-Palestína
- Friðarvefurinn Samtök hernaðarandstæinga
- Vantrú Vantrú
- SFR SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 129791
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- ak72
- almal
- andreaolafs
- annabjo
- arikuld
- sjalfbodaaron
- skarfur
- arh
- astan
- asthildurcesil
- birgitta
- bjarnihardar
- dullur
- bjorndarri
- bjorn-geir
- binntho
- bumba
- bus
- austurlandaegill
- eignaupptaka
- einaraxel
- einarbb
- einarolafsson
- elfarlogi
- esbogalmannahagur
- eythora
- fsfi
- folkerfifl
- vidhorf
- hleskogar
- frussukusk
- bofs
- gik
- gurrihar
- gullvagninn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- palestinufarar
- haukurmh
- skinkuorgel
- skessa
- thjodviljinn
- odin
- hedinnb
- hildurhelgas
- himmalingur
- hjaltirunar
- gorgeir
- hjorleifurg
- hlynurh
- kulan
- isleifure
- kreppan
- jenfo
- jensgud
- svartur
- johannbj
- jg
- joiragnars
- johannpall
- islandsfengur
- jonbjarnason
- snjokall
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- julli
- bisowich
- askja
- kiza
- kreppukallinn
- andmenning
- krizziuz
- larahanna
- vistarband
- maggadora
- marinogn
- mariakr
- mortenl
- rust
- nytt-lydveldi
- omnivore
- veffari
- huldumenn
- palmig
- perlaoghvolparnir
- hafstein
- proletariat
- rafng
- raksig
- fredrik
- raudurvettvangur
- undirborginni
- runarsv
- salmann
- fullvalda
- bjornbondi99
- safi
- siggi-hrellir
- siggith
- zunzilla
- sindri79
- stefans
- ses
- styrmirr
- svanurmd
- stormsker
- ace
- tilkynning
- zerogirl
- torfis
- torfusamtokin
- tryggvigunnarhansen
- kreppuvaktin
- belladis
- vantru
- vilhjalmurarnason
- kuba
- yousef
- thjodarheidur
- hallormur
- thorrialmennings
- vivaldi
- thorarinneyfjord
- tbs
- thorgnyr
- thorsaari
- oernolafs
Athugasemdir
Uss ... þeir hafa þó eitthvert vit fyrir sér.
Eða, heldur þú ... litli maur, að vegna þess að ein belja reki við ... að þessi fýla láti himin tunglin breita stefnunni?
Eða, þú *heldur* kanski, að það sé hlýrra í dag en á tímum risaeðlana.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 11.10.2016 kl. 11:21
Fjöldinn allur af stórvel gefnum vísindamönnum hefur ekki látið sannfærast um þessa hnatthlýnunartilgátu. Týpískt fyrir Rúvara og Vantrúarmann að gefa sér hlutina.
Svo skrökvar Vésteinn útlendingaandúð upp á Ísl. þjóðfylkinguna. Þegar kjörd.ráð samþykkti listann í Rvík norður, fengu konur frá Brasilíu, Filippseyjum og Póllandi 3 þeirra. Ég bað ráðsmenn sem ættu e-n af erl. bergi brotinn í fjölskyldu sinni að rétta upp hönd. 5 reyndust eiga það, aðeins 3 ekki.
Jón Valur Jensson, 11.10.2016 kl. 13:48
Ég hlustaði á þáttinn (Er ekki þjófylkingarmaður) og heyrði þetta ekki þá. Kíkti því aftur á þetta og heyrði ekkert í þá veru að hann afneitaði loftslagsvísindum. Hann benti hinsvegar á að það væri ágreiningur í fræðasamfélaginu um þetta. Umræðan um loftslagsvísindi og olíuvinnslu hefst 2:12'
Til hvers ertu að ljúga uppá kallinn ?
Guðmundur Jónsson, 11.10.2016 kl. 13:50
Ég heyrði þeta líka og staðfesti það er Vésteinn lýsir.
Í samhenginu hvernig þjóðfylkingarmaðurinn talaði þá gerði hann einmitt þetta.
Afneitaði loftslagsvísindum og taldi þær einna helst samsæri vinstrimanna.
Og þetta sagði hann bara eins og ekkert væri.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.10.2016 kl. 16:33
Þetta er ekki eina lygin sem er á Íslensku Þjóðfylkinguna vinstra liðið með "Góða Fólið" í fararbroddi lýgur grímulaust RASISMA á Íslensku Þjóðfylkinguna. Ég hef skoðað stefnu ÍÞ í útlendingamálum og hvergi hef ég rekist á nokkurn skapaðan hlut sem hægt að flokka sem útlendingahatur eða rasisma. Ég hef eiginlega tekið þá ákvörðun, eftir þessar árásir "Góða Fólksins", að kjósa ÍÞ í kosningum í haust og svo get ég ekki betur séð en að stefnumálin séu nokkuð góð..
Jóhann Elíasson, 11.10.2016 kl. 17:06
Það er fróðlegt að heyra hvað Nóbelsverðlaunahafi í eðlisfræði segir um þessi mál. Erindin eru flutt á samkomu Nóbelsverðlaunahafa. Þau eru keimlík og líklega nóg að hlusta á erindið frá 2015.
Loftslagsfræðin byggir á eðlisfræði. Maður skyldi ætla að þessi maður hafi öllu meira vit á málinu en við.
Erindi Ivar Giaver árið 2015 um loftslagsmál á vefsíðu Nóbelsverðlaunanna.
http://www.mediatheque.lindau-nobel.org/videos/34729/ivar-giaever-global-warming-revisited/laureate-giaever
Erindi Ivar Giaver árið 2012 um loftslagsmál á vefsíðu Nóbelsverðlaunanna.
http://www.mediatheque.lindau-nobel.org/videos/31259/the-strange-case-of-global-warming-2012
Ágúst H Bjarnason, 11.10.2016 kl. 17:34
Ágúst H. Bjarnason
Ivar Giaever sagði árið 2012
"I am not really terribly interested in global warming. Like most physicists I don't think much about it. But in 2008 I was in a panel here about global warming and I had to learn something about it. And I spent a day or so - half a day maybe on Google, and I was horrified by what I learned. And I'm going to try to explain to you why that was the case."
Sjá: http://www.skepticalscience.com/ivar-giaever-nobel-physicist-climate-pseudoscientist.html
Er hann ekki sérfræðingur í skammtafræði?
Jonas Kristjansson (IP-tala skráð) 11.10.2016 kl. 20:23
Vésteinn ég fór í könnun þ.e. svaraði spurningum og mér var sagt að kjósa Íslensku þjóðfylkinguna. Ég tel þetta grænhúsa bull já bull og mætti bíða í svona sirka milljón ár þar til við endurskoðum það. Sérðu þetta ekki sjálfur en hér eru 1000 ára veður annálar sem segja okkur sögu veðurs á Íslandi.Við höfum haft spúandi eldfjöll í tugi ára sem auðvita höfðu áhrif en málið er eð ein af okkar kynslóðu sem nú eru 30 til 40 ára voru mengið í skólastofum og það er þar sem meinið er.
Valdimar Samúelsson, 11.10.2016 kl. 20:46
Hitastig hefur sveiflast óteljandi oft á jörðinni td.var mikið hlýindaskeið þegar Ísland var numið. Þetta sanna borkjarnarannsóknir á Grænlandsjökli, en þeim rannsóknum er ekki veifað...https://www.google.com/url?sa=t&rct=j&q=&esrc=s&source=web&cd=2&cad=rja&uact=8&ved=0ahUKEwit5uzrx9TPAhWDHsAKHeaLAIEQtwIIKDAB&url=https%3A%2F%2Fwww.youtube.com%2Fwatch%3Fv%3D52Mx0_8YEtg&usg=AFQjCNEUpwz39hc_11XxMzKD9noEmT4dqw
GB (IP-tala skráð) 12.10.2016 kl. 05:46
Ég myndi ráðleggja Vésteini, sem fulltrúa Alþýðufylkingarinnar, að fara varlega að tala um útlendingahatur hjá öðrum.
Einn bloggari prófaði að svara spurningum í kosningavitanum, eins og Hitler myndi að líkindum svara þeim og skoða hvaða flokkar standa nasistaforingjanum illræmda næst.
http://asgrimurhartmannsson.blog.is/blog/asgrimurhartmannsson/entry/2181533/
Alþýðufylkingin var í öðru sæti þar, með 63% samsvörun við nasistana. Vinstri grænir (hinn vinstri öfgaflokkurinn) voru í þriðja sæti.
Það kann að koma einhverjum á óvart að Húmanistaflokkurinn trjónir á toppnum í samanburðinum við Hitler. Það kemur mér ekki á óvart.
Einfaldlega vegna þess að allir þessir Hitlerslíku flokkar, aðhyllast trúleysi. Það staðfestir það sem ég hef alltaf haldið fram að mestu fjöldamorðingjar sögunnar, Hitler og Stalín, eiga miklu meira sameiginlegt með trúleysi en kristinni trú.
Theódór Norðkvist, 12.10.2016 kl. 12:50
Athugasemdirnar hér að ofan styðja allar við það sem ég skrifaði í færslunni, þannig að þakka ykkur fyrir.
Vésteinn Valgarðsson, 12.10.2016 kl. 14:59
Mikið þætti mér gaman að vita hvaða menntun Valdimar Samúelsson hefur??
Að afneita að hnattræn hlýnun sé að manna völdum er álíka gáfulegt og að segja að jörðin sé flöt. Þeir sem taka engum vísindalegum rökum heldur bara æða áfram í þekkingarleysi eru þeir sem tala hæst um það að hnattræn hlýnun séu bara eðlegar sveiflur á jörðinni. Mín spurning hvaðan hafa þeir þessa vitneskju? Eru einhverjar rannsóknir til sem styðja slíkt. Ef þeir eru svona harðir á þessu þá hljóta þeir að hafa einhverjar heimildir bakvið slíkt annað en heimildir frá gervivísinamönnum(eða þeim sem keyptir eru af olíufélötum og öðrum slíkum)
Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 12.10.2016 kl. 19:18
Vésteinn, sammála þér um athugasemdirnar - manni verður hálf óglatt að sjá inn í hugarheim vonda fólksins. En kannski ætti maður frekar að vorkenna þeim?
Brynjólfur Þorvarðsson, 13.10.2016 kl. 05:29
Athugasemdir eru misjafnlega vel orðaðar þótt sitt sýnist hverjum vegna þess að vísindin sjálf eru ekki samhljóða. En málið er þess vert að allir leggist á sömu árar til þess að finna reunverulega orsök hnatthlýnunar. Gætu verið náttúrulegar sveiflur í sólkerfinu, gætu stafað af mannavöldum og þá jafnvel vegna fólksfjölgunar - um heila fimm milljarða síðustu 60 árin.
Væri ekki nær að sameinast um að finna orsökina í stað þess að rífast um afleiðingarnar?
Kolbrún Hilmars, 13.10.2016 kl. 16:45
"Deilur" um orsakir hnattrænnar hlýnunar er ámóta marktækar og "deilur" um þróunarkenninguna. Þetta eru ekki deilumál innan vísindasamfélagsins, en það eru til öfl sem afneita staðreyndunum ýmist vegna sinna eigin hagsmuna eða vegna forskrúfaðrar afturhaldssemi eða andstyggðar á félagslegum lausnum.
Vésteinn Valgarðsson, 13.10.2016 kl. 17:26
Vésteinn, félagslegar lausnir koma ekki í veg fyrir náttúrulegar sveiflur. En þær gætu hjálpað til þess að lina afleiðingar þeirra. Þá hlýtur líka að vera mikilvægt að þekkja orsökina. Er það ekki?
Kolbrún Hilmars, 13.10.2016 kl. 17:41
Það er enginn ágreiningur um orsök loftslagsbreytinga. Orsökin er gríðarleg aukning gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum frá upphafi iðnvæðingar.
Bjarki (IP-tala skráð) 13.10.2016 kl. 18:51
Svo það sé á hreinu, þá er ég ekkert að leggja Alþýðufylkinguna að jöfnu við nasistaflokk Hitlers á fyrri hluta síðustu aldar. Ég var bara að reyna að benda sumum á að skoða aðeins viðarverkið í eigin auga, áður en ráðist er að flísum í augum annarra.
Án þess að ég sé einhver talsmaður ÍÞ, þá hef ég ekki séð neitt í þeirra málflutningi sem lýsir útlendingaandúð. Þeir vilja setja skorður við stjórnlausum innflutningi fólks, til að verja íslenska hagsmuni. Það lýsir ekki hatri, þvert á móti miklum kærleika til Íslendinga.
Alþýðufylkingin virðist ekki vera sammála þeirra áherslum og það er í fínu lagi. Hinsvegar lýsir það ekki neinni útlendingaandúð að vilja að Ísland sé fyrst og fremst heimili Íslendinga. Ekki frekar en að það lýsi hatri þó að einhver sem á heimili fyrir sína fjölskyldu, vilji ekki að næsti maður á götunni geti bara flutt inn á heimilið og farið að skipta um rásir á sjónvarpinu.
Þar sem umræðan snýst að mestu leyti um hnattræna hlýnun, þá mun ég ekki tjá mig meira um innflytjendamálin. Vildi bara koma þessu til skila.
Theódór Norðkvist, 13.10.2016 kl. 19:08
Hnattræn hlýnun (þessi 1,8°C sl. 100 ár) er ekki af mannavöldum, en er lifibrauð fyrir alls konar pseudo-vísindamenn og embættisklíkur. Að líkja vitleysunni um hnattræna hlýnun er fáráðlegt. Þróunarkenningin hefur aldrei verið afsönnuð og allar vísindalegar rannsóknir styðja þróun. En að hnattræn hlýnun sé af mannavöldum eða vegna þessa örlitla magns af gróðurhúsalofttegundum er þvæla, enda hefur það aldrei verið sannað. Hins vegar hafa niðurstöður og líkön oft verið fölsuð. Hér er myndskeið með eðlisfræðingi sem veit hvað hann er að tala um:
https://youtu.be/OwqIy8Ikv-c
Og ég tel einnig að Ágúst H. Bjarnason viti talsvert meira um þessi mál en þú, Vésteinn, enda hefur hann skrifað fjölmargar greinar um þetta.
- Pétur D.
Aztec, 14.10.2016 kl. 02:39
Aztec, hnattæn hlýnun hefur ekki verið "sönnuð" frekar en aðrar vísindakenningar, t.d. þróunarkenningin. Vísindakenningar verða aldrei sannaðar.
Að koltvísýringur og aðrar gróðurhúsalofttegundir valdi hlýnun, og að núverandi hlýnun sé í ágætu samræmi við slíka hlýnun, er mjög vel grundvallað í eðilsfræði, nokkuð sem t.d. þróunarkenningin er ekki. Það mætti því segja að vísindalegur grundvöllur kenningarinnar um hnattræna hlýnun af völdum gróðurhúsalofttegunda sé mun sterkari en grundvöllur þróunarkenningarinnar.
Fræðilegur grundvöllur er eitt, en þegar kemur að mælingum og tilraunum þá er aftur ljóst að kenningin um hlýnun af völdum aukningar gróðurhúsalofttegunda er miklu betur staðfest með mælingum en nokkurn tíma þróunarkenningin.
Og talandi um vísindalegar rannsóknir, þær eru nú reyndar nokkrar til sem reyna að afsanna þróunarkenninguna en virðist nú ekki ganga sérlega vel. Sama gildir um tilraunir vísindamanna til að afsanna kenninguna um hlýnun af völdum gróðurhúsalofttegunda, engum hefur tekist að afsanna þá kenningu, hvað þá koma með aðra haldbæra í staðinn. En í báðum þessum greinum vísinda deila menn um smáatriðin, um mátt mismunandi áhrifavalda og hugsanlegar afleiðingar.
Af þessum tveimur kenningum sýnist mér þróunarkenningin standa tæpar ef eitthvað er, en báðar eru ágætlega staðfestar og engar raunverulegar efasemdir um þær meðal fræðimanna.
Ágúst er fjölfróður og gegnheill maður sem hefur vissulega birt fjölda greina sem ég hef haft gaman af að lesa og við erum sammála um margt, en ósammála um annað. Við Ágúst höfum rætt þessi mál nokkuð á samfélagsmiðlum og ef ég skil hann rétt þá efast hann ekki um grundvallar forsendur kenningarinnar um hlýnun af völdum gróðurhúsalofttegunda. En hann (eins og annar góður vinur minn og fjölfróður) efast um að þær dugi til að skýra núverandi hlýnun og vill frekar horfa til áhrifa sólar sem er vel skiljanlegt, sólin er jú upphaf og endir hitafars lofthjúpsins.
Nú er það svo að samkvæmt spám þeirra sem vilja horfa til sólarinnar þá ætti að fara kólnandi þessi síðustu ár, og kólna enn frekar næstu ár eða áratug. Enn er ekkert sem bendir til kólnunar, undirliggjandi hlýnun lofthjúps við yfirborð síðustu 30-40 ára helst óbreytt í um 0,12 gráðu á áratug, sama hvernig er mælt (og frekar að bætist í en hitt). Undanfarnir mánuðir eru meðal þeirra hlýjustu sem mælst hafa og síðustu spár um El Nino/La Nina benda ekki til að þar megi búast við áhrifum til kólnunar.
Í stað þess að koma með fullyrðingar um bull og svindl færi þér betur Aztec að reyna að kynna þér málin sjálfur og draga eigin ályktanir!
Brynjólfur Þorvarðsson, 14.10.2016 kl. 06:11
Takk fyrir þetta, Brynjólfur. Þú hefur svo sannarlega ekki sannfært mig hið minnsta, því ég hef kynnt mér þessi mál mjög vel. Kenningin um hnattræna hlýnun af mannavöldum heldur ekki vatni, en hún er nauðsynleg fyrir pólítískan rétttrúnað fyrir vinstrivænginn en þeir sem eru á öðru máli eru útskúfaðir, eins og t.d. Bjørn Lomborg. Sjórnmálamenn og embættismenn, sem nær aldrei efast um neitt sem þjónar þeirra persónulegu hagsmunum, elska kenninguna því að gerir þeim kleift að leggja á græna skatta og auka atferlisstjórnun.
Í eftirfarandi vel ég að kalla þá sem aðhyllast þá kenningu að hnattræn hlýnun sé af mannavöldum hlýnunarsinna.
Hér eru velþekkt dæmi um blekkinguna sem hefur verið í gangi:
Að segja að kenning hlýnunarsinna sé réttari en þróunarkenningin er bull. Það hefur aldrei neitt komið fram sem afsannar þróunarkenninguna. Eins og fyrr er sagt er þróunarkenningin byggð á viðurkenndum vísindalegum rannsóknum. Hins vegar hefur hæpna kenning um hnattræna hlýnun af mannvöldum orðið að bókstafstrú, sem ekki byggir á raunverulegum vísindum, heldur óskhyggju eða gervivísindum. Eftir 20 ár munu hlýnunarsinnar vera að hjakka í sama farinu, þótt ekkert nýtt muni styrkja málstað þeirra, meðan alvöru vísindamenn og restin af mannkyninu hafa haldið áfram. En mesta ógnin stafar ekki af hlýnun jarðar, heldur af hópi fólks sem vilja draga vestræna siðmenningu, og þar með vísindi aftur í myrkustu miðaldir. Og þar er ég EKKI að vísa til hlýnunarsinna, enda eru hlýnunarsinnar engin ógn við mannkynið, heldur meira svona tímabundin arða.
Takk fyrir áheyrnina.
- Pétur D.
Aztec, 14.10.2016 kl. 13:10
Vantraust manna á vísindum hefur verið eins og rauður þráður í gegnum okkar siðmenningu. Forn Grikkir vissu að jörðin var hnöttur nokkuð hundruð árum fyrir Krist. Þeir meira að segja reiknuðu ummál Jarðar svo ekki skeikaði nema 300 km á sínum tíma. Samt voru menn 12-15 hundruð árum seinna almennt á því að jörðin væri flöt. Jarðmiðjukenningin var lengi viðhöfð sérstaklega af kirkjunar mönnum. Vísindamenn voru hnepptir í fangelsi fyrir að segja að Jörðin snérist í kringum Sólina í stað þess að segja að allir hnettir snérust í kringum Jörðina. Kirkjan þráðaðist lengi fram eftir öldum með þessa kenningu. Þetta er alveg eins og í dag í stað kirkjunar þá eru það olíufélög og aðrir hagsmunaðilar sem eru með vísindamenn á sínum snærum sem gera allt sem hægt er að gera til að reyna að sanna það að hnattræn hlýnum sé EKKI af manna völdum. Ég hef ekki gert mikið af því að rífast um þessi mál vegna þess að ég treysti vísindum og vísindalegri hugsun. Yfignæfandi meirihluti vísindamanna sem rannsaka hnattræna hlýnun eru sammála um að hún sé sambland náttúlegra sveiflna og þeirra gróðurhúsalofttegunda sem eru að manna völdum. Ég hef heyrt ýmsar tölur hversu há prósenta sé af manna völdum (allt upp í 60%). Það er alveg rétt sem kemur fram hér að neðan að í stað þess að rífast um orsakirnar væri mikið betra að ráðst á orsakirnar. Við ráðum ekki við orsakir sem eru af náttúrulegum sökum en við ráðum við mannlegar orsakir og við eigum einmitt að einblína á að koma í veg fyrir þær. Að hafna vísinlegum rökum er algengt hjá þeim sem hafa hagsmuna að gæta og þeirra sem hafa eðlislæga fyrirlitningu á menntun og vísindum sem er oftast vegna vanþekkingar.
Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 14.10.2016 kl. 13:14
"Science is true, whether you believe in it or not"
Það er rétt, Þorvaldur að vísindin hafa rétt fyrir sér. Alvöru vísindi, vel að merkja, ekki gervivísindi fólks sem er á spenanum og sem styðja hnattræna hlýnun af mannavöldum. Þótt skrúfað yrði fyrir útleiðslu á öllum gróðurhúsalofttegundum á næstunni, þá myndi það engu breyta hvað varðar hitasveiflurnar. Ég á engra hagsmuna að gæta í þessu máli, sízt af öllu olíuiðnaðarins og er alveg óháður öllum samtökum og stjórnmálaöflum, en ég er fær um að hugsa og ég kann að mynda mér sjálfstæða skoðun út frá þeim gögnum sem liggja fyrir. En við skulum ekki gleyma eiginhagsmunum þeirra hlýnunarsinna sem lifa á styrkjunum. Eiginhagsmunum sem eru dulbúnir sem hugsjónir. Bertrand Russel sagði eitt sinn: "Much of what passes as idealism is disguised hatred or disguised love of power." Við getum bætt við " or disguised love of money".
Það er margt sem er meira áríðandi t.d. að koma í veg fyrir eyðingu frumskóganna og útrýmingu dýrategunda frekar en að ausa fleiri styrkjum í lifibrauðshlýnunarsinna. Mér vitandi eru frumskógarnir það sem er skilvirkast í að breyta koltvíildi í súrefni. En nei, auðvitað ekki, það eru engir svona himinháir styrkir frá ESB og SÞ í sambandi við varðveizlu frumskóganna.
Aztec, 14.10.2016 kl. 17:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.